homesickcat

44
Akureyri Art Museum May 6 - June 25 2006

description

Akureyri Art Museum May 6 - June 25 2006 Chantal Michel ©

Transcript of homesickcat

Page 1: homesickcat

Akureyri Art Museum May 6 - June 25 2006

Page 2: homesickcat

Chantal MichelDuring the whole time... C-print, 130 x 130 cm, 2003/2004 ©

Káp

umyn

d/C

over

: Guy

Ben

-Ner

: Ber

kele

y´s

Isla

nd. S

kjám

ynd

/Vid

eo s

till,

199

9/20

06 ©

Page 3: homesickcat

Útgefandi/Publisher: Listasafnið á Akureyri, maí 2006/Akureyri Art Museum, May 2006 ©Ritstjórar/Editors: Hannes Sigurðsson & Christian SchoenSýningarstjóri/Curator: Christian SchoenHönnun/Design: Akureyri Art Museum/Erika Lind IsaksenViðtöl/Interviews: Christian SchoenÞýðingar/Translations: Rafn Kjartansson, Hannes Sigurðsson, Jórunn Sigurðardóttir, Guðni Tómasson, Kayvan Rouhani & Frances Jane Milne McQueenPrófarkalestur/Proof reading: Hannes Sigurðsson, Rafn Kjartansson & Bára MagnúsdóttirPrentun/Printing: Ásprent Stíll, AkureyriISBN 9979-9632-4-7

AKUREYRI ART MUSEUMKaupvangsstræti 12600 [email protected]ími/Phone: (+354) 461 2610Fax: (+354) 461 2969Opnunartími/Opening hours: 12-17, lokað á mánudögum/12-17, closed Mondays

HOMESICK is a project in four segments coordinated by CIA.IS (Center for Icelandic Art)www.cia.is/news/homesick.htm

Húsasmiðjan, Flytjandi & Ásprent Stíll styrkja einnig sýningarnar

Skrá þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda.

All rights reserved. No part of this publication may be reproduced or transmitted, in any form or by any means, including photocopying, recording or by any information storage and retrieval system, without permission in writing from the publisher.

Baugur Group orange:

PANTONE® 137C 0, M 35, Y 90, K 0 (process)

Baugur Group grey:

PANTONE® 425C 0, M 0, Y 0, K 80 (process)

Máttarstólpar sýningarinnar/Principal sponsors:

Page 4: homesickcat

Í SAMVINNU VIÐ / IN COLLABORATION WITH:

HOMESICK II: Platform Garanti Contemporary Art Center in Istanbul, Turkey, December 2006 HOMESICK III: Center for Contemporary Art in Tel Aviv, Israel, spring 2007

HOMESICK IV: Switzerland, summer 2007 (venue to be decided)

ICELAND • ISRAEL • SWITZERLAND • TURKEY

Listasafnið á Akureyri og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar kynna/Akureyri Art Museum and Center for Icelandic Art present:

NEVIN ALADAG GUY BEN-NER

HARALDUR JÓNSSONCHANTAL MICHEL

ÓLAFUR ÁRNI ÓLAFSSONLIBIA PÉREZ DE SILES DE CASTRO

KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR

Page 5: homesickcat

3

InngangurHeimili í fjölþjóðlegum heimi

Það verður að viðurkennast að HOMESICK er nokkuð gildishlaðinn titill fyrir sýningarverkefni. Hugmyndin um heimili mótar grundvöll samfélagsins, það hvernig við skynjum sjálfsmynd okkar og stað í veröldinni og skilgreinir þar með tilvist okkar. Yfirleitt er fyrirbærið „heimili“ hlutgert og hægt að benda á það sem byggingu. Heimþráin er hins vegar algjörlega huglæg og persónuleg þrá eftir stað sem mun erfiðara er að henda reiður á. Orðið „heimþrá“ hefur að geyma mótsögn því það vísar til hugmynda um skjól og þægindi (þar sem maður getur verið „maður sjálfur“ eða „heima hjá sér“) og einnig til sálfræðilegrar áþjánar, jafnvel sjúkleika — „að vera sjúkur í að komast heim“.

Sá sem hugleiðir heimþrána veltir um leið fyrir sér merkingu hugtaksins „heima“. Þótt sú merking sé fyrst og fremst háð persónulegri túlkun getur venjubundin merking hugtaksins ekki lengur takmarkast við sjálfsmyndir þjóða, tungumál eða staðbundna menningu. Þess í stað hefur það orðið félagslegt fyrirbæri í hnattrænum skilningi og þar með víkkað út til nýrra vídda. Hnattvæðingin skekur þann grundvöll sem persónulegar og opinberar hugmyndir um hugtakið „heima“ hafa verið reistar á. Af þeim sökum þurfum við að víkka sjóndeildarhringinn, tileinka okkur ólíkan skilning á hugtakinu og leita nýrra tenginga.

Þjóðernið, með þeim sögulega farangri sem því fylgir, er ekki lengur eina viðmiðið. Ríkið er þó enn verndari heimilisins sem heldur uppi hugmyndum um þjóðerni og „menningarlega sérstöðu“. Það klófestir einstaklinginn sem skattgreiðanda og ríkisborgara þrátt fyrir augljósa galla sem brotist hafa fram í hugmyndakerfi þess. Tekið er á móti ferðamönnum sem koma til Íslands í Leifsstöð með frelsandi upphrópun: „Velkomin heim!“, rétt eins og dvölin erlendis hafi verið eintóm kvöl og pína.

IntroductionHome in a Globalized World

HOMESICK is admittedly quite a loaded title for an exhibition project. The concept of home shapes the most fundamental basis of society, our sense of identity and belonging, and as such defines our very existence. Whereas home can be objectified and pointed to in the form of a physical structure, homesickness is strictly a subjective and intimate feeling of craving for that place which, on closer inspection, may turn out to be elusive and intangible. The word ‘homesickness’ contains a contradictory meaning that refers both to shelter and comfort, where one can allegedly ‘be oneself’ or ‘at home’, and psychological oppression, even disease — ‘to be sick of home’. Anyone speculating about homesickness is questioning the meaning of home. While the notion of home may in the end rest on personal definition, the conventional meaning of the term can no longer be confined to national identity, language or local culture; it has become a socio-global phenomenon that has added an entirely new dimension to the subject. Globalization is shaking the rock on which public and private ideas about home and identity have traditionally been founded, beckoning us to expand our horizon, assimilate different meanings and create new alliances. Nationality and all that goes with it cannot be maintained as a fixed point of homage and unification. The bulwark of ‘home’ is the state which still promotes the concept of nationality or ‘cultural specialness’, ensnaring the individual as a tax-paying citizen, despite serious cracks that have appeared in its ideological system. Travelers arriving at Iceland’s international airport are greeted with the emancipatory message of “Velkomin heim!” (Welcome home!), as if one had just escaped from some outlandish ordeal.

Page 6: homesickcat

4

Burtséð frá því að íslenskt samfélag hefur þróast hratt frá einangrun, með þeirri einsleitni sem henni fylgdi, yfir í nokkuð fjölmenningarlegt samfélag, má velta þeirri spurningu fyrir sér hvaða tilkall íslenskur almenningur getur gert til heimalandsins og hugtaksins „heima“ eins og það hefur þróast og víkkað á undanförnum árum. Þjóðernishyggjan fól áður í sér ákveðna sameign og frjálsara aðgengi að auðlindum og var þannig nokkurs konar samvinnufélag. Um það leyti sem Glasnost setti mark sitt á stefnu stjórnvalda í Sovétríkjunum varð Ísland, nánast í einni svipan, fullgildur fjölskyldumeðlimur í hnattrænum kapítalisma með þeirri einkavæðingu sem því fylgir og fjárfestingum á erlendum mörkuðum — allt undir merkjum lýðræðis. Það hefur því runnið nokkuð undan hugtakinu „heima“ sem vísar enn til eignarréttar á okkar tímum þegar fjöldinn á lítið annað en sívaxandi skuldir. En merking hugtaksins „heima“ byggist vitanlega ekki aðeins á „lágkúrulegum“ peningum. Það felur í sér okkar frumstæðasta samband við umheiminn, aðferð okkar til að reyna að yfirvinna hræðsluna við það óþekkta og skelfilega, sem verður á einhvern hátt að sigra, svo að einstaklingurinn geti upplifað sjálfan sig í heiminum. Hugtakið verður einskonar hliðar-sjálf sem einstaklingurinn getur horfið inn í um lengri eða skemmri tíma. Það nær því bæði utan um og út fyrir hugmyndir um fjölskyldu, þjóðerni, tungumál, menningu, stétt, aldur og kyn. Allt frá barnæsku er verið að vígja okkur inn i helgisiði daglegs lífs sem þjóna því hlutverki að vinna gegn firringu. Ef litið er á hugtakið sem mismunandi leiðir einstaklinga til að ná sambandi við umhverfi sitt, þá má einnig líta svo á að það innihaldi sálfræðileg fyrirbæri á borð við áreiðanleika, endurtekningu verkefna, metnað, notalegar minningar — í raun allt það sem tengir okkur snurðulaust við gangverk þessa heims. Hvernig á þá að sjúkdómsgreina heimþrána í dag þegar heimurinn virðist ætla að skreppa saman í eitt heimsþorp? Svo virðist sem ólíkum hefðum sé blandað saman eða kastað fyrir róða á slíkum ógnarhraða að margir telja að slíkt geti aðeins leitt til nokkurs konar

Leaving aside the fact that Iceland has evolved amazingly fast from homogeneous isolation to a fairly multicultural heterogeneous society, we may wonder in what sense the general public — ‘original’ Icelanders as well as naturalized citizens — can be said to have any real claim on this expanded meaning of home. Nationalism used to entail a degree of joint ownership and less restricted access to natural resources, a financial co-op. Around the time Glasnost came into effect in the Soviet Union, Iceland became, almost overnight, a full-blown member of the global late-capitalist family with the accompanying privatization of once public establishments and investments in foreign markets — all under the rubric of democracy. Home as signifying possession has all but lost its ground in our post-industrial age since the multitude owns little more than its ever increasing debt. But the meaning of home is obviously not confined to vulgar monetary relationships. It presents our most elemental tie to the world, a means of overcoming the ‘fearful otherness’ which must somehow be mastered or modified in order for the individual to create a feeling of belonging. Once constructed, the concept of home becomes a kind of surrogate-self into which the individual can mentally step. Home therefore includes and transcends notions of family, nationality, language, culture, class, age and gender. From early childhood we are initiated into the rituals of daily life which serve to counteract the forces of alienation. If home is a matter of affiliation it can also be seen as encompassing such psychological structures as dependability, routine (job) tasks, ambition, likeableness, fond memories — indeed whatever anchors us smoothly to the mechanisms of this world. How then should ‘homesickness’ be diagnosed today when the globe seems to be shrinking to a village? Apparently disparate traditions are being mixed up or snuffed out at such an alarming rate that many think it will inevitably lead to a kind of cultural Armageddon. Do home, family, the homeland, language, religion, customs and rituals still serve as a place of refuge or are they more of a threat due to the exclusion and confinement

Page 7: homesickcat

menningarlegra heimsloka. Þjóna fyrirbæri eins og heimili, fjölskylda, heimaland, tungumál, trúarbrögð, venjur og helgisiðir enn hlutverki sínu sem athvörf einstaklingsins, eða eru þessi fyrirbæri varasöm vegna takmarkandi og þröngra skilgreininga? Hið flókna eðli sýningarinnar veitir ekki svigrúm hér til að kafa ofan í þessar spurningar. Þeim er reynt að svara í verkum listamannanna, með viðtölum við þá og í eftirfylgjandi ritgerðum. Þar með er opnað fyrir hugmyndir sem nánar verður unnið með á næstu sýningum. Sýningin á Akureyri er upphaf margbrotins verkefnis sem hverfist um Tyrkland, Ísrael, Sviss og Ísland — lönd sem öll eru á jaðri Evrópusambandsins. Á hverri sýninganna fjögurra er listamönnum frá viðkomandi landi boðið að takast á við hugmyndir um menningarlegar sjálfsmyndir þjóða, heimilið og það að eiga hvergi heima. Sýningin verður sett upp aftur í hverju landi þannig að myndin skerpist í hvert skipti. Þetta er mikilvægur þáttur í því að tryggja að sýningin móti sig að mismunandi aðstæðum innan þess ramma sem gefinn er. HOMESICK II mun þannig vekja spurningar í öðru menningarlegu samhengi en er umgjörð sýningarinnar á Akureyri, eða á við um síðari sýningar í Ísrael eða Sviss. Áhugaverður hugmyndafræðilegur samanburður gæti skotið upp kollinum, eins og t.d. hvað varðar einangrun, tungumál, sögu eða menningu. Listasafnið á Akureyri sækist eftir því að bjóða upp á myndlist frá ólíkum heimshornum og tímabilum. Í gegnum árin hefur safnið reglulega haft frumkvæði að samstarfi, ekki einungis við listamenn og stofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum, heldur einnig aðila frá fjarlægum og framandi löndum á borð við Indland, Japan, Rússland og Jórdaníu. Þannig hafa gestir safnsins getað

they entail? The complex nature of the exhibition’s theme leaves no room for finding answers to this here. Instead, a series of questions are put forward to be addressed in the artists’ works, the interviews with them and the catalogue essays, thereby opening up a veritable minefield of issues to be dealt with further in the subsequent exhibitions.

