Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

22
Fjármálatíðindi 51. árgangur fyrra hefti 2004, bls. 33-54 Hvernig mælum við verðbólgu? Rósmundur Guðnason 1 Ágrip: Í greininni er aðferðum sem notaðar eru í íslensku neysluverðsvísitölunni lýst, en vísitala neyslu- verðs er fastgrunnsvísitala (Lowe) sem líkist framfærsluvísitölu. Leiðrétt er fyrir staðkvæmni með marg- feldismeðaltali og staðkvæmni milli verslana er leyfð. Keðjuvogir og gæðaleiðréttingar eru notaðar til að leiðrétta bjaga vegna staðkvæmni innkaupa (verslanabjaga) sem kom fram í kjölfar mikillar aukningar verðbólgu árið 2001. Leiðréttingar voru gerðar á neysluverðsvísitölunni í desember 2001 til maí 2003 sem leiddu til 0,52% lækkunar neysluverðsvísitölunnar. Kvittanaaðferðin er forsenda fyrir keðjuvogum sem auðveldar mjög að taka tillit til breytinga á verslunarháttum. Eigið húsnæði er reiknað sem einfaldur not- endakostnaður og tillit tekið til afskrifta og tregbreytilegra raunvaxta. Verðbreytingar á húsnæði eru reikn- aðar sem breyting á verði allra seldra fasteigna. Lykilorð: Vísitala neysluverðs, framfærsluvísitala, rannsókn á útgjöldum heimila, bjagi vegna stað- kvæmni innkaupa, bjagi vegna staðkvæmni verslana, gæðaleiðréttingar, eigið húsnæði, notendakostnaður. JEL: C43, C81, D11, E31. 1. Inngangur „Verðvísitala er mælikvarði eða fall sem dregur saman breytingar á verði í vörusafni frá einu ástandi (tímabili eða stað) til annars. Í öllum venjulegum tilvikum er verðvísitala vegið meðal- tal á breytingum á hlutfallslegu vöruverði safns- ins, milli tímabila“ (Diewert, 2004, bls. 264). Ein algengasta verðvísitalan er vísitala neysluverðs sem mælir verðbreytingar útgjalda til einkaneyslu. Fleiri verðvísitölur koma til álita ef meta á heildarverðlagsbreytingar svo sem fyrir samneyslu og fjárfestingu eða þjóðarframleiðslu. Vandinn við slíkar heildarmælingar á verðlagi er að þessar vísitölur eru annaðhvort ekki tiltækar eða birtast ekki nógu tímanlega til að nýtast á líðandi stund. Því er vísitala neysluverðs oftast notuð sem handhægt viðmið fyrir verðbólgu. Mæling á verðbólgu er fólgin í því að finna breytingar á verði sem endurspegla verðþróun og megnið af fræðilegum skrifum um vísitölur fjall- ar einmitt um hvaða aðferðir séu heppilegastar í því sambandi. Umfang viðskipta nú á dögum leiðir til þess að yfirsýn og heildarupplýsingar um þau eru ekki tiltæk nema með ærinni fyrirhöfn. Því þarf að nota nálgun við mælingu og þar koma vísitölur til sögunnar. Grundvallaratriði við út- reikning vísitölu er hvernig draga á saman þessar 1. Hagstofu Íslands, Borgartúni 21a, IS-150, Reykjavík. Tölvupóstfang: [email protected]. Höfundur á sæti í Ottawahópnum um verðvísitölur og stjórnarnefnd Efnahagsnefndar Evrópu (UNECE) um vísitölu neysluverðs. Höfundur þakkar Guðrúnu Ragn- heiði Jónsdóttur sérstaklega fyrir ómetanlega aðstoð við öflun og frágang gagna og annan undirbúning greinar- innar. Höfundur vill þakka Erni Ingvarssyni, Erwin Die- wert, Hallgrími Snorrasyni, Jóni Scheving Thorsteins- syni, Jökli Mar Péturssyni, Kristjóni Sveinssyni, Má Guðmundssyni, Rut Jónsdóttur, Snorra Gunnarssyni og Þórarni G. Péturssyni fyrir aðstoð við gerð þessarar greinar. Höfundur vill einnig þakka ritrýnum Fjár- málatíðinda og fundarmönnum á sjöunda fundi Ottawa- hópsins í París, 27. til 29. maí 2003, sameiginlegum fundi UNECE/ILO um neysluverðsvísitölur í Genf, 4. til 5. desember 2003, ráðstefnu SSHRC International Con- ference on Index Number Theory and the Measurement of Prices and Productivity í Vancouver 30. júní til 3. júlí 2004 og áttunda fundi Ottawahópsins í Helsinki, 23. til 25. ágúst 2004 fyrir gagnlegar ábendingar.

Transcript of Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

Page 1: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

Fjármálatíðindi 51. árgangur fyrra hefti 2004, bls. 33-54

Hvernig mælum við verðbólgu?

Rósmundur Guðnason1

Ágrip: Í greininni er aðferðum sem notaðar eru í íslensku neysluverðsvísitölunni lýst, en vísitala neyslu-verðs er fastgrunnsvísitala (Lowe) sem líkist framfærsluvísitölu. Leiðrétt er fyrir staðkvæmni með marg-feldismeðaltali og staðkvæmni milli verslana er leyfð. Keðjuvogir og gæðaleiðréttingar eru notaðar til aðleiðrétta bjaga vegna staðkvæmni innkaupa (verslanabjaga) sem kom fram í kjölfar mikillar aukningarverðbólgu árið 2001. Leiðréttingar voru gerðar á neysluverðsvísitölunni í desember 2001 til maí 2003 semleiddu til 0,52% lækkunar neysluverðsvísitölunnar. Kvittanaaðferðin er forsenda fyrir keðjuvogum semauðveldar mjög að taka tillit til breytinga á verslunarháttum. Eigið húsnæði er reiknað sem einfaldur not-endakostnaður og tillit tekið til afskrifta og tregbreytilegra raunvaxta. Verðbreytingar á húsnæði eru reikn-aðar sem breyting á verði allra seldra fasteigna.

Lykilorð: Vísitala neysluverðs, framfærsluvísitala, rannsókn á útgjöldum heimila, bjagi vegna stað-kvæmni innkaupa, bjagi vegna staðkvæmni verslana, gæðaleiðréttingar, eigið húsnæði, notendakostnaður.

JEL: C43, C81, D11, E31.

1. Inngangur„Verðvísitala er mælikvarði eða fall sem dregursaman breytingar á verði í vörusafni frá einuástandi (tímabili eða stað) til annars. Í öllum

venjulegum tilvikum er verðvísitala vegið meðal-tal á breytingum á hlutfallslegu vöruverði safns-ins, milli tímabila“ (Diewert, 2004, bls. 264).

Ein algengasta verðvísitalan er vísitalaneysluverðs sem mælir verðbreytingar útgjalda tileinkaneyslu. Fleiri verðvísitölur koma til álita efmeta á heildarverðlagsbreytingar svo sem fyrirsamneyslu og fjárfestingu eða þjóðarframleiðslu.Vandinn við slíkar heildarmælingar á verðlagi erað þessar vísitölur eru annaðhvort ekki tiltækareða birtast ekki nógu tímanlega til að nýtast álíðandi stund. Því er vísitala neysluverðs oftastnotuð sem handhægt viðmið fyrir verðbólgu.

Mæling á verðbólgu er fólgin í því að finnabreytingar á verði sem endurspegla verðþróun ogmegnið af fræðilegum skrifum um vísitölur fjall-ar einmitt um hvaða aðferðir séu heppilegastar íþví sambandi. Umfang viðskipta nú á dögumleiðir til þess að yfirsýn og heildarupplýsingar umþau eru ekki tiltæk nema með ærinni fyrirhöfn.Því þarf að nota nálgun við mælingu og þar komavísitölur til sögunnar. Grundvallaratriði við út-reikning vísitölu er hvernig draga á saman þessar

1. Hagstofu Íslands, Borgartúni 21a, IS-150, Reykjavík.Tölvupóstfang: [email protected]öfundur á sæti í Ottawahópnum um verðvísitölur ogstjórnarnefnd Efnahagsnefndar Evrópu (UNECE) umvísitölu neysluverðs. Höfundur þakkar Guðrúnu Ragn-heiði Jónsdóttur sérstaklega fyrir ómetanlega aðstoð viðöflun og frágang gagna og annan undirbúning greinar-innar. Höfundur vill þakka Erni Ingvarssyni, Erwin Die-wert, Hallgrími Snorrasyni, Jóni Scheving Thorsteins-syni, Jökli Mar Péturssyni, Kristjóni Sveinssyni, MáGuðmundssyni, Rut Jónsdóttur, Snorra Gunnarssyni ogÞórarni G. Péturssyni fyrir aðstoð við gerð þessarargreinar. Höfundur vill einnig þakka ritrýnum Fjár-málatíðinda og fundarmönnum á sjöunda fundi Ottawa-hópsins í París, 27. til 29. maí 2003, sameiginlegumfundi UNECE/ILO um neysluverðsvísitölur í Genf, 4. til5. desember 2003, ráðstefnu SSHRC International Con-ference on Index Number Theory and the Measurementof Prices and Productivity í Vancouver 30. júní til 3. júlí2004 og áttunda fundi Ottawahópsins í Helsinki, 23. til25. ágúst 2004 fyrir gagnlegar ábendingar.

Page 2: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

34 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

víðtæku upplýsingar þannig að þær endurspegliverðbreytingar sem réttast.

Viðfangsefni greinarinnar varða nokkurvandamál við verðmælingar. Í fyrsta lagi er fjall-að um þá þætti í vísitölufræðum sem beint varðagerð og útreikning vísitölu neysluverðs (kafli 2)og í framhaldi af því er sýnt hvernig þeir komafram í útreikningi vísitölunnar (kafli 3). Kvittana-aðferðinni er lýst í kafla 4 en hún byggist ánotkun ítarlegra gagna af kvittunum sem safnaðer í óslitinni rannsókn á útgjöldum heimila og eruforsenda fyrir keðjuvogum. Kafli 5 lýsir bjagavegna innkaupa heimila og leiðréttingu hans. Íkafla 6 er útreikningsaðferðum á eigin húsnæði ívísitölum lýst þar sem þjónustan sem verður tilvið búsetu í eigin húsnæði er metin sem einfaldurnotendakostnaður.

2. Útreikningsaðferðir á verðvísitölumÞegar athugað er hvaða atriði skipta máli við valá útreikningsaðferðum á vísitölum er litið áhvernig verð og magn vöru og þjónustu tengist.Til dæmis er gert ráð fyrir í prófunaraðferðinni (e. test eða axiomatic approach) að ekki sé sam-band á milli breytinga á verði og magni. Í efna-hagslegri aðferð (e. economic approach) er hinsvegar gert ráð fyrir að tengsl séu á milli verðs ogmagns og þá færist verkefnið að mæla verðbólguyfir á svið hagfræðinnar. „Vandamálið að búa tilvísitölur er jafnmikið komið undir hagfræðikenn-ingum eins og tölfræðilegri tækni“ (Frisch, 1936,bls. 1). Framfærsluvísitölur2 (e. COLI: cost of liv-ing index) falla undir efnahagslegu aðferðina.

Greint er á milli reikniaðferða við útreikningheildarvísitölu og grunns (e. elementary aggre-gate) sem er lægsta þrep vísitölunnar. Heildarvísi-talan er reiknuð með því að leggja saman grunn-liði (e. basic heading) sem er lægsta þrep meðútgjaldavog þar sem grunnvísitölur (e. elementary

indices) eru reiknaðar. Þar fyrir neðan eru oftasteingöngu notaðar verðupplýsingar við útreikning-inn. Þegar magnupplýsingar eru einnig tiltækar ígrunni eru annaðhvort notaðar fastgrunnsvísitölur(e. fixed base indices) eða afburðavísitölur (e. superlative indices) við útreikninginn.

Markmiðið með kaflanum er að gera greinfyrir þeim fræðilegu sjónarmiðum sem liggja aðbaki vali á útreikningsaðferðum í vísitölu neyslu-verðs fyrst og fremst þeim sem notaðar eru ígrunni vísitölunnar. Í kaflanum er rætt nánar umfræðilegar hliðar á vali útreikningsaðferða ogreikniformúla og gerð grein fyrir fastgrunnsvísi-tölum og framfærsluvísitölum og mismun á þeim.Þá er fjallað um afburðavísitölur þar sem notaðareru samhverfar (e. symmetric) upplýsingar frátveimur tímabilum og minnst á vanda við keðju-tengingar. Að lokum er rætt um prófanaaðferðinaog í framhaldi af því um vísitölur sem notaðar eruvið útreikning grunnvísitalna þar sem fyrir liggjaeingöngu upplýsingar um verð.

2.1 Fastgrunnsvísitölur, framfærsluvísitölur og afburðavísitölurFræðilega séð eru tvær meginaðferðir notaðar viðútreikning á vísitölum: fastgrunnsvísitölur ogframfærsluvísitölur.

Fastgrunnsvísitala byggist á því að grunnút-gjöldum er haldið föstum við útreikninginn. Al-gengast er að þær vísitölur séu Lowe-vísitölursem eru á eftirfarandi formi.3

(2.1)

þar sem i = vörur, 1, ...., n, pi = verð vöru i, qi = magn vöru i. Þessi vísitala ber saman verð átímabili t við fyrri tímabil miðað við ákveðiðmagn. Eftirfarandi vísitölur eru sérstök tilvik afLowe-vísitölu (2.1).

2. Þegar rætt er um framfærsluvísitölu hér er átt við hag-fræðilega framfærsluvísitölu. Á Íslandi er hugtakiðframfærsluvísitala oftast tengt kostnaði við framfærslueinstaklinga eða fjölskyldna. Svör við spurningunnihvað kostar að lifa er ekki að finna í útreikningi neyslu-verðsvísitölunnar sem mælir útgjaldabreytingar heimilafrá einum tíma til annars.

3. Lowe lagði fyrstur til árið 1823 að slíkar vísitölur yrðunotaðar. Diewert (1993), bls. 34.

Page 3: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 35

• Þegar qi = qi0 fæst Laspeyres-vísitala

• Þegar qi = qit fæst Paasche-vísitala

Vísitala sem miðuð er við vogir liðins tíma erkennd við Laspeyres en ef hún er miðuð við sam-tímavogir er hún nefnd Paasche-vísitala. Fast-grunnsvísitölur eru stundum kallaðar hreinarverðvísitölur (e. pure price indices) ef sagt er aðþær mæli eingöngu verðbreytingar miðað við fastmagn.4 Við útreikning á fastgrunnsvísitölum erekki gert ráð fyrir að neytendur breyti vöruvalisínu þrátt fyrir breytingar á verðhlutföllum, þ.e.að ekki sé um staðkvæmni (e. substitution) aðræða af þeim sökum.

Algengast er að nota fastgrunnsvísitölur á Laspeyresformi vegna þess að eldri vogir eru ætíðtiltækar og nægir við hvern vísitöluútreikning aðsafna verði. Ef um Paasche-vísitölu er að ræðaþarf, til viðbótar verðupplýsingunum, stöðugt aðmeta nýjar vogir sem er bæði vandasamara ogfyrirhafnarmeira. Fræðilega eru þó engin rök semmæla með því að velja aðra umfram hina.

Ef efnahagslegu aðferðinni er beitt er fram-færsluvísitala skilgreind „sem hlutfall lágmarks-útgjalda sem þarf til að halda sama jafnnytjaferli(e. indifference curve) miðað við tvenns konarverðforsendur“ (Pollak, 1989, bls. 6). Ýmis atriðisem tengjast mælingu framfærsluvísitalna á nytj-um (lífsskilyrðum eða velferð) verða ekki mæld ákvarða verðvísitalna, t.d. áhrif veðurfars, náttúru-hamfara, hryðjuverka og farsótta. Því er rætt umskilyrta (e. conditional) framfærsluvísitölu semnær yfir svið þar sem verðmælingum verðurkomið við.

Hagfræðilega tengist framfærsluvísitala kenn-ingum um sanna framfærsluvísitölu (e. true cost ofliving) (Konüs, 1924) þar sem neytendur hámarkanytjar sínar og lágmarka kostnað við það. Oftast ergert ráð fyrir að magn og verð séu tengd meðneikvæðum hætti og samkvæmt því breyta ein-staklingar neyslu sinni ef verðhækkanir verða ogkaupa ódýrari vörur eða vörur sem hækka minnaen aðrar til að hámarka nytjar sínar. Þegar rætt er

um bjaga í framfærsluvísitölu er miðað viðvísitöluniðurstöðu sem borin er saman við niður-stöðu sem fæst samkvæmt þessari fræðilega réttuframfærsluvísitölu á tveimur tímabilum. Efri mörksannrar framfærsluvísitölu fyrra tímabilið erLaspeyres-framfærsluvísitala sem venjulega erlægri en samsvarandi Laspeyres-fastgrunnsvísi-tala sem er því sögð bjöguð upp á við. Neðri mörksannrar framfærsluvísitölu seinna tímabil er Paa-sche-framfærsluvísitala sem er venjulega hærri enPaasche-fastgrunnsvísitala sem því er sögð bjöguðniður á við. Ein leið til að minnka mun áLaspeyres- og Paasche-vísitölum er fólgin í því aðskipta um útgjaldagrunn neysluvísitölunnar oft enþað dregur úr mun sem er á þeim og getur fært þærnær sannri framfærsluvísitölu. Hægt er að skil-greina framfærsluvísitölu og hreina verðvísitölusem hlutfall milli útgjalda á tveimur tímabilum. Ífastgrunnsvísitölunni er magn fast en getur breystí framfærsluvísitölunni ef verðhlutföll breytast. Íraun er munurinn á aðferðunum við vísitölu-útreikning ekki eins mikill og virðist við fyrstusýn. „Raunverulega eru vandamálin fyrir allarverðvísitölur hvort sem þær eiga að mæla verð-bólgu eða breytingar á framfærslukostnaði að fásem bestar og réttastar vogir. Þegar markmiðið erað mæla breytingar framfærslukostnaðar ætti aðtaka fram að vísitölurnar sem eru reiknaðar eru íraun alltaf hreinar verðvísitölur í einni eða annarrimynd. Þegar vogirnar eru ‘réttar’ skiptir litlu málihvort vísitölunum er ætlað að vera verðbólgu- eðaframfærsluvísitala“ (Hill, 1999 bls. 10).

Aðferðir skortir til að meta nytjar einstaklingaen það gerir mælingar á framfærsluvísitölumillmögulegar. Það var því merk uppgötvun þegarsýnt var fram á að ýmsar tegundir samhverfravísitalna, sem nefndar eru afburða5 endurspeglameð fullnægjandi hætti sanna framfærsluvísitöluað gefnum ákveðnum forsendum um form nytja-falls (Diewert, 1976). Þannig er hægt að reiknaframfærsluvísitölu með afburðavísitölu án þessað mæla hana beint. Afburðavísitölur eru sam-hverfar og taka þess vegna með í reikninginn tvötímabil, eldra og yngra. Vandinn er að upplýsing-

4. Samræmd vísitala neysluverðs er til dæmis skilgreindsem breytingar á peningaútgjöldum einstaklinga miðaðvið fasta neyslusamsetningu.

5. Hugtakið var fyrst notað við flokkun vísitalna af Fisher(1922), bls. 247.

Page 4: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

ar um vogir á líðandi stund eru ekki tiltækar fyrren eftir á og því erfitt að reikna þær tímanlega.

Helstu afburðavísitölurnar eru:Fisher-vísitala er þekktasta afburðavísitalan

oft nefnd eðalvísitala (e. ideal index). Vísitalan erkennd við bandaríska hagfræðinginn Irving Fish-er (1922) og er margfeldismeðaltal af Laspeyres-og Paasche-vísitölum.

(2.2)

Hún uppfyllir öll helstu prófin samkvæmtprófanaaðferðinni, ein afburðavísitalna og erþannig hliðstæð margfeldismeðaltalinu í grunn-vísitölum.

Walsh-vísitala (Walsh 1901, bls. 398, og1921, bls. 97), en í henni eru vogirnar margfeldis-meðaltal af magni á tveimur tímabilum. Walsh erLowe-verðvísitala (2.1) þar sem qi =(qi

tqi0)½.

(2.3)

Törnqvist-vísitala, skilgreind sem margfeldis-meðaltal verðhlutfalla vegið með meðalút-gjöldum bæði tímabilin.

(2.4) þar sem

og wi er útgjaldavog fyrir vöru i sem hlutfall af heildarútgjöldum, , þar sem

j = 0, t.

Þegar vísitölur eru keðjutengdar er ætíð nokk-ur hætta á að þær ofmæli verðbreytingar viðkeðjutenginguna.6 Rek (e. drift) í vísitölum geturorðið ef miklar verðbreytingar eru í mánuðinumþegar keðjutengt er og vísitalan fer ekki í sömustöðu og áður þegar þær ganga til baka. Verð-breytingar sem valda þessu geta t.d. verið árstíða-bundnar og þarf að gæta sérstaklega að þessuþegar keðjutengt er.

2.2 PrófanaaðferðMismunandi útreikningsaðferðir á vísitölum sýnaólíkar niðurstöður. Vandinn við val á aðferð semhentar best við vísitöluútreikning er fólginn íþeirri staðreynd. Í prófanaaðferðinni7 eru mis-munandi tæknilegir eiginleikar vísitalna gaum-gæfðir til að sjá hvaða skilyrði þær uppfylla ánþess að gera ráð fyrir að tengsl séu á milli breyt-inga á verði og magni. Sett eru fram skilyrði semvísitölur þurfa að uppfylla til að teljast góðirverðmælikvarðar og vísitölurnar prófaðar með til-liti til þeirra. Niðurstöðurnar gefa vísbendingarum hvaða skilyrði þær standast og má nota þær tilað velja þá reikniaðferð sem best á við. Nefna mánokkur dæmi um slík próf:8

1. Jákvæðni (e. positivity); verði og magni erekki leyft að verða neikvætt, vísitölur þurfa aðsýna jákvæða niðurstöðu.

2. Jafngildispróf (e. identity test); ef verð áöllum vörum eru eins á tveimur tímabilumætti vísitalan að vera óbreytt.

3. Verð breytist hlutfallslega (e. proportionalityin current prices); ef öll verð á einu tímabilieru margfölduð með sama fasta ætti nýja vísi-talan að vera gamla vísitalan margfölduð meðfastanum.

4. Óháð mælieiningum (e. invariance to changesin the units of measurement); vísitalan breytistekki þrátt fyrir að mælieiningar breytist.

5. Tímaandhverfupróf (e. time reversal test); efgögnum vegna tveggja tímabila er víxlað erútkoman andhverfa upprunalegu vísitölunnar.

6. Magnvíxlunarpróf (e. quantity reversal test);ef magni vegna tveggja tímabila er víxlað ávísitalan að vera óbreytt.

7. Meðalgildispróf (e. mean value test for prices); vísitöluniðurstaðan liggur á millihæstu og lægstu verðhlutfallanna.

36 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

6. Frish (1936) bls. 8-9, Szulc (1983) bls. 555-556.

7. Aðferðin er oftast kennd við Irving Fisher en í raun varþað Walsh sem fyrstur rannsakaði prófanaaðferðinakerfisbundið. Diewert (1993), bls. 39.

8. Ítarlegt yfirlit er t.d. að finna í Diewert (2004), kafla 16,en þar ræðir hann um 20 vísitölupróf.

Page 5: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 37

8. Paasche- og Laspeyres-markapróf (e. Paascheand Laspeyres bounding test); verðvísitölu-niðurstaðan liggur á milli Laspeyres- og Paa-sche-vísitalnanna.

9. Einhæfni í verðum nú (e. monotonicity in cur-rent prices); ef verð breytist breytist verðvísi-talan.

10. Tengipróf eða verðsveiflur (e. test of per-mutation or price bouncing); ef verslanir víxlaverðum milli mánaða og verð í síðari mánuðieru tengd verðum fyrri mánaðar ætti vísitalanað vera óbreytt. Til dæmis ef ein vara hækkarúr 20 kr. í 25 kr. eða um 25% og lækkar síðanúr 25 kr. í 20 kr. eða um 20% á meðaltalið aðvera óbreytt og vísitalan ekki að sýna breyt-ingar.

11. Tengslapróf (e. test of transitivity); vísitalasem er reiknuð beint á milli tímabila á að sýnasömu niðurstöður ef hún er keðjutengd.

Prófin eru misjafnlega mikilvæg og ekki eru tilreglur um hvert þeirra skiptir mestu máli ogniðurstöðurnar eru því ætíð háðar mati. Tímaand-hverfuprófið segir til dæmis um hvort samaniðurstaða fáist þegar vísitala er reiknuð afturábakeða áfram sem skiptir í flestum tilvikum miklumáli og því mikilvægt að hún standist það próf.

2.3 Vísitölur í grunniGrunnur nær bæði yfir búða- og vöruvogir, en ígrunni eru vogir fyrir einstaka liði oft ekki tilsundurliðaðar og niðurstöðurnar í flestum tilvik-um eingöngu reiknaðar með verðum. Grunnliðirvísitölunnar hafa útgjaldavogir þar sem undir-vísitölur eru reiknaðar. Greint er á milli reikni-aðferða sem notaðar eru í grunni og aðferða semnotaðar eru við heildarútreikning vísitölunnar enþá eru grunnliðir vísitölunnar lagðir saman ogheildarniðurstaða útbúin. Í grunni er hægt að notaýmsar aðferðir við útreikninginn allt eftir þvíhvernig grunnupplýsingarnar eru sundurliðaðar,t.d. er hægt að reikna afburðavísitölur ef nægarupplýsingar eru tiltækar.

Til að átta sig á eiginleikum vísitalna semreiknaðar eru í grunni þegar eingöngu er reiknaðmeð verðum eru verðbreytingar athugaðar með

tvennum hætti, sem meðaltal verðhlutfalla eðahlutfall meðalverðs á hverju tímabili. Helstugrunnvísitölurnar reiknaðar með þessum aðferð-um þar sem Pi

0 = verðathugun i á tímabili 0, Pit =

verðathugun i á tímabili t, og n = fjöldi verð-athugana eru:

Einfalt meðaltal verðhlutfalla kennt við Carli

(2.5)

Hlutfallið á milli einfaldra meðaltala verðs kenntvið Dutot

(2.6)

Margfeldismeðaltal verðhlutfalla kennt við Jevons

(2.7)

Hlutfallið milli margfeldismeðaltala verðs kenntvið Jevons

(2.8)

Umhverfumeðaltal (e. harmonic mean) verðhlut-falla

(2.9)

Hlutfall umhverfumeðaltals verðs

(2.10)

Meðaltal verðhlutfalla, Carli og umhverfumeðal-tals

(2.11)

Samhengi er á milli þessara aðferða því aðmargfeldismeðaltalið er ætíð minna eða jafnt ogeinföldu meðaltölin og stærra en umhverfu-meðaltölin.

Carli-vísitalan (2.5) sem er meðaltal verðhlut-falla er notuð í vísitöluútreikninga í nokkrum ríkj-um, en dregið hefur verulega úr notkun hennarsíðari ár. Vísitalan hefur margar óæskilegar hliðar,

Page 6: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

38 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

„en við munum sjá að einfalda meðaltalið leiðir tilalverstu vísitölunnar og ef þessi bók hefur engináhrif önnur en að leiða til þess að algjörlega verðihætt að nota það, hefur hún orðið að gagni“ (Fish-er, 1922, bls. 29-30). Hún stenst ekki tímaand-hverfuprófið (5), tengslaprófið (11) né tengiprófið(10) og er því ekki hentug í keðjuvísitölur og erumtalsvert bjöguð upp á við. Notkun hennar í sam-ræmdri vísitölu neysluverðs er ekki heimil (Euro-stat, 2001, bls. 217).