The exhibition in Akureyri forms the

starting point of a dynamic project concentrating on Turkey, Israel,

Switzerland and Iceland — four countries on the margin of the

European Union. For each of the four exhibitions, artists from these countries are invited to take on issues of cultural or national identity, home or homelessness. The exhibition will be put together anew for each of the subsequent locations,

thus setting a new focus each time. This openness is

significant in that it ensures that the exhibition will take on aspects

specific to the individual countries within the relevant context. HOMESICK

II will therefore raise issues against a different cultural background than that surrounding

the issues raised in Akureyri or the subsequent exhibitions in Israel and Switzerland. Comparative issues may arise upon a purely conceptual level, such as ones concerning the meaning of isolation, language, history or culture. The Akureyri Art Museum is dedicated to presenting art from various parts of the world and different epochs. Over the years it has frequently initiated collaboration, not only with artists and institutions in Europe and America, but also from such remote ‘exotic’ cultures as India, Japan, Russia and Jordan for its insular audience to ruminate on in the spirit of glocalism. Keeping in line with this objective, the recently founded Centre for Icelandic 5

Haraldur Jónsson: Krumpað myrkur/C

rum

bled

Dar

knes

s, 2

006

©

Page 8: homesickcat

drukkið í sig anda hnattvæðingarinnar. Með þetta að leiðarljósi hafði safnið samband við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (CIA.IS) varðandi þá hugmynd að standa fyrir fjölþjóðlegri farandsýningu sem hæfi ferð sína hér lengst norður frá. Miðstöðin greip boltann á lofti, mótaði verkefnið og vann að því með safninu. Takmarkið var að skapa óvenjulega fylkingu listamanna og listasafna frá fjórum löndum með það fyrir augum að koma á framfæri einhverju sem máli gæti skipt í hnattrænni og opinni samræðu. Listasafnið þakkar Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og þá einkum forstöðumanni hennar, Christian Schoen, fyrir að móta verkefnið og stýra því til hafnar. Ekki síður ber að þakka listamönnunum sem standa að þessum fyrsta áfanga verkefnisins, en þau eru Chantal Michel, Guy Ben-Ner, Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir, Libia Pérez de Siles de Castro, Nevin Aladag og Ólafur Árni Ólafsson. Án áhuga viðkomandi stofnana í Tyrklandi og Ísrael hefði verkefnið aldrei komist af hugmyndastiginu. Við erum innilega þakklát Vasif Kortun og November Paynter frá Platform Garanti Contemporary Art Centre í Istanbul og Sergio Edelsztein frá Centre for Contemporary Art í Tel Aviv, sem munu þegar fram líða stundir vinna nánar með Kynningarmiðstöðinni að verkefninu. Löngum hafa menn talað um að eitthvað hitti menn í hjartastað þegar þeir eru særðir þar sem mest svíður undan. Eftir því sem efnahags- og tækniveldi styrkjast og hinir ýmsu menningarheimar renna miskunnarlaust saman verður sífellt erfiðara að ákvarða þennan hjartastað. Í verki sínu Krumpað myrkur teflir Haraldur Jónsson fram óárennilegum hrauk úr svörtum pappír og gefur til kynna að hjartastaðinn sé ef til vill aðeins að finna í tóminu í anda zen-búddisma. Fellingarnar í þessari drungalegu einlitu sérstæðu eru þá til marks um hinn samslungna tvíundakóða þess hnits sem liggur núverandi tilvistarástandi okkar til grundvallar. Sé sú raunin eigum við einskis annars úrkosta en að venja okkur við tilhugsunina um hjartastaðinn sem form róttækrar nægjusemi. Hannes Sigurðsson, forstöðumaðurListasafnsins á Akureyri

Art (CIA.IS) was approached with the idea of curating an international traveling exhibition to be kicked off here in the far north. CIA.IS caught the ball in mid-air, shaped the project and made a home-run, as it were. The goal was to bring together an unlikely coalition of artists and museums from four nations with the intention of making a meaningful contribution towards a global and open dialogue. Our thanks go to CIA.IS and in particular its director, Christian Schoen, for molding the concept and carrying it from scratch to completion, as well as the artists whose commitment has brought about this initial phase of the project: Chantal Michel, Guy Ben-Ner, Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir, Libia Pérez de Siles de Castro, Nevin Aladag and Ólafur Árni Ólafsson. Without the enthusiasm and commitment of the relevant institutions in Turkey and Israel, this project would not have progressed beyond its visionary stage. For that we are most grateful to Vasif Kortun and November Paynter from Platform Garanti Contemporary Art Centre in Istanbul and Sergio Edelsztein from the Centre for Contemporary Art in Tel Aviv that will be working more intensively with CIA.IS later down the road. The old saying “home is where the heart is” may be more altruistic than ever. As the economic and technical powers consolidate and the miscellaneous belief systems of the world are inexorably fused together, the challenge will be to define where exactly the heart resides. In his work Crumbled Darkness, Haraldur Jónsson rolls out a horrendous mass of black paper to suggest that its authentic habitat may ultimately only be found in the Zen-like Void, the creases in this murky monochromatic singularity revealing the intricate binary code of the matrix that underlines our current state of being. Should that be the case we may have no alternative but to come to terms with Home as a form of radical contentment.

Hannes Sigurðsson, directorAkureyri Art Museum

6

Page 9: homesickcat

Nevin AladagVoice Over. Skjámynd/Video still, 2006 ©

Page 10: homesickcat

8

Fortíðarþrá – innilokunHugleiðingar um heimþrá

Á ólíkum tungumálum gefur hugtakið heimþrá til kynna sjúkdóm, sársauka eða þrá eftir heimkynnum sem ekki eru lengur fyrir hendi.1 Heimþrá er bæði raunveruleg tilfinning og rómantískt hugtak. Það er barnslegt og gamaldags en um leið nútímalegt og mikilsvert þar sem það tengist samsemd hvers og eins sem einstaklings og þátttakanda í samfélagi, þjóðfræðilega eða menningarlega. En hvaða merkingu geta orðin „heima“ og „heimþrá“ haft á tímum alþjóðavæðingar? Þessa spurningu — og það á líka við sýningarverkefnið í heild — má líta á sem huglæga nálgun á fyrirbærinu í tengslum við þrá manneskjunnar eftir öryggi og sem sameiginlega baráttu menningarhópa eða þjóðarbrota fyrir viðurkenningu.

Út frá orðanna hljóðan má einnig lesa hugtakið þveröfugt: „To be sick of home“ lýsir yfir ósk eftir því að yfirgefa heimkynnin. Alþjóðavæðing viðskiptaheimsins gerir þá kröfu til nútímamannsins að hann gerist hirðingi með nýjum hætti; heimilið verður að prísund sem nauðsynlegt er að brjótast út úr. Flótti veitir frelsi. Ef heimþrá er þrá eftir öryggi — eftir venjum og hvunndegi sem siðvenjur varða og gerir vart við sig þegar manneskjan er að heiman — þá er það líklega innilokun, andhverfa þessarar þrár, sem kviknar þegar einstaklingi finnst sér ógnað af öryggi heimahaganna, þegar heimilið verður að búri (sbr. latneska orðið „claustra“2). Húsið — hið myndræna ílát fyrir fjölskylduna, heimkynnin, sameiginlega trú, þjóðerni eða menningarlegan bakgrunn — breytist í dýflissu, klaustur, stað þar sem ríkir skortur. Þessi andhverfa „heimþrárinnar“ merkir alls ekki það sama og andheitið „útþrá“ sem felur í sér löngun til að uppgötva eitthvað nýtt og óþekkt án þess að því fylgi sjálfkrafa afneitun þeirra gilda sem ríkja heimafyrir. Andstæða heimþrárinnar er innilokun.

Nostalgia – ClaustrophobiaNotes on Homesickness

Homesickness is a term used in many languages to express an aching or longing for one’s distant home.1 Homesickness is both a perceivable feeling and a romantic term. There is something childish about it. It is antiquated, yet current and relevant, since it throws open the question of one’s own identity, be it individual or collective, ethnic or cultural. What therefore can ‘home’ represent in times of globalized societies and where does this leave the meaning of ‘homesickness’? This question — and this applies to the whole exhibition project — may be understood as a focus both on the subjective phenomenon of the human being’s longing for a sense of belonging and on collective endeavours of cultural or ethnic groups to secure an identity of their own.

We need look no further than language use in order to find a contradictory reading: ‘Homesick’ — ‘to be sick of home’. Here the wish is expressed to leave home. The globalized world economy demands from the individual a form of modern nomadism; the home becomes a claustrophobic hell to be fled from. Escape means freedom. If the homesickness that is felt when away from home stands for a longing for security — for habit, for everyday life embedded in ritual — then the claustrophobic opposite of this longing consequently steps in when the ‘sense of belonging’ is no longer perceived as something positive but rather as a threat, i.e. when the home has become a cage (Latin: ‘claustra’). The house, as a metaphorical space-filler for the family, the dwelling, religion or a national or cultural identity, becomes a dungeon, a monastery, a place of destitution. This reverse side of ‘homesickness’ is not necessarily congruent with ‘wanderlust’ or the call of faraway places, both expressing a longing to discover the distant and unknown but not automatically involving the

Page 11: homesickcat

9

Útþrá, þrá eftir hinu framandi, betri aðstæðum handan fjögurra veggja heimilisins er einnig þáttur í viðfangsefni sýningaraðarinnar. Ögrun hins óþekkta, hins „exótíska“ (á grísku: exotikós = fyrir utan) er aflvaki persónulegra breytinga. Þó er „útþrá“ mun síður sameiginleg tilfinning en „heimþráin“. Fyrir utan tímabundna brottflutninga yfir sumarmánuðina hefur útþrá enga sérstaka þýðingu nema ef vera skyldi í afskekktum löndum með takmarkaðan íbúafjölda. Í þessu samhengi er áhugavert að beina athyglinni að íslenska orðinu „heimskur“ sem merkir vitgrannur um leið og það tengist þeim sem ekki hefur hleypt heimdraganum, sbr. „heimskt er heimaalið barn“. Vitur verður aðeins sá sem fer víða og safnar framandi reynslu. Þannig skapast fyrst á framandi slóðum svigrúm fyrir heimþrá.

Í gegnum aldirnar var heimþrá í ritum um læknisfræði og sálfræði flokkað með fagorðinu „nostalgia“, á íslensku fortíðarþrá eða þáþrá og á sumum tungumálum „svissneska veikin“. „Nostalgía“ (á grísku: nóstos = heimkoma og álgos = sársauki), sem í dag hefur fremur léttvæga merkingu, vísaði áður til „morbus genuinus“, sjúkdóms í sjálfu sér, sem álitinn var orsakast af missi kunnuglegs landslags, breyttu eðli andrúmsloftsins og öðru í umhverfinu.

„Nostalgia“ og „heimþrá“ eru hugtakasmíð svissneska læknisins Johannes Hofer í Basel sem í riti sínu Dissertatio medica de nostalgia, eða Heimþrá, frá árinu 1688 komst að þeirri niðurstöðu að vanlíðan svissneskra hermanna utan Sviss væri heimþrá sem lýsti sér í brenglaðri hæfni til að sjá fyrir sér hluti og framkallaðist

negation of home values. The opposite of homesickness is claustrophobia.

But ‘wanderlust’, the longing for the unknown, for something better that is beyond one’s own four walls, is also linked to this issue. The allure of what is exotic (Greek: exotikós = outside) is a motor for personal change. Here ‘wanderlust’ as a collective phenomenon is far less suitable than ‘homesickness’. With the exception of temporary mass exoduses during the summer holiday season, ‘wanderlust’ is only significant in countries characterised by low populations and geographical isolation. In this context the Icelandic word ‘heimskur’ is of relevance; it means ‘stupidity’ and actually describes someone who does not leave his or her home. Cleverness therefore entails being mobile and having ‘exotic’ experiences. Only then will faraway places grant the experience of homesickness.

For centuries homesickness was known under the medical term ‘nostalgia’ or ‘Swiss Illness’ and occupied a firm place in medical and psychological literature. Nostalgia (Greek: nóstos = return and álgos = pain), today used in a weakened form, was deemed a ‘morbus genuinus’, an illness unto itself caused by the loss of

familiar surroundings, the composition of the air or other environmental influences.

‘Nostalgia’ and ‘homesickness’ are terms created by the Basel

doctor Johannes Hofer, who in his book Dissertatio

medica de nostalgia, or Homesickness (Basel 1688), observed the complaints of Swiss soldiers serving abroad and came to the conclusion that homesickness was an attribute of an injured imagination triggered by images and sounds.

In the post-romantic era attempts were made to come

Cha

ntal

Mic

hel:

Dur

ing

the

Who

le T

im

e... C-p

rint, 1

30 x 130 cm, 2003/2004 ©

-

-

Page 12: homesickcat

einkum fyrir tilstuðlan mynda og tóna. Á tímum síðrómantíkur var reynt að nálgast fyrirbærið á sálfræðilegum forsendum. Í doktorsritgerð í geðlækningum Heimþrá og glæpir (1909) rannsakaði Karl Jaspers skýrslur tuttugu þjónustustúlkna sem í brjálæði drápu börnin sem þeim hafði verið treyst fyrir til að fá að fara aftur heim. Í þessum ákveðnu tilfellum sem leggja má til grundvallar almennrar ályktunar mátti greina stirðnaða mynd af heimkynnunum og öryggi heimilisins sem ekki var lengur fyrir hendi. Óumbreytanleg, fegruð mynd heimahaganna (í merkingu huglægrar samsemdar) ber í sér ógn yfirvofandi ofbeldis.

Hvað merkir „heimþrá“ á okkar tímum? Til að svara þessari spurningu verður fyrst að gaumgæfa þörf okkar fyrir heimili og sérstök heimkynni. Er það ekki tímaskekkja og þess vegna út í hött á því tímaskeiði mannkynssögunnar þegar lögmál hnattvæðingar eru allsráðandi að krefjast menningarlegrar og jafnvel þjóðernislegrar samsemdar? Jafnt í hagrænum sem menningarlegum, og þar með samfélagslegum, skilningi eru landamæri óðum að leysast upp. Fjölmiðlar flytja sömu fréttirnar samtímis um gervallan heiminn, stórverslanir bjóða alls staðar samskonar vörur. McDonalds er löngu orðin myndhverfing hnattræns viðskipta — og menningarheimsveldis. En felur þessi alheimsþensla sjálfkrafa í sér að sameiginlegur uppruni og samsemd hverfur? Og ef svo væri, er þá einhver skaði skeður? Er það að ríghalda í eigin sögu, halda í heiðri úrsérgengin gildi, hreinleika tungumálsins, ekki forsenda þjóðernislegrar og menningarlegrar stirðnunar sem á endanum verður aðeins varin með ofbeldi?

Hugleiðingar um fyrirbærið heimþrá vekja margvíslegar spurningar um samsömun og samsemd. Með orðinu „samsemd“ — á erlendum málum hið illþýðanlega „identity“ (á latínu eðliseining) — er vísað til summu eðliseinkenna sem leggja má til grundvallar aðgreiningar persóna og hluta. Eðli málsins samkvæmt má halda því fram að „samsemd“ sé varnarkerfi sem óaflátanlega er ógnað, tilvistarleg og um leið nauðsynleg barátta fyrir sjálfræði sem engan enda tekur.

closer to the phenomenon on a psychological level. In his psychiatric dissertation on Homesickness and Crime (1909), Karl Jaspers examined the cases of twenty maids who, hallucinating that they had finally been released to return home, killed the children they were caring for. In these concrete cases, which nonetheless allow generalizations to be drawn, a reinforced notion of the meaning of home was able to be analyzed as a fundament. A stagnant idea of home and its idealization (in the sense of a fundament of subjective identity) induces an outbreak of violence.

What does ‘homesickness’ mean in our era? The question initially demands looking at the meaning of home, of one’s ‘stamping ground’. But is it not anachronistic and therefore perhaps illegitimate to ask the question of cultural or even national identity during a phase of human history that is dominated by global laws? In economic and cultural fields, thus also in social areas, the boundaries are becoming less clear. The mass media convey the same news synchronically worldwide; supermarkets sell the same goods everywhere. McDonalds has long become a metaphor for globally commercial and cultural imperialism. Does this worldwide expansion automatically entail a loss of identity and authenticity? And if so, would that really amount to a loss? Can it not be said that holding on to one’s own history, passing down outdated values, cultivating language and upholding its purity is responsible for the form of national and cultural congealment in which violence also inheres?

Acquiring a concept for the phenomenon of homesickness consequently leads to the even more diversified issue of identity. By ‘identity’ (Latin: entity of being) we understand a sum of features by which people or things differ from others. From its very essence ‘identity’ can be interpreted as a defence mechanism under constant threat of failure, as a futile but existentially necessary battle for self-assertion.

Identity, nation and culture have something in common as far as their notional character is concerned; they are made necessary in their full forms and definitions by 10

Page 13: homesickcat

Spencer Tunick 11

11

Hugtökin samsemd, þjóð og menning eiga það sameigilegt að vísa til einhvers sem ekki er einstakt og verður því að skilgreina og útlista í hverju tilviki fyrir sig. Umræðurnar innan Evrópusambandsins um þjóðríkið eru gott dæmi um þetta. Hugmyndin um þjóðríkið, sem er 19. aldar hugtak og vísar til heildrænnar þjóðernisvitundar, er augljóslega andstæð samverkandi ríkjakerfi Evrópu. Menning af ákveðnum toga eða tengd ákveðnu svæði þarfnast ekki skilgreiningar fyrr en nauðsynlegt verður að aðgreina hana frá annars konar menningu eða hrinda yfirvofandi ógnun. Í tengslum við þátttöku lands í hnattvæðingunni hlýtur sú spurning að vakna hversu mikilvægir samfélagshættir landsins — tungumálið, listir, lífsstíll og saga — og menningarlegur bakgrunnur eru fyrir samsemdina?