Dutot-vísitalan (2.6) sem er einfalt meðaltalverða, stenst öll próf nema um að mælieiningar séuóháðar (4). Mismunandi stærð pakkninga hefuráhrif á niðurstöðurnar sem getur verið galli. Vísi-talan hefur einnig óbeinar vogir þar sem dýrarvörur hafa meiri áhrif á meðaltalið heldur enódýrar. Dutot-vísitalan hentar ágætlega ef vöruverðer einsleitt og var notuð ein við útreikning á ís-lensku neysluverðsvísitölunni þar til í mars 1997.

Jevons-vísitalan (2.8) hefur verið notuð hér álandi við útreikning í grunni vísitölu neysluverðsfrá því í mars 1997. Margfeldismeðaltal er hægt aðreikna bæði sem meðaltal verðhlutfalla og hlutfallmeðalverðs og leiða báðar aðferðirnar til sömuniðurstöðu. Jevons-vísitalan stenst öll helstu prófog hefur að því leyti yfirburði. Mismunandipakkningastærðir hafa ekki áhrif á niðurstöðurnaren sá eiginleiki er nýttur við útreikning í íslenskuneysluverðsvísitölunni. Líta má hagfræðilega ávísitölur í grunni eftir því hvernig þær sýnastaðkvæmni. Ef teygniforsendur um eftirspurn eruathugaðar verður teygni margfeldismeðaltals ætíðjafnt og 1 og Dutot jafnt og 0. Margfeldismeðaltalleiðréttir fyrir staðkvæmni eftir þessum forsendumen einfalt meðaltal ekki.

Umhverfumeðaltalið (2.9 og 2.10) er hægt aðreikna bæði sem verðhlutföll og meðalverð. Um-hverfumeðaltal verðhlutfalla er andhverfa við Carli(2.5). Umhverfumeðaltalið stenst ekki próf (10) né(11) og er afar lítið notað í vísitöluútreikningum ogætíð bjagað niður á við. Ef reiknað er margfeldis-meðaltal af Carli (2.5) og umhverfumeðaltali (2.9eða 2.10) fæst grunnvísitala (2.11) sem hefur mjögsvipaða eiginleika og Jevons-vísitalan. Fisher bentifyrstur á þetta og fleiri hafa tekið undir það.9

3. Útreikningur á vísitölu neysluverðsÞegar heildarvísitala er reiknuð eru fyrst reikn-aðar út meðalverðbreytingar fyrir hvern grunnliðog þeir lagðir saman að því loknu og samtölurfyrir milliflokka og heild búnar til. Heildarvísital-an er reiknuð sem Lowe-vísitala (2.1) og erkeðjutengd árlega í mars og niðurstöður fyrirmarsmælingu á gömlum og nýjum grunninotaðar. Til dæmis er grunnurinn fyrir dagvöruárið 2002 reistur á útgjaldarannsókn áranna 2000-2002 þar sem útgjöld árin 2000 og 2001 eru fram-færð frá ársmeðaltali til verðlags ársins 2002.Grunnurinn 2002 er síðar færður fram til verðlagsí mars 2004. Verðbreyting vísitölunnar í hverjummánuði er reiknuð frá grunni í mars 2004 tilútreikningsmánaðar. Vetrarútsölum er þó ekki allsstaðar lokið og sýna þarf sérstaka aðgát vegnahættu á reki þegar nýjar vörur eru teknar inn ívísitöluna.

Grunnurinn nær yfir vogir vísitölunnar þarsem meginundirstaða vísitölunnar er lögð. Fimmútreikningsaðferðir eru notaðar í grunni vísitöluneysluverðs:1. Einfalt margfeldismeðaltal verðs (2.8) við

útreikning á tæplega 39% útgjalda í grunni.2. Vegið margfeldismeðaltal verðs á dagvör-

um,10 nær yfir tæplega 18% útgjaldanna.3. Lowe (2.1) eða einfalt meðaltal (Dutot) (2.6),

nær til tæplega 38% af vísitölunni.4. Afburðavísitala (Fisher) (2.2), sem nær til ríf-

lega 2% útgjalda.5. Vísitölur sem ná yfir tæplega 3% vísitölunnar.

Grunnliðir í vísitölunni eru 696. Margfeldis-meðaltal er notað við útreikning á 585 þeirra ognær til ríflega 57% af útgjöldum í grunni.11 Þar aferu dagvöruliðirnir 364 og aðrir liðir 221. Liðirreiknaðir sem einfalt meðaltal eru 99 og meðöðrum hætti 12.

9. Fisher (1922) bls. 472, Carruthers, Sellwood og Ward(1980) bls. 25, Dalén (1992) bls. 140.

10. Vörum sem seldar eru í matvörukeðjunum.11. Svipað hlutfall útgjalda er reiknað með margfeldismeðal-

tali í norsku og bandarísku neysluvísitölunum. Dalton,Greenless og Stewart (1998) bls. 3 og Johannessen(2001) bls. 15.

Page 7: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 39

Miklu máli skiptir hvernig grunnurinn erskipulagður og hvaða heimildir eru notaðar viðgerð hans. Meginheimildin við gerð vísitölu-grunnsins er rannsókn Hagstofunnar á útgjöldumheimila en gögn úr henni eru notuð beint viðútreikning á liðum sem ná yfir um 64% útgjalda ígrunni vísitölunnar. Þegar gögn úr neyslurann-sókninni eru ekki nægilega sundurliðuð er ná-kvæmari gagna aflað sem ná yfir um 29% út-gjalda í grunni vísitölunnar. Útgjöldin eru kaup ááfengi og tóbaki, lyfjum, læknisþjónustu, bensíni,fargjöldum með strætisvögnum, flugfargjölduminnanlands, póst- og símaþjónustu, aðgangseyri ísund og áskriftargjöldum sjónvarpsstöðva.

Reiknaðar eru nettóvogir í grunngögnum semná yfir tæplega 7% af útgjöldum í vísitölugrunni.Þannig háttar til um útgjöld til kaupa á bílum,tryggingum og happdrættismiðum. Útgjöld tilkaupa á bílum eru miðuð við mismun verðs ákeyptum bíl og seldum sem er í samræmi viðaðferðir sem notaðar eru í samræmdu neyslu-verðsvísitölunni og í þjóðhagsreikningum. Trygg-ingar eru miðaðar við nettóvogir sem eruiðgjaldatekjur að frádregnum bótum vegna tjóna,en jafnframt er tekið tillit til fjármagnsteknatryggingafélaganna.12 Á sambærilegan hátt ervog happdrætta í grunni vísitölunnar ákvörðuðsem heildartekjur happdrættanna að frádregnumvinningum.13

Útreikningur á neysluverðsvísitölum er flók-inn og engin ein algild aðferð notuð. Aðstæður oggögn ráða hvernig verkefnið er leyst af hendi. Áhverju ári er safnað verði á allt að 220 þúsundvörum og þjónustu við úrvinnslu á vísitöluneysluverðs eða að meðaltali ríflega 18 þúsund ámánuði.14

3.1 Einfalt margfeldismeðaltal verðs á vöru og þjónustu (2.8)Aðferðin er notuð til að reikna verðbreytingar átæplega 39% útgjalda í grunni. Margfeldismeðal-talið leiðréttir fyrir staðkvæmdaráhrifum semverða þegar neytendur breyta neyslu sinni vegnahækkunar eða lækkunar á vöruverði. Mismunandier hversu mörg verð liggja að baki hverjumgrunnlið og er verðbreyting reiknuð af öllumvörum sem til eru á báðum tímabilunum. Notað ersíðasta mælda verð á vörum sem ekki eru til þegarverðum er safnað.15 Fer það eftir eðli liðannahvort margar verðmælingar þarf eða hvort komistverður af með fáar. Þegar vörurnar eru misleitar,vogin ekki ítarlega sundurliðuð og verðið breyti-legt verður útreikningurinn áreiðanlegri meðþessari reikniaðferð. Þetta á við um liði eins ogbílavarahluti, leikföng og bækur. Í einsleitum

Yfirlit um útreikning og verðsöfnun í vísitölu neysluverðs í desember 2002

Grunnliðir Grunnur Vörur Verð ÚtgjöldÚtreikningsaðferð undirvísitölur fjöldi voga fjöldi fjöldi skipting1 Einfalt margfeldismeðaltal verðs 221 323 2.083 5.436 392 Vegið margfeldismeðaltal verðs 364 4.000 800 10.000 183 Lowe eða einfalt meðaltal verðs 99 1.509 1.185 2.891 384 Afburðavísitala 7 203 75 203 25 Vísitölur 5 13 27 27 3

Vísitalan alls 696 6.048 4.170 18.557 100

12. Við ákvörðun á vogum er miðað við meðaltal þriggja áraen sú aðferð er notuð í samræmdu neysluverðsvísitöl-unni.

13. Verðsöfnunin nær bæði til verðs á miða og vinningshlut-falls.

14. Til viðbótar er safnað að meðaltali um 1.000 vöru-verðum á mánuði sem ekki reiknast með. Þetta eru t.d.vörur sem bætt hefur verið við úrtakið og eru teknar inní vísitöluna smám saman. Þeim hefur verið bætt við eftirvísbendingar frá verðupptökufólki, úr óslitinni neyslu-rannsókn eða úr tölvugögnum frá verslunum.

15. Ef vara er ekki til í þrjá mánuði er fylgt sömu reglu oggildir í samræmdu vísitölunni að þá beri að skipta henniút fyrir nýja vöru.

Page 8: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

40 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

liðum eru fá verð oft nægjanleg til að mælinginverði áreiðanleg. Niðurstaða útreiknings á marg-feldismeðaltali er óháð gerð og stærð pakkningaog leyfir að vörur í mismunandi umbúðum séuundir sama grunnlið. Staðkvæmdaráhrif mælasteingöngu innan grunnliða en ekki á milli þeirrameð þessari reikniaðferð.

3.2 Vegið margfeldismeðaltal verðs fyrirdagvörurAðferðin nær til tæplega 18% útgjaldaliða ígrunninum. Matvöruverslunum er skipt í fjórarsamsteypur, Haga, Kaupás, Samkaup og aðrarverslanir. Hverri samsteypu er skipt upp í keðjursem eru nú alls 11. Keðjurnar eru grunneiningardagvöruvísitölunnar og eru þær með starfsemi áöllu landinu. Sérstakar landshlutavogir eru ekkinotaðar lengur.16 Keðjuvogir einfalda útreikningvísitölunnar og auðveldara verður að fást viðbreytingar á verslunarháttum sérstaklega þegarein verslun hættir og önnur tekur við. Ein ástæðaner samþjöppun í matvöruverslun en nú ráða þrjársamsteypur yfir verulegum hluta matvörumark-aðar fyrir dagvörur. Staðreyndin er einnig sú aðverð í verslunum innan keðju er svipað, óháðstaðsetningu þeirra.

Í keðju er reiknað margfeldismeðaltal (Je-vons-vísitala) allra vöruverða sem falla undirviðkomandi grunnlið vísitölunnar við útreikningá vísitölum fyrir grunnliði dagvöru í vísitöluneysluverðs. Þrep útreikningsins eru: Innan vöru-flokks (grunnliðar) k, í keðju j, er reiknað óvegiðmargfeldismeðaltal af verðathugununum, i:

(3.1) , fyrir pijk > 0

þar sem: verðathuganir mælast frá i = 1,.., n,keðjur frá j = 1,.., m og grunnliðir frá k = 1,.., h.

Til að auðvelda útreikninginn tæknilega erlogariþmi tekinn báðum megin og við fáum

(3.1a)

Aðgerðir (3.1) og (3.1a) eru framkvæmdar á samahátt fyrir alla grunnliði, annars vegar á grunntímavísitölunnar (mars hvert ár), hins vegar í útreikn-ingsmánuði.

Eftir fyrsta þrep verða til eftirfarandiverðtöflur sem er meðalverð grunnliða k, íkeðju j í útreikningsmánuði og sem er meðal-verð grunnliða k í keðju j á grunntíma.

Vörurnar geta verið af mismunandi stærð oggerð og sérvörur sem eru eingöngu til í einnikeðju eru einnig teknar með. Í næsta þrepi eruvogir fyrst teknar með í útreikninginn og niður-staðan vegin saman eftir söluhlutdeild keðju íhverjum 364 grunnliða (undirvísitalna) fyrirdagvöruna. Hver keðja hefur vog fyrir hverngrunnlið, þannig að . Hún er fundinþannig að wjk er hlutdeild keðju í heimilisútgjöl-dum fyrir grunnlið k, og qk er þá verðmætavoginí vísitölugrunni fyrir grunnlið k og er heil-darverð-mætavog dagvöru.

Vegin margfeldismeðaltöl eru reiknuð fyrir

(3.2) ,

fyrir er reiknað á sama hátt.Ef tekinn er lógariþmi af hlutfalli meðaltal-

anna og jafnan löguð til fæst

þar sem er verðbreytingin á grunn-lið k frá grunntíma vísitölu til útreiknings-mánaðar. Hún er notuð við útreikning vísitölugrunnliðar, vk. Vísitala dagvöru er síðan reiknuð

sem , þ.e.a.s. Lowe-vísitala.

Verðmælingarnar alls eru 9-10 þúsund í mán-uði. Verði er safnað fyrir ríflega 800 vörur ogbúðavogirnar eru tæplega 4.000 að tölu. Í keðjun-um eru reiknuð út um 5.500 meðalverð og þegarþau hafa verið reiknuð fyrir grunnliði í hverrikeðju eru þau alls um 3.500. Til útskýringar máathuga liðinn hrísgrjón. Sjö hrísgrjónavörur eru

16. Frá mars 1997 til mars 2002 voru reiknaðar fjórar lands-hlutavísitölur fyrir matvörur í vísitölunni og heildar-niðurstaðan vegin saman eftir landshlutavogum.

Page 9: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 41

verðlagðar, í misstórum pakkningum og af mis-munandi gerðum og merkjum. Meðalverðin íkeðjunum 11 fyrir þessar 7 vörur eru 49 og þaueru notuð þegar meðalverð er reiknað fyrir undir-vísitöluna. Vogin miðast við sölu hrísgrjóna íhverri keðju.