Þegar lönd eins og Tyrkland, Ísrael, Sviss og Ísland eru spyrt saman í sýningaröð er samanburður lokkandi.3 Val þessara landa sem öll standa á jaðri Evrópusambandsins — ekkert þeirra er í sambandinu — er ekki tilviljun og samanburður á þeim forsendum getur aldrei orðið annað en leikrænn. Valið er dæmi um samsetningu, enda er markmið verkefnisins ekki að leita endanlegra svara heldur að spyrja spurninga, spurninga sem hafa mun víðari skírskotun en afmörkuð svör.

Auðvitað verður ekki vikist undan spurningunni um það hvers listin er megnug: Hvað hefur hún fram að færa í þessari umræðu? Er hún ekki í sjálfu sér afleiðing og tjáning ákveðins menningarlegs samhengis eða samsemdar, eða fylgir hún nú þegar lögmálum alþjóðlegra markaðslögmála (orðað á jákvæðari hátt: Er listin ekki fyrir löngu búin að yfirvinna þjóðernisleg og menningarleg landamæri með alþjóðlegu tungumáli sínu)?

Listamönnunum er hvorki uppálagt né vilja þeir að litið sé á þá sem fulltrúa hinna einstöku landa, né heldur er gerð til þeirra krafa um að lýsa aðstæðum í sínu heimalandi. Miklu fremur getur þessi (að því er virðist) gamaldags spurning um heimkynni andspænis þeirri staðreynd að fæstir listamannanna búa í því landi sem þeir fæddust í, eflt og frjóvgað verkefnið í heild. Þegar sjónum er beint utanfrá að eigin landi (eða annarra)

the fact that there is more than one of each of them. The question much discussed within the European Union of the ‘nation state’ serves as an example for this. The notion of the nation state, a term coined during the 19th century to describe an entity of national consciousness, stands in clear contradiction to the integrative system of a united Europe. The culture of an ethnic area does not require self-definition until it is confronted with or threatened by another. The global orientation of a country entails its society questioning the importance of defining its own identity — within language, art, lifestyle and faced with its own historical and cultural background.

When an exhibition project brings together countries like Turkey, Israel, Switzerland and Iceland, there is an obvious temptation to compare the countries.2 While the combination of countries on the edge of the European Union (i.e. non members) is by no means coincidental, a comparative approach could at best be adopted playfully. In principle, the selected combination of countries is to be judged exemplarily since the project is not about finding conclusive answers but much more about asking questions; these questions are more generally valid than specific answers.

Implicitly the question arises of art’s potential performance: What can art itself contribute to this discussion? Is art per se the result and expression of a specific cultural identity or does art itself meanwhile follow the laws of the global market (or to put it in a more positive way: Has art not long since overcome national and cultural borders, now expressing itself in an international language)?

The artists participating in this exhibition do not want to function as representatives of their respective countries, and for them it is not forcibly a question of describing the situation in their home countries. In fact, the seemingly antiquated or anachronistic questioning of ‘home’ and the very fact that most of the participating artists have long since left their native countries combine to produce a productive tension. Looking at our own country from outside (or someone

Page 14: homesickcat

Spencer Tunick 12

hlýtur (meðvitað eða ómeðvitað) að eiga sér stað ákveðin sjálfsskoðun sem kallar á persónulega afstöðu til heimkynna, það er að segja til eigin fortíðar.

Listamenn sýningarinnar nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum og af mismikilli tilfinningalegri ákefð. Hvort sem um er að ræða greinandi, félagslega gagnrýna eða huglæga nálgun er hér á ferðinni umfjöllun um mikilsverðan þátt mannlegs samlífs.

Við rannsókn fyrirbærisins „heimþrá“, sem yfirleitt er tengt persónulegri reynslu, fossa fram spurningar sem koma aftur og aftur að spurningunni um huglæga, menningarlega og þjóðernislega samsemd. Inntak þessara spurninga er umfram allt háð því hver spyr, frá hvaða sjónarhorni og í hvaða tilgangi. Þegar upp er staðið beinist öll þessi viðleitni þó að því að komast að einhverju um eigin tilvist.

Dr. Christian Schoen, forstöðumaður CIA.IS, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar

1 Íslenska orðið „heimþrá“, spænska orðið „anoranca“ sem og þýska

orðið „Heimweh“ (eldri merking orðsins „Weh“ er sársauki) meta

fyrirbærið sem andlega líðan eða tilfinningalegt ástand. Enska orðið

„homesick“ gefur hins vegar til kynna líkamlega vanlíðan líkt og franska

orðasambandið „maladie du pays“ og tyrkneska orðasambandið „sila

hasreti“. Hebreska á ekkert einstakt orð yfir fyrirbærið heldur er því lýst

sem „söknuði“ eftir heimili „lehitga´agea“.2 Latneska orðið „claustrophobie“ er á flestum tungumálum notað

lítt breytt yfir það sem á íslensku er yfirleitt vísað til með orðinu

„innilokunarkennd“.3 Ísrael (20.770 km2 /íbúafjöldi 6.278.883), Tyrkland (780.580 km2 /

íbúafjöldi 69.660.559), Sviss (41.290 km2 /íbúafjöldi:7.489.370) og Ísland

(103.000 km2 /íbúafjöldi: 296.737). Heimild: CIA World Fact Book, 2005.

else’s) always involves a certain measure of (deliberate or non-deliberate) self-analysis, which in the end calls for a personal stance on ‘home’ (i.e. to our own past) to be taken.

The artists presented in the exhibition approach the questions asked from different perspectives and with differing emotional intensity. Whether analytical, socio-critical or subjective, the approaches adopted provide opportunities to reflect on the central subject fields of human cohabitation.

Looking at the theme of ‘homesickness’ may begin within the subjective realm of personal experience, opening out into a cascade of questions, repeatedly revolving around subjective, cultural or national identity. The nature of these questions depends essentially on who is asking — and from where and with what intention. Ultimately, these endeavours merge into a questioning of our own existence.

Dr. Christian Schoen, director of CIA.IS Center for Icelandic Art

1 The Icelandic ‘heimþrá’ (heim = home, þrá = Sehnsucht), the Spanish

‘añoranca’ or even the present-day understanding of the German term

‘Heimweh’ (heim = home, ‘Weh’ is an antiquated word for ‘pain’) all

class the phenomenon as a state of mind or an emotional state, while the

English and the French (‘maladie du pays’) or the Turkish (‘sila hasreti’)

are interpreted as a physical ailment. Hebrew does not have a direct

word but instead describes ‘missing’ home (‘Lehitga’agea’).2 Israel (20,770 km2/population: 6,278,883), Turkey (780,580 km2/

population: 69,660,559), Switzerland (41,290 km2/population: 7,489,370)

and Iceland (103,000 km2/population: 296,737). Source: CIA World Fact

Book, 2005.

12

Page 15: homesickcat

Ólafur Árni Ólafsson & Libia Pérez de Siles de Castro 20 Minus Minutes. Platform Garanti Contemporary Art Center, Istanbul, 2003 ©

ljósmynd/photo: Gökay Sariös

Page 16: homesickcat

14

Af hverju þarf fólk að eiga heima einhvers staðar? Af hverju fer fólk að heiman? Af hverju snýr fólk, sem hefur farið í burtu, aftur heim? Ímyndum okkur farþegaflugvél sem er nýlent. Þegar hún keyrir að flugstöðvarbyggingunni heyrir kona í fjórtándu sætisröð sólbrúnan mann í næstu sætisröð segja við sessunaut sinn: „Gott að vera kominn aftur heim. Það er alltaf best heima“. Sólbrúni maðurinn er að koma heim úr þriggja vikna sumarfríi. Konan er ekki jafnviss í sinni sök. Hún hlakkar til og hún er kvíðin. Hún hefur búið í níu ár erlendis. Hún fór á sínum tíma í burtu vegna þess að henni fannst ömurlegt að vera heima. Nú er hún að velta því fyrir sér hvað það er að eiga heima einhvers staðar.

Auðvitað er hægt að ímynda sér mun dramatískari aðstæður þar sem fólk er að fara að heiman eða koma heim. Eftir heimsstyrjöldina síðari lentu milljónir Evrópubúa á vergangi og voru kallaðir „displaced persons“ sem verður að teljast frekar tæknilegt og skrifræðislegt heiti. Það er eins og herstjórn bandamanna hafi verið að tala um hluti sem hafa lent á röngum stað, en ekki fólk sem hefur misst heimkynni sín. Heimkynni þessa fólks voru of viðkvæmt mál. Öðru máli gegndi um 13 milljónir Þjóðverja sem eftir stríð neyddust til að flýja heimkynni sín í Austur-Prússlandi, Schlesíu og Súdetalandi og setjast að í Austur- eða Vestur-Þýskalandi. Þeir kölluðu sig sjálfir „Heimatvertriebenen“ til að leggja áherslu á að eitthvað mjög mikilvægt hefði verið tekið frá þeim, nefnilega heimkynni. Gríðarfjölmennir hvítasunnufundir hinna brottreknu fóru að vísu í taugarnar á mörgum Þjóðverjum sem fannst of mikill þjóðernisrembingur á ræðuhöldunum. Heimkynni eru pólitísk. Stundum snýst allt um þau, stundum má ekki nefna þau. Til eru dæmi um heilu þjóðirnar sem rækta

Why do people have to have a home somewhere? Why do they leave home? Why do they, once having left home, return? Imagine a passenger jet which has just touched down. As it proceeds to the air terminal building a woman in the 14th row hears a sun-tanned man in the next row say to the passenger in the next seat: “Great to be home. There really is no place like it”. The sun-worshipper has just arrived back from a three-week holiday. The woman is, however, not quite so sure of how she feels. She is excited, but her excitement is also mixed with trepidation. She has lived abroad for nine years. When she left, she did so because she hated the thought of being stuck at home. So now she ponders the question of what it actually means to have a home somewhere.

Of course one can imagine much more dramatic reasons as to why people leave or return home. In the wake of Word War II, millions of Europe’s citizens found themselves leading a nomadic life-style; there was even a name for them. They were stamped with the rather technical and bureaucratic title „displaced persons“. It sounded as if the powers-that-be were discussing a number of inanimate objects which had landed in the wrong place rather than members of the human race who had lost their home. These people’s homes were too delicate a subject to actually talk about out loud. A very different twist is, however, detected in the case of the 13 million Germans who, after the same war, were forced to flee their homes in Eastern Prussia, Schleswig and the Sudetenland and settle in East or West Germany. They themselves coined the term “the expelled from home” to stress the devastation they felt at losing what was of immense and vital importance to them; their homes. The size of the Whitsun meetings held by “the expelled” (Heimatvertriebene) certainly annoyed many

Homesick — Sick of Home Heimþrá — útþrá

Page 17: homesickcat

15

sjálfsmynd sína í gegnum sögur af því þegar þær voru neyddar til að yfirgefa heimkynni sín. Slík sjálfsmynd getur skapað mikla örvæntingu og hatur.

Reyndar eru áhöld um það hvort maðurinn eigi yfirleitt heima einhvers staðar. Samkvæmt þýska félagsfræðingnum Arnold Gehlen er maðurinn heimilislaus í ríki náttúrunnar. Heimkynni mannsins eru hans eigin tilbúningur. Dýrin eru öll búin sérstökum eiginleikum og eðlisávísun til að bjarga sér í umhverfi sínu. Maðurinn er ekki búinn neinni slíkri eðlisávísun, að áliti Gehlens. Hann er grimmur og hömlulaus eins og dýrin en ófullkominn og bjargarlaus miðað við þau. Hann er hið „óákvarðaða dýr“ segir Gehlen og vitnar í Nietzsche. Hann á ekki heima í hinu náttúrulega umhverfi, heldur í þeim heimi sem hann býr til sjálfur. Í stað eðlisávísunar, fullyrðir Gehlen, styðst maðurinn við stofnanir eins og ríki, fjölskyldu, hefðir og réttarskipan. Slíkar stofnanir gera manninum kleift að lifa af; þær aga hann og beina kröftum hans í rétta átt. Það segir sig eiginlega sjálft að Gehlen, sem kallaði sig „And-Rousseau“ þegar vel lá á honum, hafði lítið álit á þeim „ábyrgðarlausu menntamönnum“ sem vilja grafa undan stofnunum samfélags síns. Hin eiginlegu heimkynni mannsins eru, að áliti Gehlens, stofnanir samfélagsins.1

Margir hafa gagnrýnt þessar kenningar Gehlens og þeim er yfirleitt ekki mikið hampað, meðal annars vegna þess að akademískur frami hans hófst undir verndarvæng nasista. En kannski er eitthvað til í því hjá Gehlen að maðurinn þarfnast heimkynna sem einkennast af ákveðinni festu, það er að segja hefðum og reglum. Heimkynni eru óskrifaðar reglur sem gera okkur kleift að lifa og starfa án þess að þurfa sífellt að útskýra hver við séum, hvaðan við komum og hvað við ætlum að vera lengi. Við erum ekki heima hjá

Germans who considered that the speeches made there contained a little too much nationalistic feeling. The concept “home” is political. Sometimes everything revolves around this, while at other times it may not be mentioned. There are examples of entire nations who

cultivate their image based on legends from the times when they were forced to abandon

their home territory. Such national images can create a great deal of

despair and hatred.

It is indeed questionable whether man does actually have a home at any one particular place on this earth. According to the German sociologist Arnold Gehlen, man is without a home in the realms of nature. Man’s

concept of home is a mirage of his own invention. Members of

the animal kingdom are endowed with the special and natural ability

to survive in their environment. Man, however, is the exception and has no such

inherent instincts, according to Gehlen. Homo sapiens is just as cruel and merciless as other animals, but is imperfect and helpless compared to them. He is the “undefined animal” says Gehlen, quoting Nietzsche. He does not belong in a natural environment, but in a world of his own invention. Instead of trusting his own instincts, he puts his trust in institutions such as the state, the family, customs and judicial systems. Such institutions enable man to survive; they discipline him and channel his energies in the right direction. It is obvious that Gehlen, who described himself as “Anti-Rousseau” when he was on good form, regarded with contempt those “irresponsible intellectuals” who sought to undermine the institutions of their social environment. The real home of man is, in Gehlen’s opinion, the institutions of his society.1

Many have criticized these theories of Gehlen’s and they have not been greatly applauded, partly because his academic career had its beginnings under the

Nevin A

ladag: Voice O

ver. Skjámynd/Video still, 2006 ©

Page 18: homesickcat

16

okkur þegar við þurfum að útskýra hver við erum eða þegar við rekumst sífellt á samskiptareglur sem við þekkjum ekki. Það getur verið áhugaverð reynsla en það getur líka orðið þreytandi til lengdar. Heimkynni eru útilokandi. Þess vegna förum við aftur heim. Það er að segja, þangað þar sem við þurfum ekki að útskýra hver við erum og hvað við ætlum að vera lengi. Þegar við erum heima er allt kunnugt, ekki bara reglur, hefðir og stofnanir, heldur líka umhverfið, tungan, lyktin, minningarnar. Margir foreldrar sem hafa eignast börn sín erlendis fara að tygja sig til heimferðar þegar börnin komast á skólaaldur. Þeir vilja að börnin eignist sömu heimkynmi og þeir sjálfir hafa átt; sömu reglur, sama umhverfi, sömu lykt. Það hlýtur að vera tvennt ólíkt að sakna heimkynna sinna vitandi að maður getur alltaf snúið þangað aftur eða þegar maður veit að maður mun aldrei geta það.