Ef Pjk = 0 í keðju sem hefur wjk > 0 verðurkvörðun á voginni, sem jafngildir því að viðkom-andi vog flytjist yfir á hinar keðjurnar. Stað-kvæmdaráhrifin eru því þannig að ef vara er ekkitil í keðju er gert er ráð fyrir að neytandinn leitifyrst að annarri vöru innan grunnliða í sömukeðju. Ef varan er ekki til þar leitar hann annað ogkaupir á meðaltalsverði eins og það er í öðrumverslunum þar sem hún er til. Staðkvæmni milliverslana er því leyfð.

Við útreikning á dagvöruliðnum er meðaltal-ið reiknað fyrir allar vörur sem eru til og þaðborið saman við verð á sömu vörum í grunnivísitölunnar.17 Verðsafnið er því ekki eins á millimánaða og meðalverðið sem notað er viðverðmælinguna ekki heldur. Einn meginkosturútreikningsaðferðarinnar er fólginn í þeirristaðreynd að allt verðsafnið á hverjum tíma ernotað við verðmælinguna. Grundvallarforsendaþess að unnt sé að nota aðferðina er að mikillfjöldi verðathugana liggi að baki meðalverði íkeðju. Til að auka líkurnar á að það skilyrði séuppfyllt nær verðsöfnunin til nokkurra verslana ístærstu keðjunum.

3.3 Lowe (2.1) eða einfalt meðaltal verðs(2.6)Lowe eða einfalt meðaltal verðs er notað fyrir liðisem ná yfir tæplega 38% af vísitöluútgjöldunum.Aðferðirnar eru aðallega notaðar við útreikningaþar sem til eru sundurliðaðar vogir með ítarlegumviðbótarupplýsingum. Í mörgum tilvikum er ekkium staðkvæmdaráhrif að ræða á sama hátt og er íliðum sem reiknaðir eru sem margfeldismeðaltöl.Þegar vogir skiptast niður á einstakar vörur skipt-ir ekki máli hvort margfeldismeðaltal eða einfaltmeðaltal er notað við útreikninginn. Liðirnir eru

m.a. áfengi og tóbak,18 húsnæðiskostnaður, lækn-isþjónusta, bifreiðar,19 bensín, ökukennsla, póst-og símaþjónusta, happdrætti, utanlandsferðir ogtryggingar.20

3.4 Afburðavísitala (2.2)Um er að ræða liði sem ná til um 2% útgjalda ígrunni vísitölunnar og þurfa ítarlegar upplýsingarum samsetningu þeirra að liggja fyrir til að unntsé að nota aðferðina. Fastgrunnsvísitölur mælaekki áhrif samsetningarbreytinga en afburða-vísitölur gera það. Ef ný vog er til (Paasche) erhún notuð ásamt eldri vog (Laspeyres) og niður-staðan reiknuð sem Fisher-vísitala. Nýjar gjald-skrár fyrir þjónustu fela oft í sér uppstokkun ogverðbreytingar sem geta leitt til verulegra breyt-inga á neyslusamsetningu. Verðbreytingarnar erureiknaðar eftir samsetningu útgjalda sem síðastvar tiltæk og jafnframt með nýrri vog og þanniger tekið tillit til breytinga vegna staðkvæmdar-áhrifa en þau áhrif geta verið nokkur.21 Útgjalda-liðirnir sem hér um ræðir eru: sjónvarpsáskriftir,strætisvagnar, flugfargjöld innanlands, sund, leik-skólar, lyf og þjónusta sérfræðilækna.

3.5 Liðir reiknaðir eftir vísitölumUm 3% af vísitöluútgjöldum eru reiknuð þannig.Vísitölurnar eru oftast notaðar af hagkvæmnis-ástæðum og er útreikningur þeirra oftast ótengdurgerð neysluverðsvísitölunnar. Viðhald húsnæðiser stærsti útgjaldaliðurinn sem reiknaður er meðþessum hætti en þar er efnisliðum breytt eftirundirliðum úr vísitölu byggingarkostnaðar. Aðrirliðir breytast eftir launavísitölu svo sem vinna viðviðhald húsnæðis, barnagæsla, au-pair og heim-ilishjálp. Undirvísitölur vísitölu neysluverðs fyrir

17. Þegar reiknað er einfalt margfeldismeðaltal og vara erekki til í mánuði er þessu öðruvísi háttað. Hún er þá tek-in með í útreikninginn á því verði sem síðast var til.

18. Þar gætir auðvitað staðkvæmdaráhrifa en vogin er mjögítarleg niður á hverja flösku eða tóbakspakka. Skipt erum grunn árlega og verðsamanburðurinn innan ársinsparaður.

19. Staðkvæmdaráhrif en skipt er um vog árlega eftir ítarleg-um upplýsingum um innflutning.

20. Verðbreytingarnar eru metnar eftir líkani af íslenskatryggingamarkaðnum þar sem iðgjöld allra félaganna eruskoðuð eftir stærðarflokkum bifreiða og búsetu.

21. Verðbreytingar á þessum liðum eru sjaldgæfar.

Page 10: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

42 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

mat, rafmagn og hita eru notaðar til að færa uppheimavistarkostnað. Lántökukostnaður breytisteftir vísitölu neysluverðs og stimpilgjöld ogþóknun fasteignasala eftir vísitölu fasteignaverðs.Ekki er heppilegt að nota neysluvísitöluna tilmælinga á eigin verðbreytingum enda heyrir slíkttil undantekninga. Þegar vísitala neysluverðs ernotuð við útreikning á gjaldskrám eða verðbreyt-ingum á vörum og þjónustu hefur það óbein áhrifá verðmælinguna. Erfitt er að vita nákvæmlegaum umfang þessa en líklega er greidd húsaleigastærsti vísitöluliðurinn sem breytist þannig, entæplega helmingur leigusamninga í úrtaki fyrirleigu er verðtryggður með vísitölu neysluverðs.

4. KvittanaaðferðinMatvörukeðjur og fleiri verslanir láta viðskipta-vinum í té sundurliðaðar kvittanir og hefur Hag-stofan nýtt þær í rannsókn á útgjöldum heimila.Kvittanaaðferðin byggist á að safna þessum ítar-legu upplýsingum og nýta þær kerfisbundið tiltölfræðilegrar úrvinnslu. Aðferðin var fyrst notuðí útgjaldarannsókninni árið 1995 og eftir það íóslitinni rannsókn á heimilisútgjöldum sem hófstárið 2000. Í útgjaldarannsókninni er gert ráð fyrirað úrtakið sé svipað að stærð á þremur árum einsog var árið 1995. Heimili sem þátt tóku í könn-uninni árið 1995 voru 1375, árið 2000 voru þau657, 611 árið 2001 og 639 árið 2002 eða alls1907. Nokkur ríki safna kvittunum í útgjaldarann-sóknum sínum en engin nýta sér þessar upplýs-ingar enn með þessum hætti.22 Í rannsókninniskila þátttakendur inn kassakvittunum í stað þessað sundurliða kaup í hefti sem þeir fá til að skráútgjöld sín í. Miðað er við að heildarfjárhæðinnkaupanna sé skráð í heftið og kvittunin sett ívasa sem er aftast í því. Meginhugmyndin varupprunalega að auðvelda heimilum vinnu viðkönnunina með því að skila kvittununum. Til við-bótar fengust ítarlegar upplýsingar sem hafa veriðnýttar til að taka upp keðjuvogir vísitölu neyslu-verðs. Aðferðin gerir kleift að meta mun ná-

kvæmar samsetningu og magn vara sem heimilinota en ella væri. Mun fleiri verslanir notastrikaleturskerfi við afgreiðslu nú en á árinu 1995.Að hluta til stafar það af aukinni samþjöppun ámatvörumarkaði sem hefur leitt til þess að í dageru þrjár samsteypur markaðsráðandi. Yfirlit ummagn upplýsinga sem kemur af kvittunum má fámeð því að leggja saman færslur af kvittunum ogúr heftum. Annars vegar má athuga færslufjöldaog hins vegar útgjaldafjárhæðir. Í rannsókninniárið 1995 kom um 41% af öllum færslum af kvitt-unum. Þessi tala jókst árið 2000 í um 69%, náði74% árið 2001 og var komin í 77% árið 2002.Árið 1995 fengust 53% af færslum á mat- ogdrykkjarvörum með þessum hætti 84% árið 2000en árin 2001 og 2002 námu færslur af kvittunum89%. Kvittanir náðu yfir 12% heildarútgjaldaheimilanna í könnuninni 1995, 26% árið 2000,um 31% árið 2001 og fóru í 36% árið 2002.Veruleg aukning hefur orðið á umfangi þessaraupplýsinga frá árinu 1995 og nú er svo komið aðþær ná yfir tæplega þriðjung útgjalda og tæplega75% færslna.

Venjulega er að finna eftirfarandi upplýsingará kvittun:

Sundurliðuð heildarfjárhæð viðskiptanna ogyfirlit um fjölda færslna. Kvittun er reikningur fráverslun og sýnir alltaf heildarfjárhæð innkaup-anna, það sem viðskiptavinurinn á að greiða. Viðfrágang rannsóknar á útgjöldum heimila kemurþetta sér vel því að hægt er að stemma gögnin afvið skráningu sem bætir öryggi í úrvinnslunniverulega.23 Ef á þarf að halda er hægt að metaheildarumfang viðskiptanna jafnvel áður en frá-gangi útgjaldarannsóknarinnar er að fullu lokiðhvert ár.

Nafn verslunar. Kvittunin kemur úr verslun ogsést hvar varan er keypt og hægt er að meta hlut-deild hverrar verslunar í heildarinnkaupum heim-ilanna. Upplýsingarnar eru lagðar til grundvallarúrvinnslu á grunni matvöru í vísitölu neysluverðs,t.d. við gerð keðjuvoga.

22. Ísraelar hafa safnað kvittunum lengi til dæmis í neyslu-rannsóknunum 1986-1987, 1992-1993 og frá 1997 ár-lega. Írar komast næst því að nýta gögnin með hlið-stæðum hætti í neyslurannsókn sinni árið 1999.

23. Þetta er fyrsta rannsóknin á útgjöldum heimila sem nýtirþennan möguleika til að stemma af þriðjung heimilis-útgjaldanna.

Page 11: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 43

Tímasetning og dagsetning viðskipta. Þessarupplýsingar sýna nákvæmlega hver neysluhegðunneytandans er, hvenær í vikunni verslað er og áhvaða tíma dags.

Lýsingar á vörunni, magn, verð og fjárhæð.Sundurliðun á pakkningar og vörumerki sjást oft-ast. Grænmeti og ávextir eru oft vegnir á kassan-um og sést þá magn og einingarverð sem opnarmöguleika á að útbúa nákvæmar magnvogir fyrirþessar vörur og jafnvel framkvæma næringar-fræðilegar athuganir.

Greiðsluform, sem sýnir hvort vara er stað-greidd, greidd með debet- eða kreditkorti eða meðávísun.

Árið 1974 voru vörur fyrst skannaðar við sölu(Hawkes og Smith (1999) bls. 284). Þróunin hef-ur verið hröð frá þeim tíma og nú er svo komið aðstærstur hluti af sölu ýmissa verslana fer frammeð þessum hætti. Þegar vörur eru keyptar í mat-vöruverslun eru kaupin skönnuð og kaupandinnfær sundurliðaða kvittun fyrir viðskiptunum.Upplýsingar sem verða til með þessum hætti faraí gagnagrunn fyrirtækis og sýna vörusölu þess.Kvittunin sem neytandinn fær á pappír er spegil-mynd af gögnum sem er að finna hjá fyrirtækinu.Ef pappírsgögnunum væri öllum haldið til hagagæfu þau sömu mynd og fæst ef þeim er safnaðbeint úr tölvukerfum fyrirtækjanna. Ef þeim ersafnað frá neytandanum má sjá viðskiptin oghverjir kaupendurnir eru. Kassakvittun frá kaup-anda sýnir hvað keypt er og hver kaupir en þaðgefur gögnunum sérstakt gildi umfram þau semfást frá fyrirtækjunum. Í gagnagrunnunum eru tildæmis einnig gögn vegna innkaupa annarra aðilaen heimila og ná þau því til víðtækari viðskipta enheimilisgögnin.

Kvittanaaðferðin er ein mesta framför viðgerð útgjaldarannsókna um langt árabil og opnarýmsar nýjar leiðir til nýtingar gagna um heimilis-útgjöld. Nefna má möguleika á að reikna vísitöl-una fyrir dagvöru eftir mismunandi heimilis-gerðum, reikna afburðavísitölu reglulega meðþessum gögnum, nýta magn og verðupplýsingarfyrir ítarlegri magnvogir og jafnvel má safnaverðum reglulega frá heimilum með þessumhætti.

5. Bjagi vegna innkaupa heimilaNeytendur þurfa stöðugt að horfast í augu við þástaðreynd að verð á sömu eða svipuðum vörum eroft mjög mismunandi í verslunum. Neyslu-verðsvísitölur ættu að réttu að mæla vöruverð hjáþeim, mæla verðbreytingar á innkaupum heimila.Venjulega eru ekki til nægar upplýsingar umverslunarhætti sem gera slíkt kleift. Verðsöfnunfyrir vísitölu fer fram í verslunum og er meðal-verðbreyting oftast metin eftir söluupplýsingum.Þegar heimili breyta innkaupamynstri sínu geturmeðalverð innkaupanna breyst án þess að nokkuðhafi gerst í versluninni, verð þar gæti þess vegnaverið óbreytt. Til að endurspegla slíkar breytingarí neysluvísitölum þarf að breyta vogum verslanaog taka tillit til þessara verðbreytinga í verðmæl-ingunni. Ef verðbreytingin væri metin eftir heim-ilisvogum væri þeim breytt í einstökum verslun-um þegar breytingarnar verða á innkaupamynstriheimila. Meginmáli skiptir að verslanaúrtakiðsýni rétta mynd af viðskiptum.