Heimþráin er minni í ótal söngvum og sögum rétt eins og ástin og dauðinn. Hún var skilgreind í fyrsta sinn sem sjúkdómur í doktorsritgerð svissneska læknisins Johannes Hofers árið 1688. Þar greindi hann frá því að þegar svissneskir málaliðar heyrðu sungið svokallað Kuhreihen-kvæði ættu þeir á hættu að falla í „delerium melancholicum“ og strjúka úr hernum til að komast aftur heim. Þess vegna lá dauðarefsing við að syngja, leika eða blístra þetta lag svo svissneskir málaliðar í útlöndum heyrðu. En lagið var sungið í svissnesku Ölpunum þegar kýrnar voru reknar saman út á engi og mjólkaðar. Heimþráin var því kölluð „Schweizer Krankheit“ eða „mal du Suisse“. Annar Svisslendingur Johann Jakob Scheuchzer hélt því fram að heimþráin gæti verið lífshættuleg og að hún legðist frekar á fólk sem ætti heimkynni sín í fjallasveitum en fólk sem byggi niðri á láglendinu. Ástæðan væri sú að loftþrýstingur væri meiri á láglendinu og hann gæti stöðvað blóðrás þeirra sem byggju á „hæstu tindum Evrópu“.2

Kannski er kenning Scheuchzers rétt, en það mætti líka halda því fram að heimþráin leggist einkum á þá sem eiga heima í litlum löndum eða litlum stöðum þar sem allt er í föstum skorðum, mannlífið einsleitt og valkostir einstaklinganna frekar fáir. Útþráin,

sheltering wing of the Nazi Party. But there is probably some support for Gehlen’s theory that man requires a home which offers him stability, i.e. certain rules and traditions. Home is a compound of unwritten rules which allows us to live and work without being constantly obliged to explain who we are, where we come from and how long we are planning to stay. We are not at home in situations and places where we must tell others who we are, or where our interactions cause collisions with social niceties which we do not recognize. Being pitched into this situation can, of course, be an interesting experience but, through time, it usually becomes tiring.

Home is the end of an elimination process. This is why we return to our homes; to the place where we do not have to explain ourselves, who we are and how long we will be staying. At home all is familiar, not only the rules, institutions and traditions but also the language, smells, memories. Many parents who have been living abroad when their children were born begin to think about returning home when the children reach school age. They wish to provide their children with the same experience of home that they themselves were given; the same rules, environment, smells. It must be a totally different emotion to miss one’s home while knowing it is always possible to return, than to long for one’s country, in the certain knowledge that to go back is out of the question.

Homesickness is no less a theme of countless songs and stories than love and death. It was diagnosed first as a sickness in a thesis by the Swiss doctor Johannes Hofers in 1688. There he described how Swiss mercenaries, on hearing the Kuhreihen-poem sung, risked falling into a “delerium melancholicum” and would even resort to desertion in order to reach home. It was therefore decreed that the singing, acting or whistling of this poem within earshot of Swiss mercenaries abroad carried the penalty of death. But the song was sung in the Swiss Alps when the cows were herded together in the milking pastures. This homesickness was called “Schweizer Krankheit” or “mal du Suisse”. Another Swiss national, Johann Jakob Scheuchzer, maintained that homesickness could be life threatening and that

Page 19: homesickcat

17

löngunin til að komast burt getur líka verið sterkust hjá því fólki. Íslendingasögurnar fjalla um kappa sem fara utan til að geta sér góðan orðstír hjá norskum konungum fyrir skáldskap og hetjulund í stríði. Þegar þeir koma aftur heim eru þeir í flottum fötum og vekja aðdáun hvar sem þeir koma. En af því að þetta eru tragískar sögur gengur þeim illa að aðlagast hinum óskrifuðu samskiptareglum heimkynnanna og eru undantekningarlaust drepnir í sögulok. Engu að síður er það enn þann dag í dag talið mikilvægt á Íslandi að fara til útlanda í nokkur ár og afla sér þar menntunar og frama og koma svo aftur heim í flottum fötum. Heimskur er sá er heima situr.

Það eru helst stjórnmálamennirnir sem fara hvergi fyrr en þeir eru komnir á eftirlaun, því þeir eru hræddir um að detta niður úr valdastiga flokkanna og komast ekki þar að aftur. Þeir eru heimskir í upprunalegri merkingu þess orðs og slík heimska er óbærileg. Þröngsýnin er svo mikil,

those who lived in mountain areas were more prone to this disease than those living in the lowlands. His reason for this theory was that air pressure in the lower regions was higher and this could arrest the flow of blood in those who lived on “the highest peaks of Europe”.2

Perhaps there is something in Scheuchzer’s theory but it could also be said that homesickness mainly attacks those who have made their homes in small countries or small communities where everything is strictly regulated, life has little variety and few options are open to the individual. “Wanderlust”, the desire to break out, to escape, can also be strongest among such people. The Icelandic sagas are full of stories about adventurers who sail off to Norway to impress the Norwegian kings with poetic prowess or acts of valour on the battlefield. When they return to Iceland, they are clad in rich garments and inspire the awe of all who look upon them. But because these stories are also tragedies, these heroes find it well nigh impossible to adapt to the unwritten social rules of the local population and are, without exception, killed in the end. Nevertheless, it

is considered important in Iceland to go and live abroad for a few years to gain an education,

perhaps fame and fortune, then come back home in splendid array. “Stupid is the

one who sits at home” is a well-known Icelandic saying (the Icelandic word for

stupid is “heimskur”, which means “one who stays at home”).

It is mostly politicians and statesmen who stay at home and go nowhere until their retirement years; the fear of falling from party power and popularity and the uncertainty of being able to climb back up keeps them by their own hearthside. They are “heimskur” in the original sense

of the word and such stupidity is unbearable. The narrow-mindedness

is so overwhelming, horizons so curtailed, the lack of inspiration so

immense, and the opportunities so few.

Page 20: homesickcat

Home can be unbearable. Few have put the yearning to break free into words as brilliantly as Sigfús Daðason in his poem Escape where the writer longs to flee “the airlessness and self-satisfaction, the arrogance of minor devils, the moral glory of the bastards, the bliss of unquestioning obedience, the extolled conformity and the divine hypocrisy; away from the destitution of the spirit and numbness of life”. The poem is dedicated to Arthur Rimbaud who never did return home.3

Fifteen years ago, at the Museum of Modern Art in New York, a photographic exhibition was held which bore the title Pleasures and Terrors of Domestic Comforts.4 The overall impression given by many of the exhibits was that of snapshots taken in the home on various occasions. Many portrayed that certain security, peace and lack of worry which is only to be found within the four walls of one’s home. But in other pictures, through the apparent peace, one could glimpse that anxiety, boredom and repression which is the other side of home life. Home can be a haven but it can also be the abode of crippling oppression. It is a frightening feeling to be unable to go home, but being unable to escape from there is an even more diabolical curse. That is hell itself.

Hjálmar Sveinssonjournalist and philosopher

1 Arnold Gehlen (1904-1976): His most important works are Der Mensch

published in Germany in 1940 and Urmensch und Spätkultur in 19562 This piece of information I found in Historisches Lexikon der Schweiz

which can be accessed on the internet.3 Sigfús quotes the following line from Rene Char: “Tu a bien de fait

partir Arthur Rimbaud”. The poem To Escape (Að komast í burt) appears

in Fáein ljóð (A Few Poems), 1977, Reykjavík4 The programme for the exhibition contained an informative foreword

by the director of the exhibition Peter Galassi.

18

sjóndeildarhringurinn svo smár, andleysið svo yfirgengilegt, tækifærin svo fá. Heimkynnin geta verið svo óbærileg. Fáir hafa orðað þrána að komast burt jafn glæsilega og Sigfús Daðason í ljóðinu Að komast burt þar sem ljóðmælandinn þráir að komast burt úr: „loftleysinu og sjálfsánægjunni, hroka smádjöflanna, siðferðisdýrð þrjótanna; burt frá hinni sæluríku fylgispekt og hinu dáða uppburðaleysi og hinni guðdómlegu hræsni; burt frá allsleysi andans og doða lífsins… “. Ljóðið er reyndar tileinkað Arthur Rimbaud sem kom aldrei til baka.3

Fyrir fimmtán árum var haldin ljósmyndasýning í Nútímalistasafninu í New York sem bar heitið Pleasures and Terrors of Domestic Comforts.4 Yfirbragð margra myndanna á sýningunni minnti á skyndimyndir sem eru teknar inni á heimilum við ýmis tækifæri. Margar þeirra sýndu þá vissu öryggiskennd, friðsæld og áhyggjuleysi sem finnst aðeins innan veggja heimilisins. En í gegnum heimilislega friðsældina á sumum þessara mynda glitti í kvíða, leiða og bælingu af því tagi sem aðeins er til heima. Heimilið getur verið griðastaður, en þar getur líka verið andrúmsloft lamandi kúgunar. Það er vont að komast ekki heim, en það er enn verra að komast ekki burt. Það er helvíti.

Hjálmar Sveinsson

útvarpsmaður og heimspekingur

1 Arnold Geheln (1904-1976): Meginverk hans eru Der Mensch sem

kom út í Þýskalandi 1940 og Urmensch und Spätkultur sem kom út 1956.2 Þennan fróðleik fann ég í Historisches Lexikon der Schweiz en það er

aðgengilegt á netinu.3 Sigfús hefur eftirfarandi ljóðlínu eftir Rene Char: „Tu a bien de fait

partir Arthur Rimbaud“. Ljóðið Að komast í burt birtist í Fáein ljóð,

1977, Reykjavík4 Sýningunni fylgdi sýningarskrá með fróðlegum formála eftir

sýningarstjórann Peter Galassi.

Page 21: homesickcat

Chantal Michel er fædd árið 1968 í Bern í Sviss og sviðsetur sjálfa sig í ljósmyndum sínum, myndbands- verkum og gjörningum. Hún notar eigin líkama, oftast grímuklæddan eða umbreyttan í þeim tilgangi að afhjúpa ómeðvituð hegðunarmunstur. Oft gerir hún þetta á stöðum sem hún þekkir ekkert til. Í ljósmyndaröðinni During the Whole Time... má sjá hana við þessa iðju í gömlum, notuðum vistarverum sem hafa þó augljóslega verið yfirgefnar. Heimilið sem staður hinnar verndandi fjölskyldu verður að leiksviði fyrir barnslega, fjarstæðukennda leiki.

Born in 1968 in Bern, Switzerland, Chantal Michel stages herself in her photography, videos and performances. She uses her own body, mostly disguised or transformed, in order to reveal unconscious behaviour patterns. She often does this in confrontation to places unknown to her. In the photo series During the Whole Time… she can be seen acting in living quarters that appear lived-in yet are clearly deserted. Home as a place of protective familiarity becomes the stage for childlike-surreal play.

19

During the Whole Time the Children Grew and Grew and Stated only the One Question, While the Baffled Grownups with Their Marvelous Smiles Kept on Shrinking and Shrinking. Series of 9 photos: C-print, 130 x 130 cm, 2003/2004 ©

Page 22: homesickcat

Í ljósmyndum þínum og myndbandsverkum heimsækir þú oft staði og ferð þar í gerfi hins fullkomlega ókunnuga og utangarðs. Finnst þér nánd og öryggi heimilisins vera ógnað? Ertu að sviðsetja löngun eftir því að finnast maður heyra einhvers staðar til?Öllu er ógnað — stöðugt. Ekki bara heimili okkar. Jú, ég þrái að finnast ég tilheyra einhvers staðar. Og verk mín tjá þessa löngun. Löngunina eftir að finna sjálfan sig með sjálf-umbreytingum. Þegar ég kem inn í herbergi finn ég hvort ég get treyst því. Ekki ólíkt og í nýju sambandi. Spurningin snýst um tryggð, eða afneitun. Og um jafnvægi milli hluta og fólks, milli gærdagsins og dagsins í dag, milli fegurðar og hryllings.

Myndröðin During the Whole Time... sýnir þig í niðurníddri og yfirgefinni íbúð. Var einhver ákveðin ástæða fyrir því?Já, vissulega. Þetta hús er til — var í alvöru til. Ég bjó það ekki til; það hefði ég aldrei getað gert. Og ég vil ekki segja hvar þetta hús er. Eldri maður sem mér hafði alltaf fundist heillandi átti það. Hann varði öllu lífi sínu í að safna hlutum sem hann tók með sér heim og hafði hjá sér. Að lokum lá hann lamaður á elliheimili og húsið hans féll hægt og örugglega í niðurníðslu; það rigndi inni í því, veggirnir svignuðu og hver einasti hlutur sem hann átti rotnaði, allt myglaði og dró að sér undarlegustu kvikindi. Einu sinni fór ég með litla postulínskind úr húsinu til hans á elliheimilið; stuttu áður en hann dó gaf hann mér hana til eignar. Ég átti að fóðra hana og hugsa vel um hana.

Hvaða merkingu hefur „heimili“ fyrir þig?Það er staður þar sem ekkert og enginn truflar, þar sem ég get verið ég sjálf. Staður þar sem ég sef og vinn, þar sem mér líður vel, get búið til minn eigin heim og þarf ekki sýna neinum tillitssemi. Heimili er staður þar sem enginn nær til mín.

Í ljósmyndaröðinni Egypt Family (2002) ferðu inn á heimili fjölskyldna í Kairó — rýfur friðhelgi einkalífsins í annarri menningu. Bætir þetta þjóðfræðilegri vídd við verkið?Þetta eru stór orð. Hvað á ég að segja? Þjóðlegar skilgreiningar hafa ekki mikla merkingu í mínum huga; ég get rekist á eitthvað framandi fyrir utan mínar eigin útidyr.

For your photo and video works you often take yourself to places where you cast yourself as an alien. Do you see the intimacy and security of home as being under threat? Are you staging a longing for the feeling of belonging?Everything is under threat — constantly. Not only one’s home. Yes I do long for the feeling of belonging. And my work speaks of this longing. It’s the longing to find oneself through self-transformation. When I enter a room I sense whether I can confide in it. It’s like in a budding relationship. It’s about devotion — or about denial. And about the balance between things and people, between yesterday and today, between beauty and horror.

The photo series During the Whole Time… shows you acting in a depleted, completely dilapidated and deserted flat. Is there a concrete motivation for this?Yes, certainly. The house exists — has indeed existed. I didn’t invent it; that would go beyond my powers. And I won’t say where the house is located, either. It belonged to an elderly man who I always found fascinating. He spent his whole life collecting things that he took home with him and lived with. In the end he lay lamed in an old people’s home and his house slowly fell into disrepair; it rained inside, the walls collapsed and his entire belongings rotted, everything was mouldy, inhabited by strange animals. Once I brought him a small porcelain sheep that I took from his house and gave to him when he was in the home; shortly before he died he gave it to me to keep. I was to feed it and look after it well.

What does ‘home’ mean for you? It’s where I can be undisturbed, where I can be by myself. Where I sleep and work, where I feel comfortable, can create my own universe and don’t have to show consideration for anyone else. Home is where I’m unattainable.

In the photo series Egypt Family (2002) you go into the homes of families in Cairo — you penetrate the intimate sphere of another culture, as it were. Does this lend an ethnographical dimension to your work?That’s a big word. What can I say? National categories mean little to me; I can find something foreign outside my 20

Page 23: homesickcat

Einhvern veginn var Kairó mér nánari en Zürich. Það sem gerðist var þetta: Mér var boðið til Kairó til að halda þar sýningu. En ég vildi meira. Ég vildi læra eitthvað af þessari menningu og þar sem ég stóð í miðri stofunni minni varð mér allt ljóst. Fólk leggur menningu sína fyrir fætur mér án þess að segja eitt einasta orð um hana. Ég held að ég hafi líka þjóðfræðilega sýn á mína eigin menningu. Ég hef áhuga á undirstöðum þeirrar hegðunar okkar sem við erum meðvituð um.

Verk þín eru oft óróleg, ágeng og nokkuð yfirþyrmandi, valda innilokunarkennd. Getur verið að þarna skíni hugsunarháttur heimalands þíns, Sviss, svolítið í gegn?Ég held ekki. Ég er miklu frekar mótuð af hugsunarhætti smáborgarans. Og það er ekki mikill munur á þeim hugsunarhætti í Frakklandi eða Þýskalandi. Má vera að mér finnist ég takmörkuð af reglum í daglegu lífi, af því sem maður verður að gera til að vera fullgildur í okkar samfélagi. Við skulum ekki vanmeta Sviss; það er eitt nútímalegasta og alþjóðlegasta land sem ég þekki. Hér get ég gert hvað sem er án takmarkana. Og fjöllin sem krýna umhverfið þar sem ég bý, þau takmarka mig ekki; þau kveikja í ímyndunarafli mínu.

Ég spurði þig áðan út í „heimilið“ og það að vera „heima“. Hversu mikilvæg er tengingin við menningu og sögu þíns heimalands?Allir eru mótaðir af uppruna sínum, en „saga Sviss“ er í mínum huga óhlutbundið orðalag sem ég hef engin tengsl við. Sviss sem „heima“, sem „heimaland“? Jú, ef átt er við tilfinningaleg tengsl við fólk og staði. En ég get líka ímyndað mér að verða ástfangin af náttúrunni á Íslandi, jafnvel þótt þar sé mjög kalt.

Erum við ekki öll orðin heimsborgarar undir hnattvæðingarlegum áhrifum miklu fremur en staðbundnum?Hnattvæðing er viðskiptalegt fyrirbæri, en sem menningarlegt afrek er hnattvæðingin fláráð. Fólk sem trúir því að það hafi orðið fyrir einhverjum hnatt-væðingaráhrifum hefur of háar hugmyndir um sjálft sig.

own front door. Somehow Cairo seemed closer to me than Zürich. What happened was this: I was invited to Cairo in order to do an exhibition there. But I wanted more. I wanted to learn something from that culture, and as I stood in the middle of my living room it all became clear to me. The people laid their culture at my feet without saying a single word about it. I think I also have an ethnological look on my own culture. I’m interested in those fundaments of our behaviour that are conscious to us.

Your works often contain something unsettling, oppressive and claustrophobic. Could it be that the mentality of your native Switzerland is showing through here a little?I don’t think so. It’s rather the petit bourgeois background that shaped me. And that isn’t all that different in France or Germany. I maybe feel restricted by the rules of everyday life, by what you have to do in our society in order to function. We shouldn’t underestimate Switzerland; it’s one of the most modern and cosmopolitan countries I know. For me everything is possible here, without restrictions. And the mountains that tower over where I live, they don’t restrict me; they fire my imagination.

Earlier on I asked you about ‘home’. How important to you is the reference to the culture and history of your native country?Everyone’s marked by his or her origins, but the ‘history of Switzerland’ — for me it is an abstract term with which I have no rapport. Switzerland as home? Yes, if that denotes emotional ties to people and places. But I can also imagine falling in love with the nature of Iceland, even if it is supposed to be very cold there.

Have we not meanwhile become citizens of the world, affected more by global influences than by local ones?Globalization is an economic phenomenon, but as a cultural achievement it’s very deceptive. People who believe they have been influenced by anything global are expecting a bit much from themselves.

21

Page 24: homesickcat

Guy Ben-Ner, fæddur árið 1969 í Ramat-Gan, er einn þekktasti samtímalistamaður Ísraels. Áður en hann hóf framhaldsám við Columbia háskólann í New York árið 1996 hafði hann lokið listnámi í Tel Aviv. Myndbandsverk hans vísa oft til ólíkra forma kvikmynda og sjónvarpsmynda. Í verkinu Tree House Kit, sem sýnt var á Feneyjatvíæringnum árið 2005, nýtti hann sér framsetningarmáta kennslumynda. Venjulega leikur Ben-Ner sjálfur aðalhlutverkið í myndbandsverkum sínum en fjölskylda hans fer einnig oft með mikilvæg hlutverk. Verkið Berkeley´s Island er aðlögun að sögu Daniels Defoes um Robinson Krúsó. Eyðieyjan er lítill sandhaugur með tilbúnu pálmatré sem hefur verið komið fyrir í eldhúsi listamannsins. Í myndbandsverkum sínum tekst Guy Ben-Ner á við andstæður milli sjálfverulegrar vitundar, sem gengur út frá því að allur heimurinn byggist á skynjun einstaklingsins, og tilvistarlegrar vitundar í anda Sartre sem lítur svo á að sjálf mannsins ákvarðist af skoðun annarra.

Born in 1969 in Ramat-Gan, Guy Ben-Ner is one of Israel’s best-known contemporary artists. In 1996 he graduated in art in Tel Aviv before continuing his studies at Columbia University in New York. His videos frequently refer to different genres of film and television. For his Tree House Kit, which he presented at the 2005 Venice Biennale, he uses a school instruction film. In his video works he mostly plays the protagonist himself, although the rest of his family is also often involved. Berkeley’s Island is an adaptation of Daniel Defoe’s Robinson Crusoe. The desert island consists of a pile of sand and an iconic palm tree stuck in the middle of Ben-Ner’s kitchen. In his video Guy Ben-Ner tackles the opposition between a solipsistic consciousness, that believes that all the world depends on personal perception, and an existential consciousness such as Sartre’s , that believes our sense of self derives from the gaze of the Other.

Guy Ben-Ner

22

Berkeley´s Island. Skjámynd/Video still, 1999/2006 ©

Page 25: homesickcat

Þú fluttir með fjölskyldu þinni frá Ísrael til New York fyrir nokkrum árum. Er New York þín nýja heimaborg? Eiginlega ekki. Við áttum í nokkrum erfiðleikum með að aðlagast — eins og hver önnur fjölskylda sem flytur á nýjan stað, ímynda ég mér. En nú höfum við eignast fjölda vina. New York er risastór borg full af útlendingum svo manni finnst maður strax vera kominn heim. Það er nefnilega þannig að meðal útlendinga finnst manni maður sjálfur ekki vera útlendingur. Um það leyti sem okkur var farið að líða eins og heima hjá okkur hér fékk ég styrk til að vinna í Berlín, þannig að við flytjum bráðum þangað — og ég hef ekki hugmynd um hvar eða hvernig við komum okkur fyrir þar.

Hvernig höfðu tengsl þín við þitt eigið heimalad þróast? Færðu heimþrá?Auðvitað fæ ég heimþrá. Eða kannski frekar vina-þrá því ég sakna mest minna góðu vina í Ísrael. Í hvert sinn sem ég fer þangað í heimsókn finn ég betur og betur að ég á ekki heima þar lengur; í rauninni finnst mér ég hvergi eiga heima, jafnundarlega og það kann að hljóma. Kannski krefst það ákveðins tíma að finna sig heima á ákveðum stað, kannski verð ég hreinlega að gefa þessa hugmynd „að eiga heima“ einhvers staðar upp á bátinn. Þó verður ekki framhjá því litið að ég bjó í 31 ár í Ísrael, þannig að skiljanlega hef ég orðið fyrir áhrifum frá listamönnum þar. Þig langar kannski til að vita hvers vegna ég fór? Í fyrsta lagi var ég orðinn þreyttur á pólitískum aðstæðum í landinu, þreyttur á að hlusta á fréttir á klukkutíma fresti, þreyttur á því að allt sem snerti samfélagslegt líf var litað stöðugum ótta, sem þrengdi sér líka inn í einkalífið. Skyndilega var komið að því að ákveða sig, nú eða aldrei. Ákvörðunin hafði ekkert með framavonir að gera. Ég byrjaði á því að fara í listaskóla í New York vegna þess að það var eina leiðin til að fá landvistarleyfi fyrir okkur öll fjögur.

Fjölskylda þín er oft þátttakandi í verkum þínum, þau fara með hlutverk í myndbandsverkunum eins og þú sjálfur. Og í verkinu Berkeley’s Island er heimili þitt sviðsmyndin. Er þessi einkaheimur raunverulegur eða hugsaður sem myndlíking?Segja má að hann sé raunverulegur vegna þess að þessi aðferð við að skapa listaverk hefur margvísleg áhrif á

Several years ago you moved with your family from Israel to New York. Has the city become your new home?Not really. We had a tough time adjusting — I guess like any family moving to a new place. Meanwhile we’ve made many friends. New York is a monstrous city but it’s a city of foreigners, so you immediately feel at home. And isn’t the following point interesting: You don’t feel like a foreigner when you’re among foreigners? As soon as we’d started to feel more comfortable here I got a grant for Berlin, which means we’ll be moving there soon — and we have no idea where or how we’ll be living once we’re there.

How was your relationship to your home country developing? Do you feel homesick? Sure I feel homesick. Maybe a bit more friends-sick because I miss my good friends more than anything. Whenever I go back to Israel I realize that it´s no longer my home and that — strangely enough — I don’t feel at home anywhere. Maybe it just takes time to feel at home elsewhere, or maybe this whole concept of ‘feeling at home’ is something I’ll now have to give up. Since I spent the first 31 years of my life there it’s understandable that most of the influences on my work have come from Israeli artists. You may ask me why I left. First of all because we were getting tired of the political situation, of listening to the news every hour, of experiencing social affairs with such a high level of anxiety within the sphere of our private life. Also it was quite simply a question of now or never. It certainly wasn’t a career move. I went to art school in New York just because that was the only way to get a visa for the four of us.

Your family is very often a part of your work — in the sense that they are acting with you. And as in the video Berkeley’s Island your home is the arena for the play. Is the privacy you’re presenting real or metaphoric?I could say it’s real because this kind of art-making affects all of us in many ways. There’s no studio and the whole process from beginning to end happens in front of the kids etc. So the intimacy you get to see as a viewer

23

Page 26: homesickcat

okkur öll. Ég er ekki með neina vinnustofu þannig að allt ferlið frá upphafi til enda á sér stað fyrir framan börnin mín og aðra sem eiga leið um. Þannig er nándin sem áhorfandinn verður vitni að í verkinu ósvikin. Hins ber þó að gæta að þegar myndavél er beint að ákveðnum veruleika þá hættir sá veruleiki að vera raunverulegur. Þess vegna sviðset ég skáldaðar frásagnir með fjölskyldu minni frekar en að halda dagbók yfir fjöl-skyldulíf okkar. Stundum er sagt að sannleikurinn birtist í því skáldaða. Sviðsetning leikrits um ókunnugt fólk segir meira um valdahlutföllin í fjölskyldu minni en myndbandsupptaka af „raunverulegu lífi“ okkar. Þetta er leikrit í leikritinu og þegar horft er á mynd-bandsverk mitt þá fer áhorfandinn ekkert endilega að hugsa um Robinson Krúsó, heldur um það hvernig það er að búa til kvikmynd heima hjá sér.

Eigi að síður er þessi mynd af einmana manni á eyju mitt í venjulegu eldhúsi mjög sterk. Fáránleikinn sem blasir við leiðir hugann að nauðsyn þess að fullnægja frumþörfum jafnt sem gerviþörfum, en um leið er verið að undirstrika einmanaleika manneskjunnar. Er þetta ekki grunnur einhvers sem kalla mætti „heima“? Auðvitað, að búa til sína eigin eyju heima hjá sér er líkt og einkaheimili innan heimilisins, eins og Robinson Krúsó í hinni svissnesku Robinson fjölskyldu. Verkið fjallar í rauninni ekki svo mikið um heimili heldur um þrána eftir einkarými, eyju sem er, þegar allt kemur til alls er aðeins ímyndun heimilismanna — þrá eftir næði til að hugleiða hvernig hægt sé að búa til list umkringdur litlum börnum sem kalla þig „pabba“. Í öðru samhengi má líta á verk mín sem grunninn að einhverju sem kalla mætti „landið mitt“. Ísrael er pólitísk og menningarleg eyja í Miðausturlöndum. Land sem ekki er hægt að yfirgefa á bíl — bara með skipi eða flugvél. Í mínum huga er það skilgreiningin á eyju.

is ‘authentic’. On the other hand no reality is real once a camera is directed at it. That’s why I stage a fictive narrative with my family rather than just recounting a family diary. There is a beautiful laconic saying that truth comes in the form of fiction. To stage a play about other people would reveal more about my family’s power structure than if I were to make a confessional video. It’s a play within a play, and when you’ve seen my video you don’t necessarily think about Robinson Crusoe, but rather about the situation of making a home movie.

Nevertheless, this lonely man on an island in the middle of a kitchen is a very strong image. It’s absurd; it recalls the necessity of satisfying primary and secondary needs on the one hand while underlining the lonesomeness of the human being on the other. This is the basis for something you could call ‘my home’, isn’t it?Sure, to build your own island at home is kind of a private home inside your home, like Robinson Crusoe within the Swiss family Robinson. So it’s not so much about home as about the longing for a private island, which is, after all, a fantasy of the home dweller — a longing for some privacy to meditate about the way one can continue making art; studio work, while surrounded by little kids who call you ‘Dad’. On a different level, it’s the basis of something you can call ‘my country’. Israel is a political and cultural island in the Middle East. And you cannot leave the country by car — only by boat or by plane. That qualifies it as an island for me.

24

Berkeley´s Island. Skjám

ynd/Video still, 1999/2006 ©

Page 27: homesickcat

Haraldur Jónsson fæddist árið 1961 af íslenskum foreldrum í Helsinki og hefur búið — með nokkrum hléum — í Reykjavík frá því hann var þriggja ára gamall. Haraldur er ekki formalisti. Hann leyfir sjálfum sér ekki að bindast einu sjónrænu tungumáli. Hann teiknar og skrifar. Hann fremur gjörninga og býr til myndraðir og innsetningar. Hann skapar rýmislegar aðstæður þéttskipaðar vísunum sem kalla fram sterk viðbrögð áhorfandans. Markmið hans er að skapa líkamlega tengingu gegnum skynjunina annars vegar og gegnum túlkun hins vegar. Þessu fer þó aldrei fram sem einhvers konar líkamlegri árás heldur með fínlegum og kurteislegum hætti. Innsetning hans í Listasafninu á Akureyri, Krumpað myrkur, stillir áhorfandaum upp andspænis hraunbreiðu pappírs, risavöxnu formgerðu tómi.