Verslunarhættir breytast stöðugt og neytendurbreyta neysluhegðun sinni í samræmi við það. Efverslun hættir eru þeir neyddir til að breyta til eneiga þó kost á að versla á sama stað ef önnurverslun kemur í staðinn. Að öðrum kosti verðaþeir að leita uppi nýja verslun, hvort sem hún hef-ur verið til áður eða er algjörlega ný. Neytendurbregðast við og ef þeir kaupa sömu vörur annarsstaðar, á lægra verði, þarf að taka tillit til þess ívísitöluútreikningi annars verður bjagi vegna inn-kaupa heimila í vísitölunni (e. shopping sub-stitution bias). Hingað til hefur ekki verið hægt aðfylgjast með slíkum breytingum vegna þess aðupplýsingar skortir og slíkur bjagi er oftast nefnd-ur bjagi vegna staðkvæmni verslana (e. outletsubstitution bias). Umræða um þessa tegundbjaga hefur ekki verið mikil að umfangi alþjóð-lega og leiðréttingar á vísitölum vegna þessaheyra til undantekninga.24

Þegar ekkert tillit er tekið til breytinga á stað-kvæmni heimilisinnkaupa í neysluvísitölum ergert ráð fyrir að allur verðmunur sem er á milliverslana stafi af því að þjónusta þeirra sé mis-

24. Reinsdorf (1993), Boskin (1996) bls. 28-29 og 67, BLS(1997) bls. 5.

Page 12: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

44 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

munandi að gæðum. Sé það gert mælist enginverðbreyting í vísitölum þegar neytendur breytainnkaupum. „Þegar hreinn verðmunur er fyrirhendi geta breyttar markaðsaðstæður gert ein-hverjum heimilum kleift að breyta frá því aðkaupa á háu verði yfir í að kaupa á lægra verði, tildæmis ef nýjar verslanir opna sem bjóða vörur álægra verði. Lækkun á því verði sem heimilingreiða þýðir þannig verðlækkun í neysluvísitöl-unni þrátt fyrir að engin verðbreyting sé í versl-uninni“ (Hill, 2004, bls. 21).

Vanmat á gæðabreytingum vöru eða þjónustuleiðir til ofmats á verðbólgu. Slík hætta er mestþegar verðbólga eykst snöggt og innkaup heimilabreytast mikið. Til viðbótar verði á vörum hefurþjónustustig verslunar mikil áhrif á val neytanda.Þjónustustigið nær til allra þátta sem hafa áhrif áhugmynd neytandans um gæði við val á verslun-arstað og til flestra atriða sem ákvarða gerð versl-ana. Um er að ræða þætti eins og vöruúrval, fjölda verslana í keðju og staðsetningu þeirra,búðarkassafjölda, opnunartíma og greiðslufyrir-komulag. Allir þessir þættir þurfa að endurspegl-ast rétt í verðmælingunni. Gæði eru bæði huglægog einstaklingsbundin og því verulegur vandi aðleggja mat á þjónustustigið að öðru leyti en þvísem snýr að vöruúrvali. Dregið hefur úr mun ámilli lágvöruverðsverslana á Íslandi og verslanaannarrar gerðar að því er varðar þá þætti semtaldir voru upp. Hægt er að meta gæðamun semfólginn er í mismunandi þjónustustigi með því aðbera saman vöruúrval en það endurspeglar þannhluta þjónustu sem unnt er að mæla. Sem dæmimá nefna ef ein búð hættir og önnur er opnuð ásama stað. Ýmsar vörur sem til voru í eldri versl-un eru ekki til í þeirri nýju, pakkningar eru aðrarog vörumerki önnur. Neytandinn verslar á samastað og áður en í nýrri gerð verslunar. Munur áverðlagi milli verslananna á sameiginlegum vör-um er notaður sem mat á verðbreytingum.

Við innkaup á bensíni geta neytendur valið ámilli mannaðra og ómannaðra þjónustustöðva. Ámönnuðum þjónustustöðvum stendur valið á millifullrar þjónustu og sjálfsafgreiðslu. Á ómönnuð-um stöðvum afgreiðir neytandinn sig sjálfur oggreiðir með kortum eða peningum. Bensín ereinsleit vara og munurinn á þjónustu minni en

áður. Sjálfsafgreiðslustöðvum hefur fjölgað ogbiðraðir eru sjaldgæfar á ómönnuðum stöðvumeins og var fyrst eftir að þær komu fram. Neyt-andinn eyðir sama tíma hvort sem hann nýturþjónustu eða fyllir á tankinn sjálfur og oft er sjálfs-afgreiðslan fljótlegri. Gæðamunur á þjónustu viðafgreiðslu á bensíni er því í raun lítill sem enginn.

Í apríl árið 2001 jókst verðbólga á Íslandiverulega og til loka ársins hækkaði vísitalaneysluverðs um 7,3% og var ársbreyting hennarþá orðin 9,4%. Á árinu 2002 dró hins vegar veru-lega úr verðbreytingum og frá upphafi til loka árshækkaði neysluverðsvísitalan um 1,4%. Jafn-framt því sem verðbólgan jókst urðu verulegarbreytingar á skipulagi verslana og verslunarhátt-um í landinu, sérstaklega í verslun með dagvöruþar sem neytendur skiptu oftar við verslanir þarsem verðlag var lágt og keyptu í meira mæli enáður ódýrara bensín með því að dæla því sjálfir ábíla sína.

Varðandi breytingu verslunarhátta má nefnaað frá október árið 2000 er viðskiptavinum Bónusleyft að greiða með kreditkortum, en áður vareingöngu hægt að versla þar gegn staðgreiðslu ogverslunum í keðjunni fjölgaði nokkuð. Verslan-irnar í keðjunni voru 9 fyrri hluta ársins 1999 enum mitt árið var fyrsta verslunin utan höfuðborg-arsvæðisins opnuð á Ísafirði og Hagkaupsversluní Kjörgarði breytt í Bónusverslun. Seinni hluta árs2000 til loka 2001 voru 6 nýjar Bónusverslaniropnaðar þar af tvær utan höfuðborgarsvæðis, áAkureyri og Selfossi. Nýjar verslanir voru einnigopnaðar í eða við verslunarmiðstöðvar í Kringl-unni og á Smáratorgi í lok ársins 2001. Seinnihluta árs 2002 var tveimur 10-11-verslunum, íBorgarnesi og á Egilsstöðum, breytt í Bónusversl-anir og þar með eru verslanirnar orðnar 19. Hlið-stæð þróun en mun umfangsminni varð hjáKaupássamsteypunni á tímabilinu með tilkomuKrónuverslana.

Í Bónuskeðjunni er verðlag matvöru oftastlægra en í öðrum verslunum og hefur munurinnhaldist þrátt fyrir að gæðamunur á milli þeirra ogannarra verslana hafi minnkað. Í því sambandi mánefna nokkrar breytingar á Bónusverslunum, sérstaklega á árinu 2001. Verslanirnar voru í upp-hafi staðsettar í einföldu húsnæði, utan verslunar-

Page 13: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 45

kjarna, vöruúrval var fábrotið og vörur þurfti aðstaðgreiða, fáir kassar voru í hverri verslun ogopnunartími takmarkaður. Nýjustu verslanirnareru hins vegar staðsettar í rúmgóðu húsnæði, íverslunarsamstæðum eins og Kringlunni, Mos-fellsbæ eða í nánd við slíkar, eins og Smáralind.Viðskiptavinir sem í upphafi staðgreiddu vörurgeta nú greitt með kreditkortum. Vöruúrval hefuraukist,25 kössum fjölgað og verslanirnar eru opn-ar alla daga vikunnar. Þær eru ekki eingöngu áhöfuðborgarsvæðinu heldur dreifðar um landið, áÍsafirði, Akureyri, Selfossi, í Borgarnesi og á Egilsstöðum. Vöruúrval er fábreyttara en í öðrumverslunum þannig að neytendur þurfa að leitaannað kjósi þeir fjölbreyttara vöruúrval og það eroft frábrugðið sérstaklega að því er varðar pakkn-ingastærð. Af grunnliðum vísitölunnar erueingöngu 15 af 364 sem ekki eru til í keðjunni.26

Auðveldara er fyrir neytendur að versla hjáBónuskeðjunni eftir að verslunum fjölgaði og oftum styttri leið að fara. Þetta gerir leitarkostnaðneytenda minni en ella og hefur áreiðanlega ýttundir þessar miklu breytingar.

Frá árinu 1997 til 2001 hættu sex verslanirsem voru í úrtaki dagvöruverslana í vísitölunnistarfsemi og var ný verslun í öllum tilvikum tek-in inn í staðinn. Verðbreytingin var metin með þvíað bera saman verð á sameiginlegum vörum ogmunur á þjónustustigi á milli verslana gæða-leiðréttur á þann hátt.27 Með hliðstæðum hættivar tekið tillit til breytinga á verslunarháttum árið2001. Nær helmingur aukningar á markaðshlut-deild lágvörukeðja var metinn til lækkunar áverði og helmingur sem gæðaleiðrétting vegnamismunandi vöruúrvals. Niðurstaðan var tekin

inn í desember 2001 og í apríl 2002, en þá voruteknar upp keðjuvogir sem auðvelda að taka innbreytingar þegar nýjar verslanir koma í úrtakið ístað eldri sem falla út. Í þremur tilvikum urðubreytingar árið 2002. Í fyrsta lagi var Nýkaupumí Kringlunni breytt í Hagkaupsverslun í maí200228 og var vog Nýkaupa flutt á Hagkaup. KÁá Selfossi var breytt í Nóatúnsverslun um mittárið og vog þeirrar keðju flutt á Nóatúnskeðjuna.Í desember 2002 voru tvær nýjar Bónusverslanirteknar inn í stað tveggja 10-11-verslana og vogþeirra verslana flutt á Bónuskeðjuna. Munur ávöruúrvali í þessum verslunum er nokkur þráttfyrir að fjöldi grunnliða sé svipaður, ekki síst felstmunurinn í mismunandi pakkningarstærðum.29

Önnur þessara verslana var í verslanaúrtaki þann-ig að sú breyting hefði einnig mælst með eldriútreikningsaðferð. Breytingarnar hafa haldiðáfram á árinu 2003 og var gerð leiðrétting í maí2003 vegna breytinga á verslunum þar sem fluttvar á milli keðja ríflega 1% af heildarvægi allramatvöruverslana í landinu.30 Keðjuvogir hafasannað gildi sitt og auðvelda mjög að taka tillit tilsnöggra breytinga á verslunarháttum.

Samkvæmt gögnum úr útgjaldarannsókn Hag-stofunnar var hlutur lágvöruverðsverslana31 árið2000 um fjórðungur af heildarsölu dagvöru. Þettahlutfall fór í 31,5% árið 2001 og jókst í 38% árið2002. Árið 2003 var þetta hlutfall komið í um41% af heildarveltu matvöruverslana. Umtals-verð aukning varð á hlut lágvöruverðsverslana átímabilinu og árin 2000-2003 fluttust um 16% afallri dagvörusölu yfir í lágvöruverðsverslanir ogljóst að neytendur breyttu innkaupamynstri sínu áskömmum tíma og færðu innkaup sín þangað semverð var lægra. Nokkur munur er á breytingunumeftir heimilisgerðum. Þannig jukust innkaup ein-hleypinga úr 21% árið 2000 í 26% 2002 en á

25. Árið 1999 voru matvöruliðir 1.100 en voru komnir í1.400 árið 2000. Kaupþing (1999) bls. 9, Íslandsbanki(2000) bls. 19.

26. Til dæmis er tóbak ekki selt í Bónuskeðjunni. Það eruhelst nokkrar tegundir af kjöti sem ekki eru til í grunn-liðum.

27. Dæmi um slíkar breytingar sem höfðu áhrif á vísitölunavar þegar Nettóverslun var opnuð í Reykjavík í ágúst1998 og kom í stað verslunar sem fyrir var í úrtaki ogáhrifin mældust umsvifalaust. Óbein áhrif urðu einnigþegar aðrar verslanir lækkuðu verð hjá sér þegar þettagerðist.

28. Hagkaupum í Kringlunni hafði verið breytt í Nýkaup íjúní 1998.

29. Um það bil helmingur vara í 10-11-versluninni var til íBónus.

30. Hagkaupum í Njarðvík var lokað og Bónusverslun kom ístað hennar i mars 2003. Í apríl 2003 var 11-11-verslun íMosfellsbæ lokað og í staðinn kom Krónuverslun.

31. Lágvöruverðsverslanir hér eru Bónus, Krónan og Nettó.

Page 14: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

46 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

sama tíma fór hlutdeild innkaupa hjóna með börní lágvöruverðsverslunum úr fjórðungi í 43%.Ljóst er að það skiptir nokkru máli við mat áverðbreytingum að líta á innkaup eftir heimilis-gerðum (Rósmundur Guðnason, 2004a).

Um leið og ljóst varð að slíkar breytingarhöfðu orðið á neysluhegðun varð að taka tillit tilþeirra í útreikningi vísitölunnar. Unnt var að kort-leggja breytingarnar vegna nákvæmra upplýsingaum sölu dagvöru og markaðshlutdeild keðja, semfengust af kassakvittunum úr rannsókn á útgjöld-um heimila. Til viðbótar var afar ítarlegra upp-lýsinga aflað frá stærstu samsteypunni ummarkaðshlutdeild keðja innan vébanda hennar ogþær niðurstöður bornar saman við kvittanirnar ogbar heimildunum fyllilega saman. Gerðar voruleiðréttingar á verslunarvogum og dagvöruliðumvið útreikning vísitölunnar í desember 2001 semleiddu til 1,3% lækkunar á matvörulið vísitölunn-ar eða 0,27% til lækkunar á vísitölunni í heild. Ágrundvelli ítarlegri gagna af kvittunum úr neyslu-rannsókninni voru áhrifin endurmetin í apríl 2002til 0,10% lækkunar á vísitölunni og jafnframttekið tillit til breytinga á verslunarháttum á bens-íni samkvæmt upplýsingum um skiptingu bens-ínsölu frá olíufélögunum og við þá aðgerðlækkaði vísitalan um 0,08%. Í maí 2003 var einn-ig tekið tillit til breytinga vegna staðkvæmni semhöfðu í för með sér um 0,07% lækkun neyslu-verðsvísitölunnar. Heildarbreyting vegna leiðrétt-ingar á staðkvæmni í innkaupum heimila á dag-vöru og bensíni frá desember 2001 til maí 2003nam því alls 0,52% til lækkunar á vísitölu neyslu-verðs.