Haraldur Jónsson was born in 1961 as the son of Icelandic parents in Helsinki and has lived — with interruptions — in Reykjavík since he was three years old. Haraldur is not a formalist. He does not allow himself to be tied to one visual language. He draws and writes. He performs acts and creates photo series and installations. He initiates space-oriented situations spiked with associations that generate sensations within the viewer. His aim is to create a physical rapport via perception on the one hand and via interpretation on the other. But this is never undertaken as a physical frontal attack; it takes place discreetly and subtly. His site-specific installation at the Akureyri Art Museum, Crumbled Darkness, confronts the viewer with a lava field of paper, a monstrous form of void.

Haraldur Jónsson

25

Krumpað myrkur/Crumbled Darkness. Innsetning/Innstallation, 2006 ©

Page 28: homesickcat

Þú lýsir verkum þínum oft sem „sállíkamlegum skúlptúrum“. Geturðu útskýrt það?Orðalagið gerir ráð fyrir eins konar samskiptum milli líkama og umhverfis hans — útbýr hug þinn eða líkama með hlut eða innsetningu. Á vissan hátt er þetta ástand sem gerir ráð fyrir að vera samtímis inni í og fyrir utan líkamann. Það tengist „inter-est“, sem bókstaflega þýðir „að vera mitt á milli“. Dæmi um sállíkamlegan skúlptúr gæti verið sokkur eða hanski: Þegar þú snýrð sokk eða vettlingi við, breytast tengsl þín við hlutinn.

Huglæga vitundin virðist vera markmið þitt. Heldurðu að rætur þess liggi í barndómnum (þú vísar til barnaheimilis, fjölskyldunnar og heimilis í öðrum verkum þínum)?Ég er mjög meðvitaður um þá staðreynd að tilfinninga-veður bernskunnar, ásamt öðrum strúktúrum sem umkringja okkur öll, móta og skilyrða það hvernig við finnum til og skynjum þær aðstæður sem við erum í hverju sinni. Þessi staðreynd er ótæmandi uppspretta hugljómunar. Margföld lög minnisins í mismunandi efnivið opna fyrir ólíka líkamlega og skynjanlega möguleika — sem og mótsagnakennd hugrenningatengsl.

Er þessi „ótæmandi uppspretta“ uppruni þess sem við köllum „heima“?Hin ótæmandi uppspretta tengist frekar líkamanum, hvernig hann skráir og íhugar reynslu. Orðið „heima“ er miklu erfiðara orð. Það vísar ekki nákvæmlega til sérstaks staðar eða lands heldur til tilfinningalegs og andlegs rýmis. Þar finnst þér þú tilheyra án þess að þú hafir nokkur skilríki eða kort til að sanna það. Jafnvel ekki sameiginlegt tungumál.

Hvernig nálgast þú „heimþrána“?Orðið heimþrá vekur margvíslegar tilfinningar. Það er í rauninni sprengjubelti áhrifa. Sum þessara áhrifa tengjast líkamanum jafn mikið og ákveðnum stöðum. Að þjást af heimþrá er sállíkamlegt ástand, ekki ólíkt svima eða því að roðna fullkomlega að ástæðulausu. Eða eins og að steinrenna skyndilega. Það er þetta ómögulega sem hylur heildina. Heimþrá tengist innilokun. Eða þörfinni til að yfirgefa eigin líkama í

‘Psychosomatic sculptures’ is a term you often use to describe your work. Can you explain what it means?The term indicates a form of interaction between the body and its surroundings — equipping your mind and body with an object or an installation. In a way it’s a state of being both inside and outside the body. It refers to the ‘inter-est’, which literally means ‘being between’. An objective example of a psychosomatic sculpture is a sock or a glove: The moment you turn it inside-out, your relationship to that object changes.

The subjective consciousness seems to be your target. Do you think the roots for this lie in childhood (as you refer to kindergarten, family or home in other works of yours)?I am quite conscious of the fact that the emotional weather of childhood, along with the diverse structures that surround each and every one of us, shape and condition the way we feel and perceive actual circumstances. This very fact is a bottomless well of inspiration. The multiple layers of memory in different materials open up various physical and sensory possibilities — as well as contradictory associations.

Do you see in this ‘bottomless well of inspiration’ the origin of what we call ‘home’? The bottomless well is more of a reference to the body, how it registers and reflects experience. The term ‘home’ is a more problematic term. It’s not exactly a particular place or country but an emotional and mental space. It’s where you feel a sense of belonging without having any actual documents or a map to prove it. Or even a common language.

What is your approach toward ‘homesickness’?The term homesick, or “heimþrá” in Icelandic, evokes diverse emotions. It’s actually a minefield of impressions. Some are closely related to the body as well as to certain places. Being homesick is a psychosomatic state, just like vertigo or the act of blushing for no reason at all. Or simply being petrified all of a sudden. It’s the impossible that envelops the whole. Homesickness is related to claustrophobia. As 26

Page 29: homesickcat

þeim tilgangi að finna til nándar við hið fjarlæga. Þegar vegabréfið þitt gildir ekki lengur. Það felst í því að flytja meltingarveginn út fyrir og inn í rýmið sjálft. Þarmarnir umkringja þig frá öllum hliðum en þú getur samt snúið höfðinu í aðrar áttir. Heimþrá er tóm eyðimörk. Heimþrá er að eiga ekki lengur orð, vera gjörsamlega orðvana. Að vera í rými þar sem engin þýðing er til. Heimþrá er tilfinning sem kemur út úr blámanum, hún er orðvana blessun í dulargerfi.

Ertu með landslagsinnsetningu þinni úr svörtum pappír með titlinum Krumpað myrkur, sem þú bjóst til fyrir þessa sýningu, að gera orðleysið eða tómið formrænt og sálfræðilega sýnilegt?Það getur verið einn lestur verksins. En innsetningin er einfaldlega það sem hún er. Ég kæri mig eiginlega ekki um að orða þetta of mikið. Þetta er örugglega ekki myndskreyting. Svartur pappír hefur margar skírskotanir og allir geta haft sín eigin persónulegu tengsl. Pappírinn var algerlega gegnvættur í bleki, bókstaflega eins og allt hefði verið skrifað niður og ekkert væri frekar að segja. Eða eitthvað brunnið, jafnvel heimsendauppdráttur af formleysinu. Þú ræður.

Heldur þú að Íslendingar hafi meiri tilhneigingu til heimþrár en aðrir?„Heimþrá“ hefur margskonar merkingu. Það vísar til einhvers konar sársauka eða söknuðar eða fortíðarþrár. En það getur líka, samkvæmt enskunni „homesick“, þýtt að að vera sjúkur af heimilinu, að þú sért búinn að fá nóg af því öllu. Íslenska orðið „heimþrá“ tengist hins vegar lýsingarorðinu „þrár“, það er þrjóskur, en getur líka vísað til kjöts sem ekki er lengur neysluvænt. Ég held að Íslendingum hætti sérstaklega til heimþrár. Þeir tengjast þessari eyju án nokkurrar augljósrar ástríðu eða ástæðu. Þeir hafa frekar átakanleg, jafnvel meinafræðileg tengsl við hana. Það er ákveðin tegund af þráhyggju, einhvers konar blóðskömm, sem einkennir andlega íslensku heimþrána. Það er íslenska heilkennið.

well as the need to leave one’s own body in order to experience the closeness of the faraway. When your passport is no longer valid. It’s the act of moving the intestines to the outside and into the room itself. It surrounds you on all sides but there is still a possibility to turn your head in the other direction. It’s an empty desert. Homesick is being out of words, absolutely mute. It’s being in a space without translation. Homesickness is an impression out of the blue and a non-verbal blessing in disguise.

Is the landscape-like installation made of black paper with the title Crumbled Darkness, created by you for this exhibition, a formal and psychic visualisation of the mute or the void?This can be one reading of the work. But the installation is simply what it is. I don’t feel like verbalizing it too much. It’s certainly not an illustration. Black paper has many references and everyone makes their own personal connection. It’s totally soaked in ink, literally, as though everything had been written down and there was nothing more to say. Or something burnt, even an apocalyptic depiction of the formless. It’s up to you.

Do you think Icelanders are more prone to suffer from homesickness than others?‘Homesickness’ has multiple meanings. It signifies some kind of pain or missing or nostalgia. But it can easily mean the state of being sick of home, when you’ve had enough of it all. The Icelandic word “heimþrá” is related to the adjective “þrár” meaning a stubborn person, but it can also signify old meat that’s no longer good for consumption. I think Icelanders are particularly vulnerable to homesickness. They do stick to this island, but without any obvious passion or reason. They tend to have a pathetic, even a pathological relation to it. There is a certain kind of obsessive and even incestuous mentality which characterises the Icelandic version of homesickness. That’s the Icelandic syndrome.

27

Page 30: homesickcat

Katrín Sigurðardóttir, fædd 1967, býr í New York. Í list sinni vinnur Katrín með skynjun okkar á rýminu og leikur sér að minningum sem skúlptúrar hennar og innsetningar kveikja innra með áhorfendum. Oft býr hún til smáverk (miniatúra) sem líta út eins og módel eða leikföng, eins og á við um verkið Chandelier (Kertastjaki) sem hún sýnir hér. Þessi verk fjalla um óbrúanlegar fjarlægðir sem í senn eru raunverulegar og sögulegar og snerta persónulegar minningar og sagnfræðilegar tengingar.

Katrín Sigurðardóttir, born in Iceland 1967, currently lives in New York. The artist works with the perception of space, playing with the memories that her sculptures and installations generate within the viewer. She frequently creates miniatures that look like models or toys, such as in Chandelier, which she is showing at this exhibition. The miniatures make a theme out of an unbridgeable distance that is both physical and historical, dealing with personal memories and historical associations.

Katrín Sigurðardóttir

28

Án titils/Untitled. Blönduð tækni/Mixed Media, 100 x 100 x 100 cm, 2005 © (Með leyfi/Courtesy of: i8 Gallery, Iceland)

Page 31: homesickcat

Á íslensku þýðir orðið „heimskur“ öðrum þræði að viðkomandi sé heimaalinn og hafi aldrei farið að heiman. Er það mikilvægara fyrir Íslendinga en aðra að fara og dveljast erlendis? Er það jafnvel nauðsynlegt?Ég hef enga skoðun á því hvað sé best fyrir Íslendinga eða hvað þeir eigi að gera.

En hvað um þig? Þú fórst snemma til Bandaríkjanna frá Íslandi en í verkum þínum vísar þú oft til heimalandsins.Ég bý í báðum löndum og hef gert það í um tuttugu ár. Verk mín vísa til ímyndaðra staða sem eru hvorki á Íslandi né annars staðar en geta engu að síður tekið á sig myndir sem geta verið kunnuglegar. Ég held að yfirleitt séu þeir sem halda að verk mín fjalli um eða sýni Ísland, ekki frá Íslandi. Það sem þú finnur í verkunum er aðeins það sem þú kemur með að þeim og það getur oft verið einhvers konar „fantasía“ um það hvernig óþekktir og fjarlægir staðir líta út. Ég nýt þessa innbyggða galdurs í verkunum og tel að sjálf hugmyndin um heimalandið sé goðsögn.

Goðsögn? Af hverju?Það er goðsögnin sem kyndir undir þjóðerniskenndinni, frásögninni sem höfðar til okkar barnalegustu og væmnustu hvata. Staðurinn sem þú tilheyrir og sem tilheyrir þér. Staðurinn sem þú ert partur af en þó aðskilinn. Ef við orðum þetta hreint út: Goðsögnin sem hefur verið notuð til að rugla á skipulagðan hátt í höfðinu á milljónum manna um aldir. Þú spyrð af hverju ég telji svo vera, en þar sem ég hef búið á tveimur stöðum öll mín fullorðinsár hef ég fengið mörg tækifæri til að prófa þessar hugmyndir í eigin lífi. Auk þess staðfesta skrif margra fræðimanna samtímans, sem ég virði mikils, þessar skoðanir mínar. Bók Benjamins Anderson Imagined Communities (Ímynduð samfélög) er ágætt dæmi. Önnur bók sem ég tel að fjalli fallega um þessi sjónarmið er Strangers to Ourselves (Ókunnug sjálfum okkur) eftir Juliu Kristevu.

Hvernig myndir þú skilgreina hugtakið „heima“?Ég skilgreini það ekki. Ég er a.m.k. ekki mikið með hugann við þjóðerni eða landfræðilega sjálfsmynd um

In Icelandic you have this interesting word ‘heimskur’ meaning ‘stupidity’. When translated literally it describes someone who has never left home. Is it more important for an Icelander to go and spend time abroad? Is it even necessary?I don’t have an opinion on what is best for Icelanders or what they should do as a group.

But how about you? You were young when you left Iceland to live in the States, but in your work you frequently refer to your home country.I live in both countries and have done so for about 20 years. My work refers to imaginary places that are neither Iceland nor any other place specifically, but which might take on an appearance that is seemingly familiar. I think it is usually those who are not from Iceland that think my work depicts or deals with Iceland. You only find in the work what you bring to it, which in many instances are fantasies about what an unknown, faraway place might be. I enjoy this trick in the work and I think the whole idea of a home country is a myth.

A myth? Why do you think so?It is the myth that drives nationalism, the narrative that appeals to the most innate and sentimental parts of us. The place that you belong to and that belongs to you; one of inclusion and exclusion. In very basic language, it’s been used to fuck systematically with the psyche of millions of people through the centuries. You ask why I think this. I think this from having lived in two places my whole adult life and having had multiple opportunities to try out these ideals on my own life. Besides, the writings of many contemporary scholars that I respect do confirm these views. Benjamin Anderson’s Imagined Communities is one good example. Another book that I think speaks beautifully about this subject is Strangers to Ourselves by Julia Kristeva.

How would you define ‘home’?I don’t define home. At least I am not really concerned with nationality or geographic identity at this point. I wrote my graduate thesis on it, but that was many years 29

Page 32: homesickcat

ago. Today, these are secondary narratives to more overarching themes of memory and fiction — distance.

Your work examines the alternating effects and notions of place and site. You very often use the ‘miniature’ which confronts the viewer with a toy-like effigy of the world. You are right. I don’t have much to add to your statement, except what the work itself reveals.

Memory, fiction, distance — from my point of view that has a lot to do with the idea or construction of ‘home’. What is your interest in broaching the issues of ‘distance’ and ‘memory’? One might say it is a narrative that drives at that which is unattainable, that which is rooted in a past and is heavily interpreted. A place that doesn’t exist.

þessar mundir. Ég skrifaði lokaritgerðina mína um efnið en það var fyrir mörgum árum. Í dag eru þetta auka pælingar sem styðja við stærri þemu í verkum mínum: minni, skáldskap og fjarlægð.

Verk þín kanna breytileg áhrif og hugmyndir um staðsetningar og staði. Smáverk þín virka á áhorfandann eins og leikfanga eftirmyndir af heiminum?Það er rétt hjá þér, en við þetta er litlu að bæta nema því sem verkin sjálf opinbera.

Minni, skáldskapur, fjarlægð. Frá mínum bæjardyrum virðist þetta hafa heilmikið með hugtakið „heima“ að gera. Hvernig vilt þú vekja máls á hugmyndunum um fjarlægð og minni í verkum þínum?Það er eiginlega ekki hægt að orða, en kannski má segja sem svo að þetta sé frásögn sem reynir að nálgast það sem er óhöndlanlegt, það sem á rætur í fortíð og mikið hefur verið rætt og ritað um. Staður sem er ekki til.