6. Húsnæði í vísitölu neysluverðsMat á hlut eigin húsnæðis í vísitölu er tvíþætt þvíað annars vegar er húsnæði nýtt til búsetu en erauk þess fjárfesting sem lýtur þeim lögmálumsem um hana gilda. Af þeim sökum hefur verðmatá notum eigin húsnæðis lengi verið vandamál viðútreikning á neysluverðsvísitölum sérstaklega þarsem leigumarkaðir eru smáir eins og á Íslandi.Flestir Íslendingar, um 80%, búa í eigin húsnæðisamkvæmt rannsókn á útgjöldum heimila árin2000-2002.

6.1 Aðferðir við útreikning á eigin húsnæðiTvær meginaðferðir koma til greina við útreikn-ing á notum eigin húsnæðis. Önnur tekur tillit tilþjónustunnar sem verður til við búsetu í eiginhúsnæði og nær yfir leiguígildi (e. rental equiva-lence) og notendakostnað (e. user cost) og hinnær til nettókaupa (e. net acquisition).

Sameiginlegt báðum aðferðum er að markaðs-verð er notað til að meta verðbreytingar enaðferðirnar við að reikna útgjaldavogirnar erumismunandi. Hjá þeim ríkjum sem nota leigu-ígildi eru upplýsingar úr þjóðhagsreikningumnotaðar eða íbúðaeigendur spurðir hvaða leigaþeir telji að væri greidd fyrir íbúðina þeirra ef húnværi leigð og þær niðurstöður nýttar til að útbúavogina. Þegar notendakostnaður er reiknaður erþað árgreiðslan af stofni eignanna sem er notuð tilað fá útgjaldavogina. Í nettókaupaaðferðinni erhúsnæðið sem er keypt allt gjaldfært í einu og þáverður vogin samkvæmt þeirri aðferð til.

Í öllum þessum tilvikum eru verðbreytingar áeigin húsnæði reiknaðar eftir markaðsverðsbreyt-ingum. Fyrir húsaleiguígildi eru það breytingar áleigu fyrir sambærilegt húsnæði. Í tilviki notenda-kostnaðarins eru það markaðsverðsbreytingar áhúsnæði, bæði notuðu og nýju. Fyrir nettóaðferð-ina ætti verðbreytingin fræðilega að vera á nýjuhúsnæði. Fasteignaverð á nýjum og notuðumeignum gæti vel hreyfst með svipuðum hætti ogþá er unnt að nota sömu fasteignavísitölu, hvortsem um er að ræða notendakostnað eða nettó-aðferð.

Leiguígildi er víða reiknað þar sem leigu-markaðir eru öflugir og breytingar á leigu á al-mennum markaði notaðar fyrir eignir sem erusamsvarandi eigin húsnæði. Leiguígildið breytistþá eins og leigan fyrir þær íbúðir. Forsenda þessaer í fyrsta lagi að húsaleigumarkaður sé nægilegaumfangsmikill, að til séu sambærilegar gerðir ogstærðir eigna á leigumarkaði og fyrir eigin hús-næði og sú markaðsleiga sé þá notuð sem ígildileigubreytinga á eigin húsnæði. Í öðru lagi er þaðforsenda að leigumarkaði sé ekki stýrt, að leiga séekki niðurgreidd af stjórnvöldum eða markaðs-verði stjórnað á annan hátt og í þriðja lagi aðkostnaður sem leigusalar bera en ekki leigjendureða þeir sem búa í eigin húsnæði, sé ekki tekinn

Page 15: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 47

með í verðmælinguna. Ekki er unnt að beita að-ferðinni á Íslandi vegna þess hve leigumarkaður-inn er smár og auk þess er samsetning hans önnuren almennt háttar um eigið húsnæði. Aðferðin ernotuð í Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Noregi,Bandaríkjunum, Sviss og Japan (Hansen, 2000).

Í þeim tilvikum þar sem leigumarkaður er lít-ill er þjónusta vegna búsetu í eigin húsnæði mældmeð einföldum notendakostnaði (e. simple usercost)32 eins og gert er í íslensku neysluverðs-vísitölunni. Árgreiðsla (reiknuð leiga) er reiknuðaf markaðsvirði eignarinnar og reiknaða húsa-leigan metin miðað við ákveðna raunvexti ogafskriftir. Raunvextirnir eru ávöxtunarkrafa (fórn-arkostnaður) á það fjármagn sem bundið er í eign-inni eða tekið að láni. Tillit er tekið til slits eign-arinnar og hún afskrifuð miðað við ákveðinn end-ingartíma húsnæðisins. Litið er til notanna af hús-næðinu, búsetunnar, en afrakstur fjárfestingarinn-ar er mældur með langtímaraunvöxtum. Verð-breytingin ræðst aðallega af breytingum ámarkaðsverði allra eigna sem seldar eru og aðeinhverju leyti af breytingu raunvaxta. Neyslu-verðsvísitalan er mælikvarði á skammtímaverð-breytingar og er þá gert ráð fyrir að ekki sé stað-kvæmni milli þess að búa í eigin húsnæði ogleigja, þ.e. að vegna smæðar leigumarkaðar sé tilskemmri tíma litið ekki unnt að selja húsnæðið ogleigja annað í staðinn. Nokkur ríki reiknahúsnæðisliðinn hjá sér sem notendakostnað, enekkert þeirra notar raunvexti við útreikning á not-endakostnaði nema Ísland. Ríkin eru Finnland,Svíþjóð, Ísland, Írland, Bretland og Kanada.

Hægt er að meta húsnæðiskostnaðinn miðaðvið nettókaup. Nettóliðurinn er það sem byggt eraf húsnæði umfram það sem er afskrifað. Hús-næðið er fært til gjalda þegar það er keypt á samahátt og aðrir fjármunir í útreikningi neyslu-verðsvísitölunnar. Verðbreytingarnar eru mældareftir verði nýrra bygginga. Þar með eru taldareigin húsbyggingar og kaup beint af byggingar-aðila eða fasteignasala. Auk þess þarf að taka tillittil kaupa einstaklinga á íbúðum frá atvinnulífinueða opinberum aðilum. Að hluta til svipar

vísitölunni til framleiðsluverðsvísitölu fyrir bygg-ingar. Misjafnlega mikið er byggt af nýjumíbúðum árlega og fer það meðal annars eftirástandi í efnahagsmálum. Nettóbreytingar gætuorðið neikvæðar einhver ár og þar með vogir fyrirnýtt húsnæði. Verður því að reikna vogir semmeðaltal nokkurra ára ef nota á aðferðina. Breyt-ingar á vogum verða meiri og tengdari hagsveifl-um þegar nettóaðferð er notuð í stað notenda-kostnaðar eða húsaleiguígilda og vogin fyrir eigiðhúsnæði að öllu jöfnu lægri.33 Aðferðin var notuðí Bandaríkjunum til janúar 1983 og er notuð íÁstralíu og á Nýja-Sjálandi.

Greiðsluaðferð er stundum notuð, sérstaklegaef upplýsingar skortir um markaðsverð á húsnæðieða húsnæðismarkaðinn. Þá er greiðsluflæðivegna húsnæðiskaupa metið en venjulega er ekkitekið tillit til fjármögnunar neyslu við útreikningá neysluverðsvísitölum. Tekið er tillit til þess semgreitt er vegna kaupa á húsnæði, afborgana,vaxta, viðhalds og endurbóta á húsnæðinu. Að-ferðin er svipuð og var notuð í neysluverðs-vísitölunni á árunum 1988 til 1992. Nafnvextir,sem endurspegla verðbólgu í raun að hluta til, eruteknir með og ekki tekið tillit til þess að not hús-næðis dreifast yfir lengra tímabil.

Nokkrar þjóðir líta svo á að húsnæði sé aðal-lega fjárfesting og eigi vegna þess ekki heima íneysluverðsvísitölu og sleppa þess vegna eiginhúsnæði alveg úr vísitölumælingunni. Í einhverj-um tilvikum er það vegna þess að ríkin eiga ekkinægar upplýsingar um verðbreytingar á eigna-markaði til að geta beitt einhverjum af aðferðun-um sem hér hefur verið lýst. Hlutur eigin hús-næðis er afar mismunandi í ríkjunum sem eruGrikkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Belgía, Aust-urríki, Lúxemborg og Frakkland.34

Eigið húsnæði hefur enn ekki verið tekið inn ísamræmda vísitölu neysluverðs sem reiknuð erfyrir EES-ríkin en stefnt að því að það verði gert,

32. Hugtakið er fyrst notað af Diewert (2002) bls. 621 og(2003b) bls. 28 og 53.

33. Jafnvel um helmingi lægri (Diewert 2002a, bls. 72).34. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði í þessum ríkjum

er: Grikkland (75%), Ítalía (78%), Spánn (78%),Portúgal (66%), Belgía (65%), Austurríki (50%),Lúxemborg (72%), Frakkland (54%). Hansen (2000) bls.12.

Page 16: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

48 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

líklega með nettókaupaaðferð og með verðvísi-tölu fyrir allar eignir seldar.35

6.2 Eigið húsnæði í íslensku neysluverðsvísitölunniAðferðin að reikna húsnæðiskostnað sem ein-faldan notendakostnað var tekin upp í nóvember1992.36 Í fyrstu náði verðmælingin á húsnæðieingöngu til höfuðborgarsvæðisins, en frá apríl-mánuði 2000 til landsins alls.37 Aðalheimildin tilað ákvarða grunnvog fyrir húsnæði er fasteigna-mat húsnæðis en upplýsingar um það fást úr rann-sókn á útgjöldum heimila. Notendakostnaðurinner reiknaður miðað við raunvexti, nú um 4% ogafskrift sem nemur 1,25% af stofni fasteignamats.Liðurinn breytist mánaðarlega með verðvísitölufyrir seldar fasteignir og breytingum á langtíma-raunvöxtum. Vogin er meðalárgreiðsla heimilis-ins, fengin með jöfnu (6.1)

(6.1)

þar sem PH er núvirði árgreiðslunnar, r raun-vextir, N endingartími (í árum) og AFM árgreiðslu-stofninn.38

Fasteignamat ríkisins reiknar út fasteignamatallra eigna í landinu. „Lög um fasteignamat kveðaskýrt á um að matið eigi að byggjast á markaðs-virði eignarinnar. Samkvæmt 1. mgr. laganna nr.

6/2001 skal matsverð fasteignar vera gangverðumreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eigninhefði selst við í næstliðnum nóvember“ (ÖrnIngvarsson, 2002, bls. 260). Fasteignamatið varendurskoðað um mitt árið 2001 og var beitt viðþað umfangsmikilli tölfræðirannsókn meðaðfallsgreiningu á skýringarþáttum fasteigna-verðs. Var grunnurinn fyrir greininguna höfuð-borgarsvæðið og matið fyrir aðra landshlutareiknað með sérstökum svæðastuðlum í hlutfallivið það.39 Allar fasteignir í landinu eru því metn-ar á samræmdan hátt eftir upplýsingum ummarkaðsvirði seldra eigna. Upplýsingarnar semmatið er reist á eru þær sömu og notaðar eru viðframreikning á eigin húsnæði í vísitölu neyslu-verðs. Stofninn hentar því vel sem grunnur fyrirútreikning á notendakostnaði húsnæðis.

Sambandið milli nafn- og raunvaxta er oftsýnt í samræmi við jöfnu Fishers (1896) (Diewert, 2003a, bls. 21). Nafnvextirnir eru sýnd-ir sem rt, raunvextir sem r* og verðbólga pt.Jafnan er því:

(6.2)

Raunvextir hér á landi eru ákveðnir fyrirframog breytingu á vísitölu neysluverðs bætt við til aðfá fram nafnvextina.40 Ef nafnvextirnir erueingöngu þekktir þarf að gæðaleiðrétta þá meðbreytingum verðbólgu til að finna raunvextina.

Langtímaraunvextirnir sem eru notaðir viðútreikning á notendakostnaði sýna afrakstur fjár-festingarinnar yfir líftíma fjármunanna. Raun-vaxtakrafan sem notuð er endurspeglar þannigfjárfestingarhagnaðinn.41 Þegar neytendur kaupafasteignir fjármagna þeir hluta þeirra með eigin féog hluta með lánsfé. Langtímaraunvextirnir sam-eina tvo meginþætti í fjármögnuninni, þann hluta

35. Tillaga Eurostat í dag er m.a. um eftirfarandi: „Verð-vísitölu fyrir allt húsnæði sem keypt er af heimilum semsjálfstæða vísitölu“. Eurostat (2004) bls. 6.

36. Hliðstæð notendakostnaðaraðferð var tekin í notkun afÞjóðhagsstofnun upp úr 1980 til að mæla afkomu fisk-veiða og vinnslu á Íslandi en á þeim árum var verðbólgahér á landi mikil.

37. Leiðrétt var fyrir ofmælingu á verðbreytingum húsnæðisí apríl 2000 vegna þessa og nam leiðréttingin um 0,35%til lækkunar vísitölunnar. Á sama tíma var leiðrétt van-mat sem var á húsaleigu í vísitölunni og nam sú leiðrétt-ing um 0,34% til hækkunar vísitölunnar.

38. Þessi aðferð við útreikning á notendakostnaði er svipuðog hjá Steiner (1961) þar sem hann notar árgreiðslu-aðferð til að reikna afskriftir og vexti. Hann styðst þóeingöngu við nafnvexti.

39. Fasteignamat ríkisins (2002) bls. 17-22 og Örn Ingvars-son (2002) bls. 259-270.

40. Verðtrygging er eingöngu leyfð á fjárskuldbindingumsem eru til fimm ára eða lengri tíma.

41. Hagnaðurinn vegna fjárfestingar getur verið hærri eðalægri en ávöxtunarkrafan á ákveðnum tímabilum. Lang-tímaraunvextirnir eru nálgun á fjárfestingarhagnaði áendingartíma fjármunanna.

Page 17: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 49

sem kaupandinn þarf að fjármagna með lánsfé ogávöxtunarkröfuna á eigið fé. Í líkaninu fyrir not-endakostnaðinn er skiptingin milli þessara þáttareist á upplýsingum úr kaupsamningunum semnotaðir eru í verðmælingunni.

Í útreikningi er vöxtum á eigið fé haldið föst-um en vextir af lánsfé eru breytilegir og þannig erfórnarkostnaður fjármagns á endingartíma fjár-munanna metinn. Þessi skipting á fjármögnuninnier notuð til þess að reikna raunvextina semnotaðir eru. Sá hluti húsverðsins sem greiddur ermeð peningum er talinn vera eigið fé kaupand-ans.42 Ávöxtunarkrafan á eigið fé var ákveðin ísamræmi við langtímaávöxtunarkröfu lífeyris-sjóðanna og er haldið fastri á líftíma fjármunanna.Þegar aðferðin var tekin upp var hún 3% og hef-ur verið haldið óbreyttri við útreikninginn.43 Umþað bil tveir þriðju raunvaxtanna breytast ekki fráeinum mánuði til annars þar sem um er að ræðaávöxtun eigin fjár kaupenda og vexti af yfirtekn-um lánum. Af öðrum vöxtum vega raunvextir aflánum Íbúðalánasjóðs þyngst en þeir hafa veriðsvipaðir síðasta áratug.

Fyrirkomulag langtímalána Íbúðalánasjóðsbreyttist í júlí 2004 þegar tekin voru upp peninga-lán, ÍLS-veðbréf, með lægri raunvöxtum en áður.Í vísitölumælingunni þá tók Hagstofan tillit tilþeirrar vaxtalækkunar sem varð við kerfisbreyt-inguna í upphafi enda leiðir hún til lægra raun-vaxtastigs.44 Í nýja lánakerfinu eru vextirnirákvarðaðir mánaðarlega en það dregur úr þeimtregbreytanleika sem var á raunvöxtum í vísitöl-unni. Langtímaávöxtunarkrafan sem notuð er viðútreikninginn, miðast við líftíma húsnæðisins ogóheppilegt ef skammtímaraunvaxtabreytingarhafa veruleg áhrif á verðmælinguna í hverjummánuði. Af þessum sökum er nauðsynlegt að

miða raunvaxtastigið við lengra tímabil. Raun-vextirnir, sem notaðir eru við útreikninginn, mið-ast við meðaltal þeirra undanfarin fimm ár. Þeimer breytt mánaðarlega þannig að í hvert sinn erfelldur brott einn mánuður og nýjum mánuði bættvið. Þetta ætti að tryggja að skammtímabreytingará raunvöxtum húsnæðislána valdi ekki skyndi-legum breytingum sem gætu leitt til umtalsverðrasveiflna í vísitölunni frá einum mánuði til annars.Hins vegar er tryggt að breytingar á raunvaxta-stigi til langframa endurspeglist í verðmæling-unni.

Meðalraunvextirnir sem mældir eru mánaðar-lega hafa verið um 4% frá árinu 1992. Breytingará raunvöxtum hafa bein áhrif á árgreiðsluna.Jöfnu (6.1) má umrita sem

(6.3)

þar sem AFM er árgreiðslustofninn og PH ernúvirði stofnsins (staðgreiðsluverð sölusamning-anna), r raunvextir, N endingartími (í árum).Hækkun meðalraunvaxta, þegar líftíminn er lang-ur, hækkar árgreiðsluna (reiknuðu leiguna) umnær sama hlutfall.

Vandasamt er að meta afskriftir sem eiga aðendurspegla slit á eignum en það er ætíð verulegrióvissu háð. Almennt séð eru þrjár aðferðirnotaðar við ákvörðun á því hvert afskriftahlut-fallið eigi að vera. Fyrsta aðferðin er að athugaaldur eignanna með lauslegri áætlun um líftímaþeirra „og áætla síðan þann afskriftaferil semvirðist hæfa best“ (Diewert, 2003b, bls. 23). Önn-ur aðferðin byggist á að nota þversniðsupplýs-ingar til að ákvarða afskriftahlutfallið og þriðjaaðferðin er að nota upplýsingar um leigu eðakaupleigu fjármuna. Þegar afskriftin sem notuð ervið útreikning á einfalda notendakostnaðinum varákveðin var fyrsta aðferðin notuð. „Fyrsta og ein-faldasta aðferðin er að búa til afskriftaferil eftirmeðalendingartíma fjármunanna til að finna af-skriftahlutfallið“ (Malpezzi, Ozanne og Thibo-deau, 1987, bls. 373).

Afskriftahlutfallið var fundið aðallega meðþví að athuga stofn eigna eftir byggingarári.Skipting á íbúðum eftir byggingarári í Landsskrá

42. Þessi hluti er að einhverju leyti fjármagnaður með lánumen ekki með eignum.

43. Langtímaávöxtunarkrafa lífeyrissjóða er nú á bilinu 2%til 3,5%. Mat á langtímakröfum vegna skaðabótalagannaer 3,5%.

44. Þetta er í samræmi við það sem áður hefur verið gert viðhliðstæðar aðstæður til dæmis í árslok 1993 þegar vextirá fasteignabréfum lækkuðu úr 6% í 5% og fyrri hlutaársins 1995 þegar þeir hækkuðu úr 5% í 5,1%.

Page 18: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

50 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

fasteigna í lok ársins 2001 (Örn Ingvarsson, 2002,bls. 261) sýnir að um 90% allra eigna eru byggðeftir 1940, ríflega þriðjungur á tímabilinu 1960-1980 og tæplega þriðjungur eftir það. Afskrifta-forsendan virðist þess vegna vera í samræmi viðaldursskiptingu stofnsins eftir byggingartíma.Notendakostnaðurinn nær bæði yfir byggingar oglandið sem þær eru reistar á. Afskriftin er í raun1,5% á fasteignir sem svarar til um 67 ára ending-artíma. Lóðir eru ekki afskrifaðar enda eyðast þærekki í tímans rás. Afskrift ætti eingöngu að reiknaaf mati hússins. Aldrei er skilið á milli verðs á lóðog fasteign í þeim verðupplýsingum sem liggja tilgrundvallar húsnæðisvísitölunni. Af hagkvæmn-isástæðum er reiknað með meðaltalsafskrift á all-an stofninn, bæði byggingu og lóð. Afskrift í vísi-tölunni er 1,25% af fasteignamatsstofni.

6.3 Verðmælingar á eignaverði Markaðsverð fæst úr kaupsamningum sem Fast-eignamat ríkisins hefur safnað um langt árabil.Þeir henta vel til þessarar notkunar vegna þess aðþeir eru staðlaðir og eins á öllu landinu. Sérhverkaupsamningur inniheldur upplýsingar um eign-ina og eigendur, söluverð og nákvæmar upplýs-ingar um greiðslufyrirkomulag. Sérhver eign bersérstakt einkennisnúmer sem notað er í Landsskráfasteigna. Þessi ítarlegu gögn mynda grunn fyrirheildarfasteignamatið og liggja til grundvallarmælingu á markaðsverði fasteigna í vísitöluneysluverðs. Samningum er safnað í gegnumsýslumannsembættin þegar kaupsamningum erþinglýst og nást með þessum hætti nær allir kaup-samningar sem eru gerðir.45 Kaupsamningarnireru 8-10 þúsund á ári og lætur nærri að 8-10% aföllu húsnæði í landinu gangi kaupum og sölum áhverju ári.46 Verðhugtakið er það sama og gildir íöðrum verðmælingum í vísitölunni að það verð ertekið með í útreikninginn sem neytandinn greiðirí raun fyrir vörur og þjónustu, staðgreiðsluverðvörunnar. Í kaupsamningi kemur fram hverniggreiðslum er háttað og liggja þær upplýsingar að

baki núvirðingu hans. Grundvallarástæða þess aðnúvirði er notað er sú staðreynd að virði peningasem greiddir eru í dag er annað en ef greitt er íframtíðinni.

Fasteignaverðsvísitalan er reiknuð eftir verð-breytingum á staðgreiðsluverði fasteigna eins ogþað kemur fram í kaupsamningum. Flestir kaup-samningar eru nýttir fyrir reiknuðu leiguna ogvegið landsmeðaltal reiknað.47 Útreikningurverðbreytinga á fasteignum er miðaður viðþriggja mánaða meðaltal með eins mánaðar tíma-töf.48 Í apríl er miðað við kaupsamninga fyrirtímabilið janúar til mars og í maí við tímabiliðfebrúar til apríl og þannig koll af kolli. Verðupp-lýsingunum er steypt saman í eina heild og verð-breyting á reiknaðri húsaleigu metin út frá öllumkaupsamningum. Í útreikningi er samsetningu ámilli stærðarflokka haldið fastri miðað viðkeyptar eignir í viðkomandi flokki síðastliðin þrjúár. Verðbreytingin er metin fyrir einbýli (13%vog) og fjölbýli (59% vog) á höfuðborgarsvæði(72% vog) og einbýli (15% vog) og fjölbýli (13%vog) utan höfuðborgarsvæðis (28% vog). Lögð eráhersla á samanburð á verðbreytingum fyrirflokka húsnæðis innbyrðis en ekki á milli tegundaeigna eða landshluta. Stærðarflokkar eigna eru 8.Í allt eru reiknaðar níu undirvísitölur fyrir hús-næði á höfuðborgarsvæði og 8 vísitölur eftirstærðarflokkum fyrir eignir utan höfuðborgarinn-ar. Úr þeim eru reiknaðar 4 heildarvísitölur, fyrirfjölbýli og einbýli á og utan höfuðborgarsvæðis.Alls er því reiknuð 21 undirvísitala sem notuð ervið útreikning heildarvísitölu fyrir fasteignaverð.

7. LokaorðÍ greininni hefur verið fjallað um nokkra þættisem varða útreikning á vísitölu neysluverðs. Vísi-talan er Lowe-fastgrunnsvísitala (2.1). Í grunni erhún að verulegu leyti reiknuð eins og framfærslu-vísitala sérstaklega með því að nota keðjuvogirog við útreikning á verði dagvöru í vísitölunni.

47. Þetta hefur verið með þessum hætti frá mars 2000. Vísi-talan fyrir allt landið var þá reiknuð aftur til mars árið1997.

48. Samningar sem koma frá stöðum utan höfuðborgar-svæðisins koma þó með tveggja mánaða tímatöf.

45. Það er hagur kaupenda að samningi sé þinglýst og jafn-framt forsenda fyrir lánafyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs ogbanka.

46. Sama hvort um fjölda eða verðmæti er að ræða.

Page 19: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 51

Staðkvæmni í vísitölunni er reiknuð með þrenn-um hætti: Með notkun á margfeldismeðaltali ígrunni, með því að leyfa staðkvæmni milli versl-ana í útreikningi á dagvöru, með notkun keðju-voga til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupaheimila og með gæðaleiðréttingum. Húsnæðis-liður er reiknaður með því að mæla þjónustuna

við það að búa í eigin húsnæði en það er aðferðeins og notuð er í útreikningi framfærsluvísitölu.

Segja má því að íslenska neysluverðsvísitalansé Lowe-fastgrunnsvísitala með sterkum dráttumaf framfærsluvísitölu að því er varðar nálgun ástaðkvæmni og við útreikning á þjónustu við aðbúa í eigin húsnæði.

Heimildaskrá

Allen, R. C. D. (1975). Index Numbers in Theory andPractice, Macmillan.

Balk, Bert M. (1995). Axiomatic Price Index Theory: ASurvey, International Statistical Review 63, 69-93.

Balk, Bert M. (1997). On the use of unit value indicesas consumer price subindices. Proceedings of theFourth Meeting of the International WorkingGroup on Price Indices. Walther Lane, ritstjóri,112-120. Bureau of Labour Statistics. Washington,DC. Janúar 1999.

Balk, Bert M. (1999). On curing the CPI’s substitutionand new goods bias. Proceedings of the OttawaGroup Fifth Meeting, Reykjavík, Iceland, August25-27, 1999. Rósmundur Guðnason og Þóra Gylfa-dóttir, ritstjórar. Hagstofa Íslands. Reykjavík. Sept-ember 2000. Á vefsvæðinu: http://www.statice.is/ottawa/papers.html.

BLS (1997). Measurement Issues In The ConsumerPrice Index, Bureau of Labour Statistics U.S. De-partment of Labour. Júní 1997.

Boskin, M. J., E. R. Dulberger, R. J. Gordon, Z. Gril-iches og D. Jörgensen (1996). Final Report to theSenate Finance Committee from the AdvisoryCommission to Study the Consumer Price Index.Desember 4, 1996.

Carruthers, A. G., D. J. Sellwood og P. W. Ward.(1980). Recent Developments in the Retail PricesIndex, The Statistician 29, 1-32.

Central Statistical Office (1994). Treatment of owneroccupiers housing index in the retail price index,Retail Price Index Advisory Committee. Desember1994.

Dalén, J. (1992). Computing Elementary Aggregates inthe Swedish Consumer Price Index, Journal ofOfficial Statistics 8, 129-147.

Dalén, J. (2001a). The Swedish Consumer Price Index.A Handbook of Methods, SSB 2001.

Dalén, J. (2001b). Statistical targets for price indexes indynamic universes. Paper and Proceedings of theSixth Meeting of the International Working Groupon Price Indices. K. Woolford, ritstjóri, 437-467.Australian Bureau of Statistics. Canberra,Australia. Nóvember 2001.

de Haan, J. (2001). Generalized Fisher Price Indexesand the Use of Scanner Data in the CPI. Paper andProceedings of the Sixth Meeting of the Inter-national Working Group on Price Indices. K. Wool-ford, ritstjóri, 286-310. Australian Bureau of Statis-tics. Canberra, Australia. November 2001.

de Haan, J., E. Opperdoses og C. Schut (1997). ItemSampling in the Consumer Price Index: A Case Stu-dy Using Scanner Data. Statistics Netherlands,1997.

Diewert, W. E. (1976). Exact and Superlative IndexNumbers, Journal of Econometrics 4, 115-145.

Diewert, W. E. (1978). Superlative Index Number andConsistency in Aggregation, Econometrica 46/4,883-900.

Diewert, W. E. (1987). Index Numbers, 767-780. TheNew Palgrave: A Dictionary of Economics. Volume2. J. Eatwell, M. Milgate and P. Newman, ritstjórar.Macmillan, London.

Diewert, W. E. (1993). The Early History of Price In-dex Research, bls. 33-65. Essays in Index NumberTheory. Volume 1. W.E. Diewert and A.O. Nakam-ura, ritstjórar. Amsterdam: North-Holland.

Diewert, W. E. (1995). Axiomatic and Economic Ap-proaches to Elementary Price Indexes, Departmentof Economics University of British Columbia,Discussion paper No.: 95-01. Vancouver, Canada.Janúar 1995.

Page 20: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

52 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

Diewert, W. E. (1996). Sources of Bias in the Consum-er Price Index, The University of New South WalesDiscussion Paper 96/4.

Diewert, W. E. (1998). Index Number Issues in theConsumer Price Index, 47-58, Journal of Econom-ic Perspectives 12/1.

Diewert, W. E. (1999). The Consumer Price Index andIndex Number Purpose. Proceedings of the OttawaGroup Fifth Meeting. Reykjavík, Iceland. Ágúst25-27, 1999. Rósmundur Guðnason og Þóra Gylfa-dóttir, ritstjórar. Hagstofa Íslands. Reykjavík, sept-ember 2000. Á vefsvæðinu: http://www.statice.is/ottawa/papers.html

Diewert, W. E. (2001). The Consumer Price Index andIndex Number Theory: A Survey, Discussion Paper01-02. Department of Economics. University ofBritish Columbia. Vancouver, Canada, V6T 1Z1.

Diewert, W. E. (2002). Harmonized Index of Consum-er Prices: Their Conceptual Foundations. Swiss Journal of Economics and Statistics 138:4, 547-637.

Diewert, W. E. (2003a). Measuring Capital, NBERWorking Paper w9526. Cambridge, MA: NBER.

Diewert, W. E. (2003b). The Treatment of Owner Oc-cupied Housing and Other Durables in a Cost of Living Index. Discussion Paper 03-08. Departmentof Economics. University of British Columbia.Vancouver, Canada, V6T 1Z1.

Diewert W. E. (2004). Kaflar 15-20 og 22-23 bls. 263-371 og 393-441. ILO o.fl. Consumer price indexmanual: Theory and practice. Geneva, Internation-al Labour Office, 2004. Að finna á vefsvæði:http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/guides/cpi/index.htm.

Eurostat (2001). Compendium of HICP reference docu-ments (2/2001/B/5). Eurostat 2001.

Eurostat (2004). Owner Occupied Housing – ProgressReport. CPS 2004/53/9En. Eurostat 15/3/2004.

Fasteignamat ríkisins (2002). Árbók 2002. Fasteigna-mat ríkisins, 2002.

Fisher, I. (1922). The Making of Index Numbers.Houghton-Mifflin, Boston.

Frisch, R. (1936). Annual Survey of General Econom-ic Theory: The Problem of Index Numbers. Econ-ometrica 4, 1-38.

Gillingham, R. (1980). Estimating the user cost ofowner occupied housing. Monthly Labour Review1980/February.

Gillingham, R. (1983). Measuring the Cost of Shelterfor Homeowners: Theoretical And EmpiricalConsiderations. Review of Economics and StatisticsXLV (2) 1983.

Goodhart, C. (2001). What Weight Should be Given toAsset Prices in the Measurement Of Inflation, TheEconomic Journal 111 (June), F335-F356.

Hallgrímur Snorrason og Rósmundur Guðnason.(1999). Use of cash register data, Proceedings fromthe 52nd Session of the International StatisticalInstitute, book 1, 335-338. Bulletin of the Inter-national Statistical Institute. Helsinki 1999.

Hansen, B. C. (2000). The treatment of owner occu-pied housing in the CPI, Final Report by TaskForce XII. Janúar 2000, Eurostat.

Hawkes, W. og R. Smith (1999). Improving ConsumerPrice Measurement Through the Use of ScannerData and Market Segmentation. Proceedings of theMeasurement of Inflation Conference, CardiffUniversity, Cardiff, UK, August 31-September 1,1999, 283-397. M. Silver og D. Fenwick, ritstjórar.Eurostat. Cardiff University, ONS.

Hill, T. P. (1988). Recent Developments in IndexNumber Theory and Practice, 124-146, OECD Ec-onomic Studies No. 10/1988, OECD.

Hill, T. P. (1993). Price and Volume Measures, 379-406, í System of National Accounts 1993. Eurostat,IMF, OECD, UN og World Bank. Luxembourg,Washington, D.C., Paris, New York og Washington,D.C.

Hill, T. P. (1997). The Measurement of Inflation andChanges in the Cost of Living. Joint ECE/ILOMeeting on Consumer Price Indices. Geneva, 24.-27. nóvember 1997.

Hill, T. P. (1999a). COL Indexes and Inflation Indexes.Proceedings of the Ottawa Group Fifth Meeting.Reykjavík, Iceland, August 25-27, 1999. Rós-mundur Guðnason og Þóra Gylfadóttir, ritstjórar.Hagstofa Íslands. Reykjavík, september 2000. Ávefsvæðinu: http://www.statice.is/ottawa/papers.html

Hill, T. P. (1999b). Inflation, the Cost of Living and theDomain of a Consumer Price Index. Joint ECE/ILOMeeting on Consumer Price Indices. Geneva, 3.-5.nóvember 1999.

Hill, T. P. (2004). Kafli 1, bls. 1-32. ILO o.fl. Consum-er Price Index Manual: Theory and Practice.Geneva, International Labour Office, 2004. Að

Page 21: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

HVERNIG MÆLUM VIÐ VERÐBÓLGU ? 53

finna á vefsvæði: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/guides/cpi/index.htm.

Hofsten, E. (1952). Prices, Indexes and QualityChanges. London, George Allen & Unwin Ltd.

Hulten, C. (1990). The Measurement of Capital. FiftyYears of Economic Measurement. E. R. Berndt andJ. E. Triplett, ritstj. Chicago: the University ofChicago Press.

Hulten, C. R. og F. C. Wykoff (1996). Issues in theMeasurement of Economic Depreciation: Intro-ductory Remarks. Economic Inquiry 34, 10-23.

ILO/IMF/OECD/UNECE/Eurostat/The World Bank.(2004). Consumer Price Index Manual: Theory andPractice. Geneva, International Labour Office,2004. Á vefsvæðinu: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/guides/cpi/index.htm.

Íslandsbanki FBA. (2000). Baugur. Útboðs- og skrán-ingarlýsing, desember 2000, Íslandsbanki FBA.

Johannessen, R. (2001). Mikroindexformel i konsu-mentprisindex. Notater 2001/64, SSB.

Jorgenson, D. W. (1967). The Theory of InvestmentBehavior, in Determinants of Investment Behavior.Ritstjóri R. Ferber, National Bureau of EconomicResearch, New York.

Jorgenson, D.W. (1996). Empirical Studies of Depreci-ation. Economic Inquiry 34, 24-42.

Kaupþing FBA. (1999). Baugur apríl 1999. KaupþingFBA.

Konsumentprisindexnämnden. (1999). Konsumentpris-index betänkande från utredningen om översyn avkonsumentprisindex. Justitiedepartementet, Stock-holm, SOU:1999:24.

Konüs, A. A. (1924). The Problem of the True Index ofthe Cost of Living. Þýtt í Econometrica 7, (1939),10-29.

Malpezzi, S., L. Ozanne og T. G. Thibodeau (1987).Microeconomic Estimates of Housing Depreci-ation. Land Economics: Nov 1987; 63, 372-385.

Pollak, R. A. (1983). The Theory of the Cost-of-LivingIndex, pp. 87-161. Price Level Measurement. Rit-stjórar, W.E. Diewert and C. Montmarquette. Ot-tawa: Statistics Canada.

Reinsdorf, M. (1993). The Effect of Outlet PriceDifferential in the US Consumer Price Index, 227-254. Price Measurement and Their Uses. M. E.Manscher, A. H., Young, ritstjórar. NBER Studiesin Income and Wealth 57. University of ChicagoPress, Chicago.

Reinsdorf, M. (1996). Constructing Basic ComponentIndexes for the US CPI from Scanner Data: A TestUsing Data on Coffee. Bureau of Labour Statistics.Working Paper 277, Washington, DC. Apríl 1996.

Rósmundur Guðnason. (1995). Note on the practices inthe field of insurance, financial services and publicprice policies in the Icelandic CPI. Proceedings ofthe Second Meeting of the International WorkingGroup on Price Indices. Stockholm, Sweden.November 1995, 171-175. Statistics Sweden.

Rósmundur Guðnason. (1997). Improved methods forthe evaluation of the composition and quantity ofhousehold goods. Proceedings of the Third Meet-ing of the International Working Group on PriceIndices. B. M. Balk, ritstjóri, 129-131. Researchpaper no. 9806. Statistics Netherlands. Febrúar1998.

Rósmundur Guðnason. (1998). Comparison of differ-ent sources for weights of selected groups in theIcelandic CPI: Consumers, bar-code receipts vs.scanner data from supermarkets. Proceedings ofthe Fourth Meeting of the International WorkingGroup on Price Indices. W. Lane, ritstjóri, 205-209. Bureau of Labour Statistics. Washington, DC.Janúar 1999.

Rósmundur Guðnason. (2001). Telecommunicationservices in the CPI – a quantity approach. Paperand Proceedings of the Sixth Meeting of the Inter-national Working Group on Price Indices. KeithWoolford, ritstjóri, 631-647. Australian Bureau ofStatistics. Canberra, Australia. Nóvember 2001.

Rósmundur Guðnason. (2003a). How do we measureinflation? Some measurement problems. Inter-national Working Group on Price Indices (OttawaGroup). Proceedings of the Seventh Meeting, Paris,27-29. Maí 2003. Thierry Lacroix, ritstjóri, 289-320. INSEE, Paris, France. Nóvember 2001.

Rósmundur Guðnason. (2003b). Owner OccupiedHousing: Market Price Approach to User Cost.Joint ECE/ILO Meeting on Consumer Price In-dices. Geneva, 4.-5. desember 2003.

Rósmundur Guðnason. (2004a). The Receipts Ap-proach to the Collection of Household ExpenditureData. SSHRC International Conference on IndexNumber Theory and the Measurement of Price andProductivity. Vancouver, Canada: June 30 - July 3,2004. Að finna á vefsvæði: http://www.ipeer.ca/papers/

Page 22: Act on the Central Bank of Iceland, no. 36/2001

54 FJÁRMÁLATÍÐINDI, 51. ÁRGANGUR, FYRRA HEFTI 2004

Rósmundur Guðnason. (2004b). Simple User Cost andRentals. International Working Group on PriceIndices (Ottawa Group). Helsinki, 23-25 August2004. Að finna á vefsvæði: http://www.stat.fi/tk/hp/gudnasonpaper.pdf

Silver, M. (1995). Elementary Aggregates, Micro-In-dices and Scanner Data: Some Issues in the Comp-ilation of Consumer Price Indices. Review ofIncome and Wealth, series 41, Number 4, 427-438.Desember 1995.

Silver, M. (2004). Kaflar 7-8 og 21, bls. 99-151 og 373-392, ILO o.fl. Consumer Price Index Manual:Theory and Practice. Geneva, International LabourOffice, 2004. Að finna á vefsvæði: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/guides/cpi/index.htm.

Steiner, P. (1961). Consumer Durables in an Index ofConsumer Prices. Staff Paper no. 6 in The PriceStatistics of the Federal Government. New York:National Bureau of Economic Research. Generalseries no. 73.

Szulc, B. J. (1983). Linking Price Index Numbers, 537-566. Price Level Measurement. W. E. Diewert ogC. Montmarquette, ritstjórar. Ottawa, StatisticsCanada.

Szulc, B. J. (1989). Price Indices below the Basic Ag-gregation Level. Turvey, R. Consumer Price In-dices. An ILO Manual,167-177.

Szulc, B. J. (1994). Choice of the Price Index Formulaat the Micro Aggregation Level EmpiricalEvidence. Ritgerð, lögð fram á fundiOttawahópsins 31. október – 2. nóvember 1994.

Szulc, B. J. (2001). User Cost Approach to the Es-timation of Price Change for Private Trans-portation. Experimental Study in the Spirit of Costof Living Index. Paper and Proceedings of theSixth Meeting of the International Working Groupon Price Indices. Keith Woolford, ritstjóri, 480-493. Australian Bureau of Statistics. Canberra,Australia. Nóvember 2001.

Triplett, J. E. (2001). Should the Cost-of-Living IndexProvide the Conceptual Framework for a Consum-er Price Index?, The Economic Journal 111 (June),F311-F334.

Turvey, R. (1989). Consumer Price Indices. An ILOManual. ILO Geneva.

Turvey, R. (2000). True Cost of Living Indexes. Pro-ceedings of the Ottawa Group Fifth Meeting.Reykjavík, Iceland, August 25-27, 1999. Rós-mundur Guðnason og Þóra Gylfadóttir, ritstjórar.Hagstofa Íslands. Reykjavík, september 2000. Ávefsvæðinu: http://www.statice.is/ottawa/papers.html

Walsh, C. M. (1901). The Measurement of GeneralExchange Value, New York: Macmillan and Co.

Walsh, C. M. (1921). The Problem of Estimation,London: P. S. King & Son.

Þórarinn G. Pétursson. (2002). Mat á kjarnaverðbólguog notkun við mótun peningastefnunnar. Peninga-mál 2002/4, 52-61. Seðlabanki Íslands.

Örn Ingvarsson. (2002). Endurmat fasteigna í júní2001. Matsaðferðir við fasteignamat, gerð reikni-líkana og niðurstöður úr þeim. Árbók VFÍ TFÍ2002, 259-270. Reykjavík.