30

Án

titils

/Unt

itled

. Blö

nduð

tækn

i/M

ixed

Media, 1

00 x 100 x 100 cm, 2005 ©

Page 33: homesickcat

Nevin Aladag fæddist í Van í Tyrklandi árið 1972 en hefur búið í Þýskalandi frá tveggja ára aldri. Í kjölfar velgengni myndbandsverksins The Tezcan Family (2001) og ljósmyndaraðarinnar Freeze (2003) og Jump (2004) fylgdi Voice Over (2006) þar sem hún beinir athygli enn og aftur að ungu fólki af tyrkneskum uppruna í Þýskalandi: Fjórtán ára Tyrkir sem líklega ólust upp í Þýskalandi og þroskuðust þar félagslega, syngja hefðbundin harmljóð frá heimalandi forfeðra sinna. Glóandi flutningur orðanna gefur missi heimalandsins til kynna, brottrekstur, þrá og óendurgoldna ást. Umsvifalaust opnast merkingarfræðileg gjá milli þess sem er sýnt og þess sem heyrist, milli götustrákanna í rapparafötum og hins vitra og forna.

Nevin Aladag was born in Van,Turkey, in 1972 but has lived in Germany since she was two years old. Following the success of her video The Tezcan Family (2001) and the photo series Freeze (2003) and Jump (2004), with Voice Over (2006) she once again turns her attention to young people of Turkish origin in Germany: The fourteen-year-old Turks, who probably grew up in Germany and were socialized here, sing traditional elegies from their ancestors’ homeland. The ardently recited words tell of the loss of the homeland, of eviction, of craving and of non-reciprocated love. A semantic rift immediately opens between what is shown and what is heard, between the streetwise kids in rapper gear and the wise and antiquated.

Nevin Aladag

31

Voice Over. Skjámynd/Video still, 2006 ©

Page 34: homesickcat

Nevin, þú fæddist í Tyrklandi en ólst upp í Þýskalandi. Skiptir spurningin um menningarlega samsemd máli fyrir þig?Í mínum huga sköpum við það sem þú kallar menn-ingarlega samsemd á hverjum degi upp á nýtt. Við verðum stöðugt fyrir fjölbreytilegum og mjög ólíkum menningarlegum áhrifum; það er áhugavert hvernig við metum þennan fjölbreytileika.

Í verkum þínum leitar þú uppi tilvistarlega afstöðu einstakra þjóðarbrota, oftast ungra Tyrkja sem hafa alist upp í Þýskalandi. Hvernig kom það til að þú byrjaðir að rannsaka þetta svið?Þegar ég var að leita að breikdansara í myndbandið sem ég gerði árið 1999, The Man Who Jumped Over His Own Shadow, fór ég í margar félagsmiðstöðvar fyrir unglinga og rakst þar á mjög skapandi hópa þar sem nær allir þátttakendur voru af ólíkum uppruna innflytjenda. Ég heillaðist af því hvernig þetta orðlausa tungumál sem unga fólkið fann í formi breikdansins gaf því tilfinningu fyrir að tilheyra einhverjum hópi, ákveðna fótfestu sem það virtist ekki finna öðru vísi í samfélaginu. Ég tók þátt í nokkrum verkefnum sem tengdust samskiptaformum í þessum hefðbundnu götudönsum og breikdansstíl, þó reyndar megi finna sambærileg form í flest öllum dönsum.

Í myndbandsverkinu Voice Over gegnir tungumálið líka mikilvægu hlutverki við hlið tónlistarinnar, ekki satt?Ég ólst upp við tónlist og dans sem tæki til að tjá tilfinningar. Að syngja sorgleg lög og dansa í takt við þau innan fjölskyldunnar þegar maður var í þannig skapi, var okkur fullkomlega eðlilegt og síst af öllu eitthvað sem við þurftum að skammast okkar fyrir. Í Voice Over fannst mér ekki síður áhugavert þegar tveir þýskir táningar af tyrkneskum og kúrdískum uppruna sungu þessi gömlu og hefðbundnu harmljóð sem þeir höfðu lært af foreldrum sínum. Við hlustuðum á þessa söngva þegar við vorum börn og tókum þannig þátt í löngun foreldra okkar og þrá án þess að gera hana að okkar. Þessir ákveðnu söngvar fjalla yfirleitt um ofsóknir

Nevin, you were born in Turkey and grew up in Germany. Does the question of your own cultural identity play a role for you?From my point of view we build what we could call cultural identity every day anew. We are exposed to a range of very different cultural influences; what is interesting is the evaluation of this potential.

In your works you trace the existential orientation of individual ethnic groups, mostly of young Turks growing up in Germany. How did it come about that you began to investigate this subject area?When I was looking for a breakdancer for the video I produced in 1999, The Man Who Jumped Over His Own Shadow, I did most of my research in youth centres and came across a very creative group who, with the exception of one member, all came from very different migratory backgrounds. It fascinated me the way that a common non-verbal language was found in the form of breakdance and that a sense of belonging arose in the group that seemed to give them a footing that they didn’t appear to have found otherwise in society. I did several projects with them that referred to the forms of communication used in this old streetdance tradition and breakdance style and parallels to almost all other dance forms.

In your video Voice Over language also plays an important role alongside music, doesn’t it?I grew up with music and dance as a means of expressing emotion. Singing sad songs and performing them within the family when you were in that very mood was completely normal for us and, more importantly, nothing to be embarrassed about. With Voice Over I found it all the more interesting the way these two German teenagers with Turkish and Kurdish backgrounds were singing such old and traditional elegies they had learned from their parents. As children we listened and shared in their yearning without making it our own. These particular songs are mostly about persecution and homelessness, and the two teenagers sang them with complete fervour. This made them into 32

Page 35: homesickcat

a kind of voice for their parents’ woe. Evidently, these songs have a certain relevance for their own situation in Germany.

What do you think is the cause of this new longing?This new longing consists of a whole range of feelings, starting with a general lack of perspectives and reaching as far as a lack of acceptance within the society they live in. Basically, this is a therapeutic way of venting their suffering.

You are saying that an uncertain future causes people to return to their roots. It was Sartre who once commented that youth is homesick for its future. The statement made by your work, while concentrating on a very specific group within a specific context, can be generalized, can’t it?I don’t think that a lack of perspectives necessarily has to lead people back to their own roots; it primarily leads to people being in search of something. And of course the statement of my video can be generalized. Not everyone would start singing elegies in that situation or one similar to it. It’s one of many forms of expressing oneself in comparable situations, so it’s merely representative.

og horfin heimalönd og þessir tveir unglingar sungu þessa söngva af fullkomnum tilfinningahita. Með þessum hætti gáfu þessir strákar þjáningu foreldra sinna rödd. Auk þess tengjast þessir söngvar augljóslega þeirra eigin aðstæðum í Þýskalandi.

Hver er ástæðan fyrir þessari nýju þrá, heldur þú?Þessi þrá er samsett úr margbreytilegum tilfinningum. Í fyrsta lagi almennum skorti á framtíðarhorfum sem nær svo langt að þessir piltar njóta engrar athygli eða virðingar í samfélaginu sem þeir búa í. Í grundvallar- atriðum er þetta lækning, leið til opna fyrir útrás þjáningarinnar.

Þú ert að segja að óljósar framtíðarhorfur séu ástæða þess að fólk leiti aftur til uppruna síns. Sartre hafði eitt sinn á orði að ungdómurinn sé með heimþrá til framtíðar sinnar. Skírskotunin sem felst í verkum þínum er almenn þótt þú einbeitir þér að einum ákveðnum hóp í sérstöku samhengi, ekki satt?Ég er ekki viss um að skortur á framtíðarhorfum leiði fólk nauðsynlega til að leita uppruna síns; þessi skortur leiðir til þess að fólk fer að leita að einhverju. Og auðvitað hafa myndbandsverk mín almenna skírskotun. Það fara ekki allir að syngja harmljóð við slíkar aðstæður, eða áþekkar aðstæður. Harmljóðin eru eitt af fjölmörgum formum sem nota má til tjáningar við sambærilegar aðstæður, þau eru þannig séð aðeins dæmi.

33

Voic

e O

ver.

Skj

ámyn

d/V

ideo

stil

l, 20

06

©

Page 36: homesickcat

Ólafur Árni Ólafsson, fæddur í Reykjavík 1973, og Libia Pérez de Siles de Castro, fædd í Madrid 1971, hafa unnið saman allt frá árinu 1996 að félags-pólitískri list sinni. Innsetningar þeirra bregðast gjarnan við ákveðnum svæðum og virkja gestinn eða þann sem gengur hjá verkinu. Fyrir þessa sýningu hafa þau unnið verk sem lætur hælisumsækjanda á Íslandi takast á við einn af grundvallar textum íslenskrar menningarsögu, nefnilega Brennu-Njálssögu sem skráð var á þrettándu öld.

The Icelandic/Spanish couple Ólafur Árni Ólafsson (born in Reykjavik in 1973) and Libia Pérez de Siles de Castro (born in Madrid in 1971) have been working together since 1996 in socio-political fields of tension. Their installations often react to specific places, deliberately involving the visitor or passer-by. For this exhibition they confront an asylum seeker in Iceland with one of the fundaments of its cultural history, namely Njál´s Saga written in the 13th century.

Ólafur Árni Ólafsson & Libia Pérez de Siles de Castro

34

Án titils/Untitled (double portrait of the artists dressed in the Icelandic national costume for women), 2000 ©

Page 37: homesickcat

Þar sem þið eruð íslenskt-spænskt par sem býr í Rotterdam virðist þið vera ágætt dæmi um heimsborgara. Eruð þið sammála því?Ólafur: Ja, það eru margar og mismunandi skilgreiningar á kreiki á því hvað það er að vera „heimsborgari“, sem aftur gerir það erfitt að svara spurningunni einfaldlega játandi eða neitandi.

Libia: Ég myndi frekar vilja kalla það að vera íbúi heimsins sem sumir sjá sem svar og mótvægi gegn hnattvæðingunni sem þröngvað er upp á mann. Mér finnst ég geta samsamað mig hugmyndinni um íbúa allra landa; manneskju sem festir rætur tímabundið í borginni eða á staðnum þar sem hún býr eða þarf að búa; manneskju sem hefur breiðan og opinn skilning á því hvað sjálfsmynd fólks getur verið flókin og breytileg og almenna sýn á tengslin milli hins staðbundna og hins hnattræna. Við erum þó auðvitað afsprengi þeirra hnattrænu, efnahagslegu og pólitísku breytinga sem hafa átt sér stað á síðustu tuttugu árum eða svo.

Nú bý ég og vinn með Ólafi, sem kemur frá Íslandi, í Hollandi og það veitir okkur fjölbreyttan bakgrunn og ríkan menningarlegan jarðveg til að vinna með og takast á við í okkar daglega lífi. Auk þess ferðumst við mikið og dveljum tímabundið á öðrum stöðum í veröldinni. Það veitir okkur breiðari skilning á því sem tengir saman ólík svæði, hið staðbundna og hnattræna. Slíkt líf og lífstíll er nokkuð sem verður til í hnattrænum veruleika dagsins í dag.

Maður gæti líka sagt að allir séu heimsborgarar þar sem allir verða í dag fyrir áhrifum frá hnattvæðingunni, en aðalmálið er hver verður fyrir þessum áhrifum; hvar, hvers vegna og hvernig? Hve margir hafa rödd til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í hnattrænum málefnum og hve margir hafa aðgang að tækni hnattvæðingarinnar? Hverjum leyfist að ferðast hvert sem er án vandkvæða og hverjir eru undir eins álitnir glæpamenn og eltir uppi fyrir það að ferðast eða reyna að ferðast? Það mætti segja að við værum búin að öðlast víðan skilning á því hvar við eigum heima; við upplifum okkur bæði rótföst og úr tengslum við ólíka staði; við upplifum okkur heimakomin eða ókunnug á ólíkum stöðum; við erum flakkarar og ferðamenn. Veruleiki okkar er hvorki

As a Spanish/Icelandic couple currently living in Rotterdam you seem to be good examples of global citizens. Would you agree?Ólafur: Well, there are many and different definitions of the concept ‘global citizen’ circling around, which makes it difficult to answer with a simple yes or no.

Libia: I would prefer to call it a ‘citizen of the world’, which some see as a response and an alternative to imposed globalization. I do find that I can identify with the idea of a cosmopolitan citizen, striking roots in the city or place I am in or have been living in, by having a broad and open understanding of heterogeneous and changing identities and a general view on the relationship between local and global matters. Of course, we are a result of the global, economic and political changes over the last 20 years or so.

Now I live and work with Ólafur, who is from Iceland, and we live in the Netherlands, which gives us quite a complex heterogeneous background and rich cultural field to work from and deal with in our everyday life. Besides that we often travel and spend periods of time in other places, which gives us a broad understanding of the set of relationships between places, between the local and the global and vice versa. Living this way and having to uphold this way of life is something that is created through an operating globalized structure.

You can also say that everybody is a global citizen since everybody is affected by globalization, but the question is: Who is affected, where, why and in what way? How many have a voice to influence global decision-making and how many people have access to global technologies? Who is allowed and encouraged to travel anywhere without a problem, and who is criminalized and pursued for doing so, or trying to do so?

What you can say is that we have grown into a broad perception of where we belong; that we feel rooted in and disconnected from different places; that we feel at home and not at home in different places; we are migrants and travelers. Reality for us is not being a global citizen or bound to your homelands, as either one or the other, but rather that the homeland has come to be more than one place, and the perception of it 35

Page 38: homesickcat

að vera heimsborgar né að vera bundin heimalöndum okkar, heldur hefur heimalandið orðið að fleiri en einum stað og upplifunin á því hefur breyst. Það mætti jafnvel segja að þráin eftir „heimalandinu“, eða því að snúa aftur, sé einfaldlega ekki til staðar lengur.

Margir upplifa þetta, sem aftur vekur upp spurningar um það hvernig við lifum í dag þar sem við sækjumst eftir því að skynja heiminn sem eina heild, að allt tengist og að einhver einn staður eigi í raun ekki að vera merkilegri en einhver annar. Þetta snýst líka um meðvitund um það að ýmsar hnattrænar pólitískar og efnahagslegar ákvarðanir hafa áhrif á menningarlega og félagslega þróun á ólíkum svæðum og í flestum tilfellum hagnast fjöldinn ekki á því, heldur aðeins örfáir. Það er því jákvætt þegar meðvitund eykst sem nær út fyrir hugmyndir sem byggðar eru á þjóðarhugtakinu, ef við viljum vera opin fyrir því sem er að gerast í kringum okkur og ef við viljum vinna gegn einsleitni. Einnig ef við viljum fræðast um margbreytileika annarra og það sem sameinar þá og uppgötva nýjar leiðir og skilgreiningar til að búa saman hvort með öðru hvar sem við erum — eða erum ekki.

Hvað merkir það á okkar tímum að vera bundin við heimalandið?Libia: Ég veit það ekki. Ef það merkir að stór hluti minnar persónu hefur mótast og orðið til innan hinnar fjölbreyttu menningar sem finna má á Spáni, sem er samsett af ólíkum svæðum og tungumálum, þá má vel vera að ég sé bundin því. Ég get sagt að ég hef sterk bönd við fjölskyldu mína og fólk sem ég elska á Spáni, ég fylgist með þróun mála þar og fer þangað oft og vinn til að tengja sjálfa mig landinu. Stundum sakna ég líka veðurfarsins og landslagsins (en það gera ferðamenn einnig). Móðurmál mitt kemur þaðan og einnig reynsla mín úr eigin uppvexti. Ég get því sagt að ég beri í mér þá arfleifð og hún skapi eða byggi upp grunn sjálfsmyndar minnar eða persónu. Ég ber í mér það landslag.

Þar sem ég var á miklum þeytingi í æsku og ferðaðist um ólík svæði landsins, öðlaðist ég vissan skilning á sjálfri mér sem bæði heimamaður og gestur, þ.e.a.s. eftir að ég varð meðvituð um hvað „heima“ þýddi. Þá þegar skynjaði ég heimalandið sem samsettan stað sem

has changed — maybe there is sometimes a sense of wanting to find ‘the place’ or of going back to something that is no longer there.

Many people feel like this, which raises new questions about the way we live in the world today, ideally creating an awareness of mondiality or worldwideness. Knowing that all is actually connected to everything else and that one place should not be more important per se than another. Knowing that our different global, political and economic decisions are influencing each others’ cultural and social development — not for the profit of all but only the very few. So it would be a positive thing to grow into an awareness reaching beyond national constructed ideas if we want to be open to what is going on and grow and resist sheer homoegenization, to become rich in knowledge of each others’ differences and common grounds and invent new ways and temporary definitions of coexisting in a good way with each other, wherever we are — or not.

What can it mean in our time to be bound to one’s homeland?Libia: I don’t know. If it means that a big part of myself has been formed and raised within the broad culture of Spain, which already consists of many places and different languages, then maybe I’m bound to that. What I can say is that I have strong ties to family and people I love there and that I follow events, that I often go and work there in order to relate myself to the place. Sometimes I also miss its climate and geography (but tourists do that too). My mother-tongue comes from there, as do my first experiences of growing up. So I would say I carry that heritage in me and that it created or constructed the basis of my persona or identity. I carry in me that landscape.

Since I was brought up on the move in very different regions of the country, I had a perception of myself as being at home and yet a guest, i.e.after I remember becoming conscious of something called home. I already perceived ‘the homeland’ as a heterogeneous place that forms and decays like the rest of the world. It was not the unity many pretended it was, but rather a puzzle full of richness and heavy contradictions. 36

Page 39: homesickcat

byggist upp og brotnar niður líkt og veröldin sjálf. Það varð ekki til vegna þess að einhverjir menn ákváðu það, heldur var það líkara mikilfenglegu púsluspili, uppfullt af mótsögnum. Ég upplifði kynþáttahyggju og endalok fjörutíu ára tímabils þjóðernisfasisma sem leitaðist við að skapa heimaland sem var sameinuð og bæld óreiða. Mér fannst ég tengd því eins og ég væri tengd einhverju miklu stærra, sem aftur gerði hugmyndina um það bæði afstæðari, frjálsari og oft virkilega krefjandi og flókna.

Við söknum þess oft að vera á persónulegum stöðum sem við þekkjum vel; stöðum þar sem maður hefur þekkt lífið og menninguna lengi; stöðum þar sem maður þekkir hrynjandina, tungumálið, andrúmsloftið, brandarana, lík-amana, beinin, litina, loftið, hljóðin og lyktina — þar sem maður getur horfið í fjöldann um stundarsakir og orðið einn af hópnum. Það er þá áreynslulaust og velkomið, eitthvað sem maður skilur innra með sér. Nútíðin rennur saman við fortíð manns og minni og þér líður eins og þú eigir heima einhvers staðar, en það skrýtna er að þú getur allt eins upplifað þetta á stað sem ekki er heimaland þitt. Þá væri hægt að segja að slíkt tengdist eldra sameiginlegu minni, alheimsminni, minni jarðar.

Og hvað segir Ólafur um þetta? Kannski eru mörkin milli Íslendinga sem búa erlendis og heimalandsins sterkari vegna landfræðilegrar einangrunar landsins, tungumálsins og smæðar samfélagsins?Ólafur: Kannski, en ég held að það sé jafn erfitt eða einfalt fyrir fólk frá stórum samfélögum og óeinangruðum menningarsvæðum að flytja og búa annars staðar. Þetta er líklegast miklu frekar persónubundið en nokkuð annað. Ég held að allir sem búa í lengri eða skemmri tíma utan heimalandsins séu knúnir til að takast á við nýjar aðstæður, siði og hugmyndir á einhvern hátt.

Við Libia erum ekki bundin „heimalandinu“ í þeim skilningi að við séum föst þar eða algjörlega háð því. Við erum það sem betur fer ekki, hvorki í hugsunum okkar, tilfinningum né hvað lög varðar. Hins vegar tengjumst við vissulega löndunum sem við komum frá sterkum böndum og verðum fyrir áhrifum þaðan. Við erum sem betur fer bæði fædd og uppalin í auðugum lýðræðisríkjum og njótum þess vegna lagalegra og efnahagslegra möguleika til að ferðast og búa þar sem við ákveðum

I experienced racism and the very end of 40 years of nationalist fascism that sought the creation of the ‘Homeland’ as a united and repressed mess. So I felt bound to it just as to a part of something much bigger, which made the whole ‘Homeland’ thing relative, freer and at times really confronting and complex.

But sometimes we miss being in very personal places that we know well; places whose culture and life you’ve known for a long time — its moods and rhythm, its language, jokes, bodies, bones, air, colours, sounds, smells. The place in which you can disappear for a moment within the mass, totally becoming one of the group. It feels perfectly easy and welcoming, something that you really know from within. The present matching with the past, with your memory, giving you a sense of belonging. But the crazy thing is that you could also experience this in a place that is not your ‘homeland’.You could say that this is matching an even older collective memory, a universal memory, Earth´s memory.

And how does Ólafur think about this? Perhaps the boundaries between Icelanders who live abroad and their homeland are stronger because of the geographical isolation, its unique language and small community? Ólafur: Maybe, but I think it can also be equally difficult or easy for people from large places and non-isolated cultures to move toand live in other places. It is probably more person-related than anything else. I think everyone who goes to live for a longer or shorter time outside her/his homeland is forced to deal with new situations, habits and ideas in some way.

Obviously Libia and I are not bound to our homeland in the sense of being stuck to or entirely dependent on it, fortunately neither in thought, emotion nor by law. But we are certainly deeply connected to and influenced by the places we come from. Luckily we were both born, or at least raised, in relatively rich and democratic countries and therefore we have both legal and financial possibilities to travel and live wherever we choose. Not that it is automatically easy, far from it, but it’s a possibility we have and for that we are thankful. 37

Page 40: homesickcat

að vera. Það þýðir ekki að það sé um leið auðvelt, langt í frá, en möguleikinn er fyrir hendi og fyrir það erum við þakklát.

Við förum reglulega til dvalar í ólíkum löndum í lengri eða skemmri tíma til að vinna að verkefnum okkar og þá eigum við í formlegri og óformlegri samræðu við nýja staðinn og íbúa þar. Þessi aðferð — auk þess sem við erum frá ólíkum löndum og búum í jafn fjölmenningarlegri borg og Rotterdam — hefur mikil áhrif á líf okkar og skynjun á lífinu. Þetta minnir okkur í sífellu á að maður á ekki að taka neinu sem gefnum hlut.

Í verki ykkar fyrir HOMESICK sýninguna á Akureyri unnuð þið með innflytjendum á Íslandi sem lásu úr hinni frægu Brennu-Njálssögu. Getið þið útskýrt þessa hugmynd nánar?Ólafur: Reyndar vinnum við í þessu verki með hælisleitendum, fólki sem hefur flúið heimalönd sín og vonast eftir að fá hæli á Íslandi, vonast eftir nýju heimalandi. Njálssaga er fræg, eins og þú nefnir réttilega, og hún er líklegast þekktust Íslendingasagnanna, hún er eins konar táknmynd sem ristir djúpt í menn-ingarlandslag Íslands — hvað það þýðir að vera Íslendingur. Með því að biðja fólk sem leitar hælis á Íslandi að lesa úr þessum texta viljum við hoppa milli þess þekkta og óþekkta, á milli þess sem enn hefur ekki verið viðurkennt og þess sem er mjög rækilega viðurkennt og hefðbundið. Með þessu viljum við halda áfram að grípa inn í raunveruleikann og setja fram um stund okkar huglægu útgáfu af fyrirbæri sem heildin myndar og við köllum raunveruleika.

Hingað til, þegar við höfum unnið með upptökur af sögum og frásögnum, höfum við notað sögur frá fólki sem við þekktum fyrir og höfðum því samband við. Sögurnar hafa einkum komið frá farandverkamönnum, flóttamönnum og fólki sem sótt hefur um hæli (ferli sem tekið hefur suma allt að níu ár). Við höfum beint sjónum okkar að upplifun fólks á því að flosna upp, á flutningnum og breytingum á menningunni sem staðbundin og hnattræn þróun hefur framkallað, og á samspili þessara tveggja þátta. Í síðustu verkum okkar höfum við reynt að brúa bilið milli nútíðar og fortíðar, eins og í verki okkar 3. kafli: Peningahávaðinn, þar sem við blönduðum

We frequently stay for longer or shorter periods in different countries to work on projects and engage ourselves in both a formal and an informal dialogue with a given site and its populace. The fact that we come from different places and live in the multicultural city of Rotterdam very much influences our life and our perception of life, forcing us to remember that things shouldn’t been taken for granted.

In your work for the HOMESICK show in Akureyri you worked with immigrants in Iceland reading from the famous Njál’s Saga. Can you explain the background to this?Ólafur: To be exact, for this project we are working with asylum seekers, people who have fled their country and are hoping to get asylum in Iceland — a new home. Njál’s Saga is, as you say, famous and probably the best known of the Icelandic Sagas. With its iconic status it forms a deep part of Iceland’s cultural fabric — what it is to be Icelandic. By asking an asylum seeker to read from this text we want to jump the gap between the unknown and the known, the not-yet-accepted and the very-deeply-accepted or conventional. And with this gesture we want to continue to intervene in reality and put forward for a moment our own possible subjective version of the ongoing collective creation we call reality.

Until now, when working with life-storytelling record-ings, oral history, we have used real stories from people we already knew and thus contacted. Mainly from migrant workers, refugees and people in the process of asking for asylum (a process some of them have been in for 9 years). We have focused on experiences of displacement, on movement and changes in culture influenced by local and global matters and the relationship between the two. In our last works we started to make a bridge between past and present, like in our work Chapter 3: The Noise of Money, where as a part of the work we presented a mixture of stories from migrant workers living in Iceland, elderly Icelandic inhabitants and a few children. The stories from the older Icelanders were from a shark-hunter and a midwife, both stories going back 50 or 60 years. They told how fishing and hunting and delivering children 38

Page 41: homesickcat

saman sögum frá farandverkamönnum á Íslandi, sögum eldri innfæddra Íslendinga og sögum nokkurra barna. Sögur þeirra innfæddu komu frá hákarlaveiðimanni og ljósmóður og voru báðar fimmtíu eða sextíu ára gamlar. Þau töluðu um hvernig veiðimennskan og barnsfæðingar gengu fyrir sig á árum áður og þær breytingar sem þau höfðu upplifað. Farandverkamennirnir fjölluðu um hvernig þeir komu til Íslands, hvernig líf þeirra var áður en þeir komu hingað og hvernig líf þeirra væri á Íslandi — og flestir þeirra höfðu reynslu úr fiskvinnslu sem þeir sögðu einnig frá.

Líklega mynda stuttu sögurnar þrjár sem voru í því verki eins konar brú yfir í verkið sem við unnum fyrir þessa sýningu, því að sögurnar sem börnin sögðu voru þrjár mjög ólíkar útgáfur af Rauðhettu. Ein fór nærri upprunalegu útgáfunni en hinar tvær voru þó nokkuð breyttar, þar sem mannætudraugi hafði t.d. verið bætt í söguna. Okkur langaði til að halda áfram að kanna nánar rými frásagnarinnar en festa það engu að síður niður í samfélagið og daglegt líf. Það að láta hælisleitendur á Íslandi lesa Njálssögu gaf okkur tækifæri að hugsa um söguna frá nýju sjónarhorni, auk þess sem það gaf okkur tækifæri að hugsa um málefni hælisleitenda og veruleika þeirra frá nýrri hlið. Í þessu sambandi er rétt að hafa hugfast að víkingarnir sem námu land á Íslandi voru sjálfir innflytjendur, margir á flótta undan yfirgangi Haralds hárfagra í Noregi.

Þetta er það sem Íslendingum hefur verið kennt að vera stoltir af, að þessir víkingar völdu að flytja sig um set og nema nýtt land í stað þess að berjast í heimalandinu eða gefast upp fyrir nýju valdi. Frá sjónarhóli Íslendinga er þetta talið sýna frelsi og ævintýraþrá. Síðan má benda á lagalegu hliðina. Njálssaga fjallar um það hvernig Njáll reynir aftur og aftur að leysa deilur með lögum í stað lögleysu og vopnavalds. Þetta er mikilvægt að muna í ljósi þess að það er ekki fyrr en á síðustu árum að til Íslands hafa komið innflytjendur í svipuðum mæli og þekkist í öðrum löndum Evrópu allt frá sjöunda ára-tugnum og jafnvel allt frá tímum síðari heimstyrjaldar. Aðeins nýlega hafa verið sett lög um málefni innflytjenda og hælisleitenda hér á landi.

took place in earlier times and of the changes they had experienced. The migrant workers told of how they came to Iceland, how their lives had been before coming here and how their lives have been in Iceland — and most of them had had experiences with the fishing industry, which they also told of.

Maybe the very short stories from the three children form a certain bridge to the work we are doing now for HOMESICK, because the stories they told were three very different versions of Little Red Riding Hood. One was close to the original and the other two were somewhat altered versions, adding for example a man-eating ghost. We wanted to continue with this more clearly fictive narration space but still keep it rooted within today’s society and everyday life. Choosing to have Njál’s Saga read by an asylum seeker in Iceland enabled us to reflect on the Saga from a new perspective, as well as giving us the chance to reflect on the issue of asylum seeking and the position of the asylum seeker from a new angle. In this context it is important to note that the Vikings who inhabited Iceland were themselves immigrants, many of them fleeing the growing power and domination of king Haraldur the Fair-haired in Norway.

This is something that Icelanders as a nation have been taught to be proud of; that these Vikings chose to migrate and settle in a new place rather than to fight in their homeland or give in to the new power. This has been looked at, from the point of view of Icelanders, as being free spirited and adventure seeking. Another aspect is the legal one. Njál’s Saga tells how Njál repeatedly tries to solve matters by way of law instead of lawlessness. This is an interesting aspect to keep in mind when viewing the fact that now for the first time Iceland is confronted with a situation of migration equal to the one that has been taking place in the rest of Europe since the sixties, and going back as far as the Second World War. So only very recently have adequate laws been developed in the country on the issues of migration and asylum.

39

Page 42: homesickcat

Chantal MichelDuring the Whole Time... C-print, 130 x 130 cm, 2003/2004 ©(Öll verk Chantals Michel birt með leyfi/All works by Chantal Michel courtesy of: Galerie Heinz-Martin Weigand, Germany)

Page 43: homesickcat

ICELAND

TURKEY

ISRAEL

SWITZERLAND

AKUREYRI ART MUSEUM

Verk á bakhlið/Back cover: Haraldur Jónsson: Krumpað myrkur/Crumbled Darkness. Innsetning/Installation 2006 ©

20.770 km2 Íbúafjöldi/Population: 6.278.883

780.580 km2

Íbúafjöldi/Polulation: 69.660.559

41.290 km2 Íbúafjöldi/Population: 7.489.370

103.000 km2 Íbúafjöldi/Population: 300.000

Page 44: homesickcat

Í samvinnu við / In collaboration with: